Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1985, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.05.1985, Qupperneq 7
Að starfa Að vera fullorðinn felur m.a. í sér að velja og búa sig undir starf. Starfið hefur ekki aðeins þann tilgang að tryggja efnahagslegt sjálfstæði. Sá sem skynjar sjálfan sig sem starfandi mann veit um þýðingu sína og nytsemi fyrir samfélagið. Hinn trúaði veit sig að auki samverkamann Guðs, skaparans, og við lútherskir álítum starfið guðsþjón- ustu. Það sem á undan hefur verið sagt á trúlega að mestu við unglingsár allra tíina. Það sem hér fer á eftir byggir neira á þeirri sérstöðu sem unglingar nútímans búa við — þeir sem verða hin ríkjandi kynslóð um og eftir næstu aldamót. Þegar Páll postuli varð fulltíða maður lagði hann niður barnaskapinn, segir hann. Á dögum Páls mun það hafa Verið einfaldari og átakaminni áfangi en nú er að afleggja barnaskapinn. í ein- földu samfélagi, eins og Páll lifði í, beið unga mannsins skýrt og vel afmarkað hlutverk, sem hann þekkti. Hann hafði séð föður sinn iðka það og hann aftur •angfeðga sína mann fram af manni. Breytingarnar voru hægar. Verklag og tækni þróuðust hægt. í slíku samfélagi eru samskiptareglur ljósar. Maðurinn veit hverjum hann tilheyrir. Augljóst sam- hengi er milli þess sem maðurinn afkast- ar og hagsmuna hans og hans fólks. Þar er enginn unglingur til, einungis barn og síðan ungur karl eða ung kona. And- stæðurnar við okkar tíma eru augljósar. Pr þróun verktækni og vísinda einkenn- lr okkar þjóðfélag öðru fremur. Bilið milli þess sem unglingur er og kann í hyrjun gelgjuskeiðs og þess sem hann Þarf að kunna til að verða fullgildur starfhæfur einstaklingur breikkar og hreikkar. Við búum í þjóðfélagi þar sem best væri að fólk fæddist fullorðið. Slík lausn er enn ekki til og þess vegna eru til unglingar. Tvennt er það, sem við ættum að huga aö til að skilja stöðu unglinga í samfélagi °kkar. Þeir taka minni og minni þátt í framleiðslustörfum/atvinnu hinna full- orðnu. Þess í stað skulu þeir læra og búa s,g undir framtíðina. Sá undirbúnings- t'mi lengist stöðugt og mörgum reynist frfitt að eygja tilgang í biðinni. Samtím- ls vex mikilvægi unglinganna sem neyt- enda. Mikið fj ármagn er lagt í þá utgerð. Nægir að nefna tísku- og tónlist- nriðnað, myndbönd og spilatæki. Sjá fermingargjafakálfa dagblaðanna á þessu vori. Lífið miðast við neyslu og nautnir án þess að lífsnautnin frjóva, sem skáldið mærði svo mjög, komi þar við sögu. Neysla, hlutir og lífsstíll Hlutir hafa öðlast nýtt gildi. Þeir eru góðir meðan maður á þá, en svo er þeim fleygt, þegar búið er að nota þá. Nýtt og betra kemur í staðinn. Fólk er æst í nýja hluti en samtímis stendur því meira á sama um þá. E.t.v. er það í þessum efnum sem æska nútímas sker sig úr eldri kynslóðum. Ekki endilega hvað varðar neysluna í sjálfri sér, heldur með þessu sjálfsagða kæruleysi gagnvart neyslunni. Almennt má tala um að unglingamenningin svokallaða sé skilgetið afkvæmi neysluhyggju nútím- ans. Margir telja að þessi afstaða til hlutanna móti í vaxandi mæli afstöðu ungs fólks til annarra manna. Hætt er við að aukin sjálfvirkni örtölvualdar rýri enn mikilvægi hinna fornu sann- inda, að maður er manns gaman. