Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 18
Hiti - Nannfjöldi - Hermenn - Gyðingar - og Guð Til ísraels með guðfræðinemum í september 1984 Eftirvænting Það er með eftirvæntingu sem ís- lendingur fer til ísraels fyrsta sinni. En hvaða væntingar hefur hann? Hvað fer hann til að sjá og reyna? Myndir og frásagnir annarra hafa sýnt og skýrt margt. Ég veit að þar er silfur, gull og gersemar á helgum stöðum, margar nýjar byggingar og fólksfjöldi,- Biblían á þó sennilega sinn ríkasta þátt í því að skapa innra með mér sérstakar tilfinningar. ísrael er landið helga, land hinnar útvöldu þjóðar Guðs, þar sem Guð opinberaðist mönnunum og sýndi sig sem lifandi Guð, sem lét sér annt um mennina. Það er land fyrirheitanna. Þó er það fyrst og fremst land Jesú. Þar eru staðirnir þar sem hann lifði og dó og reis upp. Þar eru „fótspor“ Meist- arans, sem kallaði menn til fylgdar við sig, Meistarans, sem líka hefur kallað mig. Víst verð ég að játa, að tilfinningin gagnvart landi hans er önnur en til annarra landa. Landið er svo nátengt trúnni sjálfri, að hugtakið „landið helga“ hefur raunverulega helga merkingu. Það er með vissum hætti nær himni en önnur lönd. Og „borgin helga“, Jerúsalem, er ekki bara borgin þar sem Jesús kenndi og var krossfestur og grafinn og reis upp á 3. degi. Hún litast af þeim spádómum og opinberunum sem tengdar eru henni í Biblíunni sjálfri, þar sem hún verður tákn um himininn, fullkomnunina, guðsríkið eilífa. Eru þetta of stórkostlegar myndir? Verður maður ekki fyrir vonbrigðum að koma til ísraels með hugmyndir um, að hér sé landssvæði á jörðu, sem sé nær himni Guðs en önnur Iönd? Fyrstu áhrifín Hið fyrsta sem snerti skilningar- vitin voru pálmar og hiti. Yndislegt fyrir íslending. Hið næsta var mannmergð, menn af öllum litarháttum og öllum tung- um, heimamenn og ferðamenn, Gyð- ingar, kristnir og múhameðstrúar- menn. Og innan um voru alls staðar vopnaðir hermenn á götunum, í hús- unum og ekki síst við helgidómana. Ekki er það hin himneska Jerúsalem, sem þarf að verja með vopnum. í þessari mannmergð verður einn íslendingur lítill — og jafnvel allur 30 manna hópurinn, og það þó að hér sé á ferðinni þriðjungur guðfræðideildar með deildarforseta og frú! Landið er að vísu miklu minna en ísland, en mannfjöldinn þeim mun samþjapp- aðri. En hvar er Guð? Er hann hér? Já. Hinn persónulegi Guð, sem ég hef lært að þekkja heima í fámenninu á íslandi, þar sem ég þarf ekki að ganga mörg skref frá heimili mínu til að vera ein með honum, hann er líka hér — í mannmergðinni í ísrael. Hann er hér sem persónulegur Guð einstaklinganna, sem Guð þeirrar * þjóðar sem hér býr, og sem Guð þessara ótal mörgu manna sem hér eru, margir komnir langa leið til að sjá helga staði og vera þar. Kannski er enn stórkostlegri til- Guðfræðinemar og fylgdarlið framan við helgidóm múslima (múhameðstrúarmanna) á musterishæðinni í Jerúsalem. 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.