Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 10
Páll postuli hefur lagt áherslu á þá skyldu barna að heiðra foreldra sína bætir hann við „til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni" (Ef.6). Með öðrum orðum: Að hlýðnast for- eldrum þínum verður þér til hjálpar síðar í lífinu. Það er mikilvægur þáttur í því að ná andlegum þroska. Og við getum ef til vill sagt: Þú getur alið foreldra þína upp. Þú getur stuðlað að því að þeir verði eins og þú óskar þér. Pú hefur ef til vill heyrt um mýsnar tvær sem vísindamaður hafði á rann- sóknarstofunni hjá sér. Dag nokkurn sagði önnur þeirra við hina: „Ég held að við séum að ná valdi yfir vísindamannin- um. í hvert sinn sem ég ýti á hnappinn hérna gefur hann okkur mat." Við skulum ræða örlítið um að tala saman. „Mamma mín treystir mér ekki," segir þú. „Nú, hún les í blöðunum og hugsar um alla þá unglinga sem „sniffa" eða nota vímuefni, þá sem stela bílum, þá sem verða áfengi að bráð á unga aldri og þá sem gera svo margt vitlaust." „Veit mamma þín nokkuð um þig og það sem þú gerir?" „Ekki mjög mikið." „Hvers vegna?" „Ég hef eiginlega ekki sagt henni svo mikið frá því." Hvernig geturðu ætlast til þess að foreldrar þínir treysti þér þegar þú bara grettir þig og segir að þeim komi þín mál ekkert við þegar þeir eru að spyrja þig um eitthvað? skynsamlega skýringin hlýtur að vera sú að honum þyki vænt um þig og vilji annast um þig. Það getur vel verið að hann sé ekki sérstaklega snjall að gefa það til kynna að honum þyki vænt um þig, en honum þykir það samt. Hann hefur einungis góð áform. Og hvað með mömmu þína? Það er eins með hana. Opnaðu eldhússkápinn og horfðu á alla diskana og bollana. Hve marga þarf fyrir eina máltíð? Hve marga yfir allan daginn? Hvað eru svo margir dagar í árinu? Hvað hefur þú lifað í mörg ár? Hver er það sem þvær upp? Það er ekki alltaf skemmtilegt. Og hver þvær fötin þín? Þarf ég að segja meira? Foreldrar tníiiir eru hræsnarar Fyrir nokkru sat ég við hliðina á unglingsstrák í gallabuxum í flugvél. Við tókum tal saman og það leið ekki á löngu uns ég skildi að hann var bitur út í föður sinn. Hann hélt því fram að foreldrar hans væru hræsnarar. Hann sagði að foreldrarnir hugsuðu um það eitt að vinna sér inn peninga. Þeir væru fullkomlega á valdi þess eins að afla sér meiri efnislegra gæða. „Hvers vegna flýgur þú með þessari flugvél," spurði ég hann þegar hann hafði lokið sér af. Hann sagði að þetta væri þægilegasti ferðamátinn. Auk þess komst ég að því að faðir hans hafði borgað farmiðann. Vertu svo vænn að tala ekki um foreldra þína sem efnishyggjufólk á meðan þú ert það sjálfur. Notar þú foreldra þína á þennan hátt, sem mottur sem þú getur þurrkað þér á fótunum á eða þræla sem skaffa þér fæði og klæði? Ég reikna alltaf með því að þeir sem ég hitti séu einmana og í 95% tilfella hef ég rétt fyrir mér. Ég geri ráð fyrir að allir séu óöruggir með sig eða finnist sér ógnað á einhvern hátt, svo ég reyni að gera ekkert sem valdi þeim ótta eða angist. Hvernig færi ef þú hugsaðir þannig til foreldra þinna? Hvers vegna segirðu ekki eitthvað vingjarnlegt við þá annað slagið? Hvers vegna kyssirðu mömmu þína ekki ein- hvern daginn þegar hún gerir eitthvað fyrir heimilið t.d. þvær upp. Þú munt komast að raun um að það mun gleðja hana meir en þig grunar. Það verður að leggja eitthvað á sig til að heimilislífið gangi vel. Það gildir ekkert síður um kristin heimili. Minnstu þess að fjölskyldan þín á að vera eftirmynd af fjölskyldu Guðs. Þú veist væntanlega hversu mikilvægt það er að leggja rækt við samfélag þitt við Guð ef þú átt að vaxta og þroskast sem kristinn maður. Hvers vegna leggurðu ekki líka rækt við samband þitt við foreldra þína? Það er erfitt. Það krefst þroska. En það tekst. Og það sem er best af öllu: Þú þarft ekki að yfirgefa matborðið eins oft í reiði og skella hurðum eins oft og áður. Foreldrum mínum þykir ekki vænt um mig Á hverjum morgni þegar ég er í baði tala ég við sjálfan mig. Ég tala um líf mitt og daginn sem er að byrja: „Nú verð ég að fara í vinnuna einu sinni enn, sömu vinnu og undanfarin 17 ár. Þetta er ævilangur dómur og það virðist ekki vera nein leið út. Börnin borða meira, húsaleigan hækkar, því meira sem ég vinn mér inn þeim mun meira hækkar allt. Hjálp!" Þúsundir annarra feðra hugsa á sama veg. Pabbi þinn er ef til vill einn af þeim. Hann berst við að fá endana til að ná saman og að þið fáið það sem þið þarfnist. Hvers vegna gerir hann það? Hann hefði bara getað stungið af frá öllu saman. Hann hefði getað lifað án allra skuldbindinga. í staðinn neitar hann sér um ótal hluti. Hvers vegna gerir hann þetta? Eina 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.