Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1985, Side 11

Bjarmi - 01.05.1985, Side 11
Ólafur Sverrisson, formaður KSS tekinn tali: í tilefni af ári æskunnar fór Bjarmi á stúfana til að kynna sér starfsemi KSS örlítið nánar. Fyrir svörum varð formaður félagsins, Ólafur Sverris- son. — Hvað er KSS? ■— KSS, eða Kristileg skólasamtök, er samfélag kristinna unglinga sem vinn- ur að eflingu og útbreiðslu kristinnar trúar meðal skólafólks. — Hvernig starfa samtökin? — Þau halda vikulega fundi að Amtmannsstíg 2B (húsi KFUM og KFUK sem þau eru í nánum tengslum v>ð). Tilgangur fundanna er að félags- menn og aðrir fundargestir fái að vita meira um þennan Guð og Jesúm Krist sem þeir trúa á eða eru að mynda sér skoöun á. Fræðsla er sem sagt aðal- markmið fundanna, en eins og þeir v>ta sem orð Guðs þekkja, er kristið samfélag meira en fræðsla, það felur h'ka í sér persónuleg samskipti við Guð. Þeim þætti getur félagið ekki s*nnt með vikulegum fundum. Því verða félagsmenn að sinna sjálfir. Hvatningu og leiðsögn þar að lútandi fer fólk á fundunum og svo eru bænastundir einu sinni í viku og biblíuleshópar starfandi. Starf félags- *ns út á við er helst fólgið í kynningu 1 skólum, útgáfu blaðs í tímarita- og Veggspjaldaformi og heimsóknum í KFUM og KFUK deildir. Persónuleg boðun er þó líklega það sem hefur niest að segja og hennar vegna byrja h'ka flestir í félaginu. — Hvað eru margir í KSS? -— Skráðir félagsmenn eru rúmlega 300 en meðal fundarsókn er um það bil 115. — Nú er ár æskunnar. Hcfur KSS hugsað sér að gera eitthvað sérstakt af því tilefni? — Ef mig minnir rétt eru kjörorð a!þjóðaárs æskunnar „þátttaka, þróun, friður.“ Ætli það sé ekki best að svara spurningunni með því að skoða KSS í ljósi þessara kjörorða: „Æskan fynr a) Þátttaka. KSS-ingar eru æskufólk og félagið rekið af þeim sjálfum, en ekki einhverjum „körlum og kerling- um“ úti í bæ. Það eru líka félagsmenn sem sjá um meirihluta þess efnis sem flutt er í félaginu eða á vegum þess. Það má því segja að það sé alltaf ár æskunnar í KSS með tilliti til þátt- töku. b) Þróun. Félagið er ætlað fólki á aldrinum 13 til 20 ára. Þess vegna á sér stað stöðug endurnýjun félags- manna sem hefur óhjákvæmilega í för með sér þróun. Annars er æskufólk ekki þekkt fyrir að hlýða tilmælunum: „Vertu ungur og þegiðu.“ Meðal ungs fólks á sér alltaf stað gagnrýni út á við og inn á við (of sjaldan inn á við?). En við í stjórn KSS erum ekki ánægð með hvernig félaginu tekst að inna hlutverk sitt af hendi. Okkur finnst of margir heltast úr lestinni á árunum 17-20 ára og segja að félagið hafi Rrist" ekkert meira að gefa þeim. Einnig finnst okkur kristindómurinn fá litla kynningu í framhaldsskólum. Til að bæta úr þessu viljum við þrengja aldursbil félagsmanna t.d. í 15 til 20 ára. Ástæður þess eru að 13 ára og 20 ára fólk á fátt sameiginlegt og að KSS er eina kristilega framhaldsskólafé- lagið á íslandi. Það má því ekki bregðast hlutverki sínu. Ekki má þó gleyma 13 og 14 ára hópnum en hann hefur þó æskulýðsfélög kirkjunnar og KFUM og KFUK. Þetta viljum við ræða nánar við KFUM og KFUK. c) Friður. Þar sem tekið er mark á Jesú Kristi er friður, bæði milli Guðs og manna og manna innbyrðis. KSS er til vegna Jesú Krists. Ég spyr sjálfan mig í ljósi þessarar athugunar: Stendur KSS sig á ári æskunnar? — Eitthvað að lokum? — „Æskan fyrir Krist!“ Ólafur Sverrisson, formaður KSS. 11

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.