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að margir sálfræðingar og geðlæknar tala um að til þeirra leiti nú æ fleiri með nýja tegund geðrænna vandamála. Þess- ir sjúklingar eru undirlagðir af draumór- um um takmarkalausa frægð og frama, vald, andríki, fegurð eða um hina fullkomnu ást. Þeir eru haldnir lamandi hugarórum um eigið ágæti, fullirsýndar- mennsku. Þeir krefjast takmarkalausrar athygli og forðast að taka ábyrgð í mann- legum samskiptum, og nota aðra purk- unarlaust til að fullnægja eigin óskum, án þess að skilja eða setja sig inn í tilfinningar þeirra. Þessa sjúklinga kenna geðfræðingar hnyttilega við gríska goðið Narkissos, sem varð ást- fanginn af spegilmynd sinni, er hann leit sig í tærri skógarlind, — hann leið útaf í þessari óhamingjusömu ást og breyttist loks í blóm! En þetta ástand, sem geðlæknarnir kalla „sjúkdóm" hafa aðrir miklu frem- ur talið „tímanna tákn“, — einkenni á menningu okkar og samfélagi. Fegurð- arsamkeppnir, líkamsrækt, matar- og megrunarbrjálæðið, snyrtiæðið o.fl. vísa nokkuð til þess, sem við er átt. Lítið bara í tímaritin, t.d. „Nýtt líf“ og „Lúxus“. Auglýsingatæknin sér svo um að kenna unglingum og fullorðnum hvernig við höndlum fegurðina, heils- una, kynþokkann, spennuna, — í stuttu máli namingjuna. E.t.v. sjáum við hér djarfa fyrir útlínum þeirrar gullinbrúvu, sem gerir kynslóðabilið að öngvu þegar fullorðnir unglingar sameinast í neysl- unni, en gamalt fólk, lasburða, ófrítt og^ bólugrafið er ekki til. Unglingurinn, unglinga- deildin og sveitastjórinn Á unglingsárum er lagður grundvöll- ur að lífsafstöðu flestra manna. Hug- sjónir vakna, venjur og skoðanir mótast. Af því sem þegar hefur verið sagt er ljóst að sterk öfl eru að verki innan og utan unglingsins. Hvað hefur starfsmaður í unglingastarfi KFUM og K fram að færa? Aldrei er maðurinn jafn móttækilegur fyrir varanlegum áhrifum og á unglings- árum. Þess vegna er ábyrgð sveitarstjór- ans mikil. Hann verður að bera fulla virðingu fyrir unglingnum sem með- bróður, viðurkenna og virða skoðanir hans, tilfinningar og þarfir. Þetta getur verið erfitt að tileinka sér, þar sem unglingurinn er oft einkennileg blanda barns og fullorðins. Oft er viðmót unglinga þannig að þeir virðast hrinda þeim frá sér, sem reyna að nálgast þá. En undir skráp mótþróa og hrjúfrar hegð- unar leynist jafnan hróp á samband, skilning og þolinmæði. Það er áberandi í viðtölum við marga unglinga að þeir æskja meiri tengsla við fullorðna, jafn- vel þótt hugmyndir þeirra séu óljósar um hvernig megi „nota“ þá. í þessu held ég að liggi styrkur unglingastarfs félag- anna okkar. Við getum ekki keppt við tækni leiktækjasalanna, glæsileika diskótekanna eða spennu myndband- anna. En við getum boðið unglingum upp á tengsl við lifandi fólk sem lætur sér annt um þá. Leit unglingsins að tilgangi í tilveruna vekur hann til umhugsunar um líf og dauða, gott og illt, ást og hatur, sælu og þjáningu, Guð og djöful. Trúarþröfin breytist. Það hriktir í stoðum átaka- lausrar barnatrúar. í raun sýnast mér spurningar unglingsáranna og leit ungl- ingsins að sjálfum sér vera trúarlegs eðlis, þ.e.a.s. ef við höfum í huga hve gjörtæk trúin er, eins og ég gat um hér að framan. Við trúum því að enginn svali betur þörfum unglingsins fyrir að elska og starfa en Kristur sjálfur, sem þessar þarfir eru skapaðar fyrir. „Fyrir hann og til hans eru allir hlutir gjörðir.“ Þá fyrst finnur unglingurinn tilgang sinn er hann tilheyrir skapara sínum, lifir í samfélagi við hann og tekur þátt í sístæðri sköpun hans í þjónustu við aðra. Hlutverk unglingadeildarstarfs- mannsins er að koma þessum boðskap til skila. Þar er framkoma hans, viðmót og raunar líf hans allt jafnvirkur boð- andi og hið talaða orð. 7

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.