Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 14
Litið inn í unglingadeildir KFUM og KFUK í Breiðholti. Jesús og unglingar í Breiðholti Pað er ekki auðvelt fyrir ókunnuga að finna starfsstað KFUM og KFUK í Neðra-Breiðholti. Ómerkt, dökklit- að timburhús, með hlerum fyrir öllum gluggum, gefur litla vísbendingu um að þar fari fram fjölþætt kristilegt æskulýðsstarf. En dyrnar stóðu opnar, þegar Bjarmi var þar á ferð og glaðvær hlátrasköll gáfu til kynna að inni væru hressir unglingar saman- komnir. Auglýsingaspjald í anddyri tók af allan vafa um staðinn, því þar var kynnt KFUK mót, undir yfirskrift- inni: „í fjölskyldu Guðs“. í þessu húsi starfa sjö KFUM og KFUK deildir og þar á meðal eru tvær unglingadeildir, sem ætlunin var að kynnast örlítið nú á ári æskunnar. Fundir, ferðalög og fjár- söfnun Yfir fjörutíu stúlkur á aldrinum 13-16 ára voru mættar á unglingafund KFUK þetta kvöld. Gréta Haralds- dóttir, sem ásamt Maríu Aðalsteins- dóttur veitir deildinni forstöðu, sagði þetta nokkuð venjulega fundarsókn, þó heldur í færra lagi. Sums staðar er unglingastarf KFUM og KFUK sam- eiginlegt, en í Breiðholti hefur gefist best að hafa fundi aðskilda fyrir pilta og stúlkur, þó aðrir þættir starfsins séu sameiginlegir. Fundir unglingadeildar KFUK eru einu sinni í viku. Fundarefni er í umsjá stúlknanna í deildinni og gesta sem fengnir eru í heimsókn. Gestur þetta kvöld var kristniboði frá Ken- ýju, en á fjölritaðri dagskrá mátti sjá að meðal efnis á fundum hefur verið þorravaka með þjóðlegum réttum, árshátíð, leikrit, hárgreiðslukynning, sumarbúðaefni o.fl. Margt er gert utan funda og í vetur hefur borið par hæst undirbúning fyrir hópferð um þrjátíu stúlkna úr Naría Aðalsteinsdóttlr spjallar við hóp ■ unglingadeild KFUK út frá Guðs orði. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.