Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir Valdísi Magnúsdóttur: Pú ert dýrmætur í augum Guðs Valdís Magnúsdóttlr, krlstlnboði. „Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika" (1. Tím. 4,12). Á unglingsárum mínum heyrði ég oft og lasþessi orð. Þau urðu mér til dóms yfir lífi mlnu sem kristins unglings og um leið tyftari til Krists til að fá fyrirgefningu á misheppnuðum tilraunum mínum til að fara eftir þeim og endurnýjaða löngun til að vera fyrirmynd trúaðra til vitnisburðar um frelsara minn á heimili, í skóla og í samfélagi trúaðra. Þetta atti þó aðeins við um seinni hluta versins. Fyrri hlutinn höfðaði lítið til mín og hvatning Páls til Tímóteusar var merkingarsnauð, þar til hún laukst upp fyrir mér við að kynnast af eigin raun hugsanagangi Afríku- og Asíubúa. Staða ungsfólks og gamals í hugum okkar íslendinga annars vegar og Kenýumanna hins vegar er gjörólík. Hver lítur smáum augum á það að vera ungur hér heima? Það er einmitt eftirsóknarvert að vera ungur í anda og þó fyrst og fremst í útliti sem allra lengst. Tilhugsunin um að verða gamall er óþœgileg og ömurleg. Fjölmiðlarnir eiga drjúganþátt íað skapaþessi viðhorf. En hjá Pókotmönnum IKenýu erþað eftirsóknarverð- asta aföllu að verða gamall, lífsreyndur maður með vald yfir andlegum og veraldlegum málefnum. Unga fólkið getur lítið lagt til mála. Fullorðnir líta smáum augum á æskuna. Á fyrsta safnaðarfundinum í kirkjunni okkar í Cheparería var rœtt um fórnir, samskot og fjáröflunar- leiðir safnaðarins. Þá stóð m.a. upp ungur maður, tæplega tvítugur, og sagðist hafa hlustað með áhuga á umræðurnar, en hann hefði aldrei hugsað út íþessa hluti fyrr. „Ég er bara enn svo ungur," bætti hann við, „en ég lofa að reyna að hugsa um, hvað ég geti gert". Ofangreint vers varð á þeirri stundu lifandi um leið og mér varð hugsað til íslenskra unglinga, gífurlegs sjálfsálits þeirra og allsnœgta. Það er „ár æskunnar". Öll ár eru „ár œskunnar" á íslandi. Nær allir unglingar eignast fatnað og þá muni allsnægtarþjóðfélagsins sem þeim er innprentað að séu „nauðsynlegir" og „sjálfsagðir". Á undanförnum vikum hefur verið reynt að opna augu íslenskrar æsku fyrir neyð jafnaldra þeirra í Suður-Afríku og það er gott. Það er þó mest þroskandi að kynnast aðstöðu fátækra þjóða afeigin raun. Unga fólkið, nágrannar okkar í Cheparería, eiga sér sína drauma um bjarta framtíð. Þau dreymir um að eignast góðan maka, börn sem deyi ekki á unga aldri, akur sem þau geti brauðfœtt sig af, jafnvel einhver húsgögn og, ef þau verði rík, kannski jafnvel úr og útvarp. En lífið færir flestumfátækt, sjúkdróma, drykkju- skap og harða lífsbaráttu og fáir komast í gegnum skólaskyldu og menntaskóla, því að það er svo dýrt að fjölskyldurnar sýna því lítinn skilning. Nei, það er engin ástæða til að líta smáum augum á œsku okkar, manndóms- eða elliár, því að Guð sjálfur mætir okkur með elsku sinni á hverjum degi og segir: „Þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn". (Jes. 43). Valdís Magnúsdóttir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.