Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1985, Side 17

Bjarmi - 01.04.1985, Side 17
’ virtist reyndar ofurlítið ráðvilltur þar sem hann stóð ljós á hörund og léttklæddur og skar sig úr innan um allt dökka fólkið sem þarna var. En honum var létt í sinni og í huga hans bergmálaði sálmurinn: Fögur er fold- in, heiður er Guðs himin, indæl pílagríms ævigöng. Meinlæti, píslar- og iðrunarganga pílagríms var honum að vísu fram- , andi en hann hafði þó ætíð haft hugboð um að líf pílagríms væri einfalt og fábrotið. Hótelið var í gamla bæjarhlutan- um, innan borgarmúranna og hét Hótel Pílagrímsins. Honum hafði strax litist svo einkar vel á nafnið. Innan múranna var ákaflega erfitt að komast leiðar sinnar þarna sakir ntannmergðar, en honum tókst þó að finna hótelið og koma sér þar fyrir. Degi var tekið að halla en enn virtist líf og fjör úti og pílagrímurinn ákvað að nota tímann vel. „Hefurðu séð Grafarkirkjuna? Hvað, hefurðu ekki séð Grafarkirkj- una?“ spurði dyravörðurinn. „Beint niður götuna og beygja svo, það þekkja allir leiðina," og í ákafa sínum hálf ýtti hann pílagrímnum út. Pílagrímurinn lét berast með straumnum niður götuna. Kvöldið flutti með sér þægilegan andvara. öáðum megin þröngrar götunnar voru litlar búðir, nokkurs konar sölu- tjöld, sem seldu alls kyns minjagripi, útskorna muni, föt, skartgripi og hvers kyns skran. Alls staðar heyrð- ust hróp og köll; sölumennirnir voru í essinu sínu og gylliboðin dundu á ferðafólkinu. Pílagrímnum virtist þeir allir gera honum tilboð sem hann gæti ekki hafnað. „Vinur, ég geri þetta aðeins fyrir þig“, hrópuðu þeir ákafir. „Þetta er Hnstakt tilboð, bara fyrir þig! Ég tapa ú viðskiptunum en ég geri þetta fyrir þig, skandinavíski vinur minn.“ Pílagrímurinn hristi höfuðið. Hann var ekki kominn til að versla. ■ » Þ að var að kvöldi föstudags- ms langa. Pílagrímurinn reikaði um stræti gamla bæjarins, eftir Via Dolor- osa og síðan niður að Grátmúrnum. Par voru nokkrir Gyðingar að biðja. Einföld athöfn. Þeir komu með bæna- sjalið sitt, sveipuðu því yfir höfuð sér og þuldu síðan bænir sínar hljóðlega. Pílagrímurinn fékk sting í hjartað er hann bar þetta saman við kristnina, eins og hún kom honum fyrir sjónir hér á Landinu helga. Hann hafði nú á rúmri viku séð fjöldann allan af helgum stöðum, bókstaflega þrætt þá staði er Kristur hafði komið til, bæði Betlehem, Nazaret og Galíleu. Hann hafði líka skoðað Jerúsalem. Svo virt- ist sem búið væri að byggja a.m.k. eina kirkju í kringum sérhverja at- höfn sem tengdist Kristi, og einhverj- ar í minningu móður hans og ömmu. íburðarmikil kirkjan var síðan fyllt af dýrlingum og helgimyndum, kertum reykelsum og - nú um páskana - ferðamönnum. Allt var yfirfullt af fólki sem tók myndir í gríð og erg, hvort sem það var leyfilegt eða ekki, og hrópaði hvert til annars: - Svo þetta er staðurinn! - Já, örugglega einmitt hér! - Vá, geturðu ímyndað þér... Og svo framvegis. Og svo var ekki einu sinni víst að þetta væri „staðurinn". Kirkjuhefðin benti yfirleitt á einhvern „stað“ en stundum komu fleiri til greina. T.d. voru til tveir hagar þar sem fjárhirð- arnir áttu að hafa gætt um nóttina hjarðar sinnar, en það sárasta var þó e.t.v. að mönnum' bar heldur ekki saman gröfina. Kirkjuhefðin taldi Golgata hafa staðið þar sem nú var Grafarkirkjan og þar voru margar kirkjudeildir sem höfðu skipt staðnum á milli sín. Allt var þetta ólíkt því sem pílagrímurinn átti að venjast og var það trúlega ástæðan fyrir því hve lítð honum þótti til allra þessara gyiltu dýrlinga — og Kristsmynda koma. Svo var það hin gröfin, Garðgrafhýsið. Pað fannst fyr- ir u.þ.b. öld og sumir vildu frekar telja gröf Krists þar. Sá staður var í umsjá angilikana og þar var engin kirkja, aðeins grafhýsið og garðurinn. Þar var fallegt og pílagrímurinn hefði kunnað þar vel við sig ef ekki hefði verið sakir mannfjöldans, sem minnti á aðaltorg bæjar hans á þjóðhátíðar- daginn. Svo var það skrípaleikurinn sem hann hafði fylgst með þá um morgun- inn, píslargangan eftir Via Dolorosa. Fylkingin var löng og fremst var borinn stór kross. Menn gátu tekið að sér að leika Símon frá Kýrene og bera krossinn smástund, rétt nógu lengi til að láta einhvern ættingjann smella af sér mynd. Þá settu menn upp sama bros og þegar þeim hafði tekist að klífa á bak úlfalda og einhver við- staddur var settur í að gera augna- blikið ódauðlegt á filmu. Aftast gengu munkar og nunnur, sungu sálma og þuldu bænir, en hamagangurinn fremst var það sem mesta athygli vakti. Stöku sölubúð var opin og seldi aðallega Kristshöfuð með þyrnikórónu, útskorin í olíu- við... P -■■L. áskadagsmorgunn. Píla- grímurinn var árrisull. Svo var um fleiri á hótelinu því að grísku ortho- doxarnir, sem flestir höfðu fastað síðan á skírdagskvöld, fóru snemma til altarisgöngu, að fá næringu svo sem trúin bauð. Það yrði varla messa svo snemma hjá mótmælendum. Pílagrímurinn gekk hljóðlega út og út fyrir múra gömlu borgarinnar. Hann tók stefn- una í átt að Garðgrafhýsinu. Fáir voru á ferli í dögun, en búið var að opna garðinn. Enginn var við graf- hýsið sjálft. Þarna stóðu dyrnar opn- ar. Pílagrímurinn læddist næstum að þeim og gægðist inn. Allt var hljótt. Inni var enginn. Gröfin var tóm. Gröfin var alveg tóm. Þá laukst það skyndilega upp fyrir honum. Víðs vegar um Landið helga hafa menn reist Kristi minnisvarða með ýmsu móti og vildu með því bera vitni um frelsarann og náðarverk hans. Þannig vildu þeir líka varða þá staði er hann hafði komið á. Menn vita samt ekki nákvæmlega hvar „staðirn- ir“ eru og e.t.v. er það gott. Annars er hættan alltaf sú að menn fari að tilbiðja staðina en ekki Krist sjálfan. Fyrir pílagríminn, fyrir kristið fólk, fyrir mannkyn allt, skiptir það ekki máli HVAR gröfin er. Það sem skipt- ir máli er sjálft páskaundrið: GRÖFIN ER TÓM — HANN ER UPPRISINN. 17

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.