Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 12
Ágúst Magnússon: Guð bíður eftir þér Agúst Magnússon er 19 ára skrifstofumad- ur hjá Tollstjóranum í Reykjavík Er ég var á mínum yngri árum fór ég á fund í KFUM og þótti mér gaman á honum, en á eftir var mér strítt. Ég var þannig barn að það var auðvelt að stríða mér og þess vegna þótti mörg- um gaman að stríða mér og ég fór ekki oftar á fund vegna hræðslu. Síðan varð ég eldri og ég fór í unglingaflokk í Vatnaskógi tvö sumur. Fyrir um það bil þrem árum frétti ég síðan af KSS og mætti ég á fund í ágústlok. Um það leyti var verið að auglýsa skólamót sem ég fór á. í febrúar á árinu á eftir fór ég síðan að mæta vikulega á fundi og hef gert það síðan. í vetur hef ég svo verið sveitastjóri hjá KFUM í Hæðarseli. Þetta sem ég skrifa hér birtist í tölublaði Bjarma sem er tileinkað ári æskunnar sem er í ár. Ég er kristinn. Er ég eitthvað öðruvísi en aðrir menn? Nei, ég er alveg eins og allir aðrir, ég syndga á róti Guðs vilja rétt eins og aðrir -nn gera. Hvað mátti Jesús þola? 'ið má finna í Jesaja 53,3-5: lann var fyrirlitinn, og menn 'uðust hann, harmkvœlamaður unnugur þjáningum, líkur er menn byrgja fyrir andlit ditinn og vér mátum hann 7i vorar þjáningar voru ann bar, og vor harm- nn á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillœttan, en hann var sœrður vegna vorra synda og kram- inn vegna vorra misgjörða. Hegn- ingin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, ogfyrir hans benjar urðum vér heilbirgðir. “ Guð elskar alla menn, hvernig sem þeir eru. Hann gaf son sinn í dauðann til þess að við mættum fá fyrirgefningu synda okkar. Taktu eftir að hann fórnaði syni sínum fyrir okkur til þess að við gætum lifað. Og þetta vildi hann gera til að fólk tryði á hann og tæki þátt í að kristna alla menn, eins og stendur í Matteus 28, 16-20: „En lœrisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. Par sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: „Earið því og gjörið allarþjóðir að lœrisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðað yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda verald- ar. “ Það er hlutverk okkar að kristna alla menn, við eigum að vera á akrinum og boða heiðingjum hans boðskap. „Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöld- verðar með honum og hann með mér“ (Opinb. 3:20). Guð bíður eftir þér, stendur og bíður og það er sama á hvaða aldri þú ert, hann tekur alltaf við þér. Til þess að hann taki við þér þarft þú aðeins að biðja til hans og biðja hann um að taka við þér. Og það er ekki nóg að gera það einu sinni, þú átt að gera það aftur og aftur. Veist þú hvað Biblían er? Hún er orð Guðs til þín. En taktu nú eftir: Biblían er ekki eins og aðrar bækur, þar sem þú byrjar á að lesa í byrjun bókar. Þú flettir bara upp einhvers- staðar og lest vel og vandlega og best er að biðja til Guðs áður en byrjað er, þá hjálpar hann þér að lesa hana. Já, mundu eftir að nota bænina, til þess er hún, Guð gaf þér hana til þess að þú gætir notað hana. Jesús segir oftar en einu sinni í Biblíunni þessi orð. „Fylg þú mér“: Ég skora á þig að fara að hans orðum og fylgja honum, ef þú hefir ekki gert það þegar. Og taktu eftir þessum orðum sem standa í Jóhannes 3,16 og eru oftast nefnd litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gafson sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft iíf“. Jesús lét lífið á krossi fyrir þig og mig og mundu að naglarnir héldu Jesú ekki á krossinum, heldur ást hans til þín. Guð blessi þig, Agúst Magnússon

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.