Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1985, Page 22

Bjarmi - 01.04.1985, Page 22
FKA STARFIHU Til Stykkis- hólms Kjartan Jónsson og Bene- dikt Arnkelsson fóru til Stykkishólms 21. febrúar og heimsóttu kristniboðsvini. Þeir héldu þrjár almennar samkomur í kirkjunni. Þá kynntu þeir kristniboðið fyr- ir öllum nemendum grunn- skólans og heimsóttu sjúkra- húsið og dvalarheimili aldr- aðra. Gjafir til kristniboðs- ins námu um 18 þúsund krónum. Æskulýðs- samkoma Á æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar 3. mars varsunnudags- samkoman í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg sérstaklega sniðin fyrir ungt fólk. Dagskráin hófst kl. 19.30 en þá hófu félagar úr Kristi- legum skólasamtökum að grilla pylsur í portinu og buðu þær síðan til sölu ásamt gosdrykkjum. Á samkomunni sem var í umsjá KSS og hófst kl. 20.30 voru fluttir leikþættir sem byggðir voru á sögunni um miskunnsama samverjann og þáttum úr Rutarbók. Einnig var vitnisburður og hugvekjur fluttar af ungu fólki. Myndin sýnir leikhópinn sem túlkaði dæmisöguna um miskunnsama samverjann. Rit um kristniboð SÖFNUÐURINN OG KRISTNIBOÐ, FARIÐ ÚT UM ALLAN HEIM er rit, sem Kristilega skólahreyfing- in hefur nýgefið út. Það er þýtt úr norsku, en höfundar þess eru starfsmenn kristni- boðsfélagsins, er prófessor Jóhann heitinn Hannesson og Astrid kona hans störfuðu fyrir um árabil íKína ogHong Kong. Umfjöllunarefni þess eru ýmsar spurningar er varða kristniboð og lítið hef- ur verið fjallað um á prenti hér á landi í seinni tíð. Fjallað er um efni eins og „Hver á að stunda krístni- boð?“ „Eyðileggja krístni- boðarnir menningu heiðinna þjóða?“ „Kristniboð og þró- unar- og neyðarhjálp. “ ílok hvers kafla eru spurn- ingar, sem ætlaðar eru til umræðna í hópum. Ritið er tilvalið fyrir kristniboðs- og biblíulestrarhópa og bætir úr Leikhópur túlkaðl dæmlsög- una um mlskunnsama sam- veijann. brýnni þörf á umfjöllun um þessi efni í íslensku kirkj- unni. Þýðandi er Kjartan Jónsson. Ritið fæst á aðalskrifstofu SÍK, KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2b í Reykja- vík og kostar 195.- kr. U nglinga- kvöld stóð að undirbúningi kvöld- anna undir leiðsögn Guð- mundar Guðmundssonar æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK. Meðal efnis má nefna Ieik unglingahljóm- sveitar, leikþátt, vitnisburði, sönghóp og fl. Hugleiðingu bæði kvöldin hafði Guðni Gunnarsson út frá yfirskrift unglingakvöldanna sem var „JESUS LIFIR“. Unglingakvöld KFUM og KFUK voru haldin í húsi félaganna í Kópavogi dag- ana 25. og 26. febrúar. Þar söfnuðust saman allar ungl- ingadeildir félaganna í Reykjavík og nágrenni og tóku þátt í dagskrá og hlýddu á boðun Guðs orðs. Ungt fólk úr félögunum Frá ungllngakvöldum KFUM og KI'UK. A Akranesi Æskulýðs- og kristniboðs- vika var haldin í Akranes- kirkju dagana 3.-10. mars. Yfirskríft hennar var „Hver er náungi minn?“ en það voru einkunnarorð æskulýðs- dags þjóðkirkjunnar, daginn sem samkomuvikan hófst. Ungt fólk og eldra kom fram á vikunni. Sóknarprest- urinn á Akranesi, sr. Björn Jónsson, annaðist um sam- komuna fyrsta kvöldið. Flutt var krístniboðsefni frá Eþí- ópíu, Kenýu, Ekvador, Kamerún og Taivan. Þá var ýmiss konar söngur og tveir „leikþættir“, tengdir kristni- boðinu og starfi KFUM og KFUK. Þeir sem fluttu hugleiðing- arnar voru Katrín Guðlaugs- dóttir, sr. Ólafur Jóhanns- son, Ástríður Haraldsdóttir, Benedikt Arnkelsson (hann stjórnaði samkomunum frá mánudegi), Kjartan Jóns- son, Sigurbjörn Þorkelsson og Halla Bachmann. Kjartan predikaði í guðsþjónustu scinni sunnudaginn og þjón- aði fyrir altari ásamt sókn- arprestinum. Samkomusóknin var nokkuð misjöfn en orð Guðs hljómaði með hvatningu til trúar og starfs. Gjafir til kristniboðsins námu rúmum 63 þús. kr. 22

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.