Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 6
Þannig sjáum við, að það sem byrjar sem hormónabreytingar í heiladingli og kynkirtlum endar með félagslegum til- færingum, rétti til að skrifa uppá skuldabréf og ganga í það heilaga. Ekkert aldursskeið minnir rækilegar á, að kristin trú tekur ekki einungis til einhverrar andlegrar sneiðar af mannin- um, heldur til hans alls, bæði heilading- uls, félagslegrar ábyrgðar og tilbeiðslu. Þetta verða þeir að gera sér ljóst, sem álíta að kristin trú eigi eitthvert erindi til unglinga. Meira um það síðar. Að vera unglingur er annað en að vera barn og að vera fullorðinn. Hvað er það sem skilur unglingsárin frá bernsku og fullorðinsárum? Margar rannsóknir sýna hvernig einstaklingur- inn mótast af líffræðilegum, vitsmuna- legum og félagslegum sérkennum þess- ara ára. Líkamsvöxtur, kirtlastarfsemi og hreyfingar breytast. Vitsmunir, — skilningur, ályktunarhæfni og hugtaka- notkun — þroskast. Áhugamálin breyt- ast. Afstaða til umhverfis, fjölskyldu og vina verður önnur. Undirstöður siðferð- is, gildismats og trúar bresta. Á þessum sviðum og ýmsum öðrum verða róttæk- ar breytingar, sem gera unglinginn að öðrum en hann var — og að öörum en hann verður. Með mikilli einföldun má segja að þessi umbrot þjóni tvíþættum tilgangi. Að gera manneskjuna hæfa til að elska og starfa. Að elska Til að halda sönsum verður maður að geta svarað spurningunm. „Hverjum tilheyri ég og hvernig?" Hvað ungling- inn varðar taka svörin til foreldra, félaga og einstaklinga af gagnstæðu kyni með sérstökum hætti. f sambandi foreldra og unglinga er mikið lagt undir eins og allir vita sem gengið hafa fyrir gafl. Aðskilnaðurinn, þegar unglingurinn losar sig undan áhrifavaldi foreldranna, verður með ýmsum hætti. Hann fer stundum fram í rólegheitum og án þess að viðkomandi taki sérlega til þess fyrr en tár blika á hvarmi á brúðkaupsdaginn eða þegar ung manneskja kveður til að halda út í hinn stóra heim. Stundum með látum, átökum og ólgandi uppreisn. Það helg- ast af aðstæðum og einstaklingum hvort er eðlilegt. En aðskilnaðurinn er nauð- syn. Óhjákvæmilegt er að unglingurinn skynji og skilji að hann verður að lifa lífinu á eigin forsendum. Uppreisn og átök geta ráðist af því að unglingnum er ógerlegt að líta á nokkuð sem sitt eigið, nema það sé öðruvísi en foreldranna. 6 Aðskilnaðurinn er þó ekki hið eina sem máli skiptir í samskiptum unglings og foreldra. Arfurinn, — það sem ungl- ingurinn tekur með sér úr föðurgarði er einnig mikilvægt. Vitundin um að lífið heldur áfram þótt bresti á yfirborðinu mótast á þessum árum. Sá sem er samtímis sáttur við fjarlægð og nálægð þess sem var — er og verður, er í dýrmætum tengslum við kjarna tilveru sinnar. Samskiptin við jafnaldra breytast mjög á unglingsárum. Tengsl barns við foreldra skipta það miklu meira máli en tengsl við jafnaldra. Á unglingsárum vex áhuginn á félögunum og samstaðan eykst að sama skapi, oft á kostnað tilfinningatengsla við foreldrana. Umb- un félaganna skiptir öllu. Hræðslan við vanþóknun þeirra og þörfin fyrir viður- kenningu þeirra ræður stundum mestu um ákvarðanir og gerðir. Oft liggur því vænlegasta leiðin til að ná til unglinga gegnum hópinn, klíkuna, þótt sú leið sé vissulega grýtt og vandf arin fullorðnum. Loks er eitt mikilvægasta verkefni unglingsáranna að skilgreina sjálfan sig í samskiptum við hitt kynið. Svo óheppi- lega vill til að líkami og tilfinningar þroskast nokkuð á misvíxl að þessu leyti. — Holdið reiðubúið, en andinn of veikur til að axla þá ábyrgð sem fylgir djúpum og varanlegum tilfinninga- tengslum, þar sem bæði þarf að gefa og þiggja. Hér er þó ekki einvörðungu um að ræða undirbúning kynlífs, hjúskapar og fjölskyldulífs, heldur mótun kynhlut- verksins í mjög víðtækum skilningi. Hvað felur það í sér að vera karl eða kona. Hvað mun það fela í sér eftir aldamótin 2000? Sérstaklega má ætla að á okkar tímum sé vandi stúlknanna mikill. Á hún að undirbúa framtíðina til vinnu utan heimilis eða innan? *""*""TÍ

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.