Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1985, Side 15

Bjarmi - 01.05.1985, Side 15
Stór hluti unglingadeildar KF'UK ■ Maríubakka. KFUM-piltar i Breiðholti skoða blaðið sitt, Geislann. deildinni á norrænt KFUK mót í Danmörku. Utanferð kostar mikið og því hafa stúlkurnar verið kappsamar við að safna í ferðasjóð. Fyrir jólin gengu Þ®r í hús og seldu jólakort og kristi- tegar bækur. Fær hafa einnig safnað auglýsingum í blaðið Geislann, sem deildirnar í Maríubakka gefa út sam- uiginlega. Öðru hvoru sjá þær um uarnaskemmtanir í íélagsheimilinu og t*úa þá til poppkorn heima og selja. hafa þær annast sölu á fermingar- skeytum og haft kökubasar. Fólk í hverfinu hefur sýnt téiags- starfinu mikinn velvilja og sýnt að það er reiðubúið að styðja slíkt starf í verki. Óskars-verdlaunin Hjá unglingadeild KFUM voru um 25 piltar á fundi. f»ar virðast gamlar hefðir í KFUM starfi vera enn í hávegum hafðar. Fundurinn hófst með því að sunginn var æskulýðssálm- ur sr. Friðriks Friðrikssonar, „Hér kemur inn í kvöld, svo kát og röskleg sveinafjöld, með æskuyndi og fjör“. Síðan var bæn og aftur sungið. Prjár silfurlitaðar styttur, sem trjónuðu uppi á ónotuðu hljóðfæri fremst í salnum, virtust draga að sér athygli margra. Brátt kom Hreiðar Örn Stefánsson einn af þremur starfs- mönnum deildarinnar og tilkynnti að þarna ætti að fara fram afhending Óskars-verðlauna fyrir kvikmynda- gerð. Til keppni voru skráðar myndir sem piltar eða starfsmenn úr deildinni höfðu unnið og vöktu þær bæði at- hygli, ánægju og spurningar, því kalla þurfti suma höfunda fram til að út- skýra innihald verka sinna. Að lokum afhenti piltur að nafni Óskar hin eftirsóttu Óskars-verðlaun. Ýmislegt hefur verið á dagskrá funda í vetur, svo sem „áreynsla á toppstykkið“, „skemmtilegir 7. bekkingar,“ Amer- íku- og Afríkufarar í heimsókn, árs- hátíð og reiðhjólaþrautir. Fyrir og eftir fundi er opið hús fyrir leiki, borðtennis, skák o.fl. og sælgæti og gosdrykkir eru seldir til ágóða fyrir starfið. Farið hefur verið í helgarferðir í Kaldársel og að Laugarvatni, þar sem piltarnir hrelldu saklausa heimamenn með því að halda óbeðnir söng- skemmtun, klæddir furðulegum nátt- serkjum. Þeir hafa einnig tekið þátt í íþróttamótum KFUM deilda og stefna nú að því að hópur úr deildinni taki þátt í norrænu drengjamóti KFUM í Vatnaskógi í sumar. Þess má geta að í vetur hefur starfað eldri unglingadeild fyrir þá sem eru yfir 16 ára. Þau mæta Jesú í Breið- holtinu „Við viljum hvetja unglingana til þátttöku og ábyrgðar, en fyrst og fremst til lífs með Kristi“, sagði Helgi Gíslason, forstöðumaður unglinga- deildar KFUM er við ræddum við hann um markmið starfsins. „Boðun Guðs orðs skipar fastar sess á hverjum fundi og Jesús mætir okkur í orði sínu“. Oft er það starfsfólkið í deildunum sem talar út frá Guðs orði, en það hefur unnið að skipulagi boðunar- starfsins í samráði við æskulýðsfull- trúa KFUM og KFUK. Einnig koma gestir með hugleiðingar og vitnis- burði. Góð þátttaka í unglingadeildunum í Breiðholti sýnir að margir eiga þar ánægjulegar og uppbyggilegar stundir. Það er ábyggilega ekki alltaf létt verk fyrir starfsfólk KFUM og KFUK að halda uppi lifandi, kristi- legu unglingastarfi, en sjálft starfið veitir gleði og er mikilvægur þáttur í starfi kristinnar kirkju á íslandi. 15

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.