Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 16
Nýtt félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri vígt Sunnudaginn 17. mars sl. var félags- heimili KFUM og KFUK á Akureyri vígt og tekiö í notkun. Þetta var vissu- lega merkisdagur í sögu félagana og eftirminnilegur. Meira en 30 ára draum- ur var orðinn aö veruleika. Þegar KFUM og K hófu að starfa á Akureyri, fengu félögin aðstöðu í Kristniboðshús- inu Zíon. Það hús á kristniboðsfélag kvenna á Akureyri. í öll þessi ár, hefur Zíon verið miðpunktur starfsins á AkurT eyri. Þar hefur verið gott að vera og starfa. Samvinnan við kristniboðsfé- lagskonur hefur verið svo góð sem hugsast getur. Fyrir það skal þakkað hér og nú, um leið og sú ósk er fram borin að þetta samstarf megi áfram vera náið og gott. En framtíðar takmarkið var að sjálfsögðu eigið húsnæði. Og nú er þessu langþráða takmarki náð. Athöfnin hófst með því að formaður bygginganefndar, Jón Oddgeir Guð- mundsson, bauð gesti velkomna og flutti stutt ávarp. Að því loknu byrjaði Björgvin Jörgensson, formaðurKFUM, samveruna með Guðs orði og bæn. Því næst rakti Jón Oddgeir byggingar- sögu félagsheimilisins og lýsti húsnæð- inu. Þá söng frú Gunnfríður Hreinsdótt- ir nokkur lög. Þá hófst hin eiginlega vígsla meo því að ungmenni, Jón Ágúst Reynisson og Kristín Skúladóttir lásu ritningarvers. Að því loknu tók til máls dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sem vígði félagsheimilið. Að vígslu lokinni var sunginn vígslusöngur, sem Lilja Kristjánsdóttir hafði ort sérstaklega, við lag eftir Jón Viðar Guðlaugsson. Þá tók sr. JónasGíslason,formaðurLands- sambands KFUM og KFUK til máls og flutti kveðjur og árnaðaróskir. Gunn- fríður Hreiðarsdóttir söng aftur nokkur lög, en síðan flutti sr. Páli Matthíasson sóknarprestur í Glerárprestakalli, ávarp. Fjölmargir gestir voru við athöfnina og fluttu þeir kveðjur. Má þar nefna framkvæmdastjóra félagsheimilasjóðs, Reyni Karlsson, æskulýðsfulltrúa Akur- eyrar, Hermann Sigtryggsson, formann KFUM á Akranesi, Jóhannes Ingi- bjartsson. Auk þess tóku til máls fulltrú- ar Hjálpræðishersins, Hvítasunnusafn- aðarins, Sjónarhæðarsafnaðarins og Kristniboðssambandsins. Eftir ávörp og kveðjur gesta var sunginn söngur, „í öllum löndum lið sig býr", og síðan flutti Þórey Sigurðardóttir, formaður KFUK, bæn. Sigurbjörn Einarsson, biskup flutti Drottinlega blessun og að lokum var sungið „Son Guðs ertu með sanni". Að sjálfsögðu var mikill al- mennur söngur milli atriða. Yfir 160 manns voru við vígsluna og var öllum boðið upp á kaffi að vígslu lokinni, sem flestir þáðu. Eins og að framan sagði, var hér að rætast áratugalangur draumur. Það var þó ekki fyrr en árið 1977, sem eitthvað fór að gerast. Það ár lést Kolbrún Hallgrímsdóttir. Hún hafði ánafnað KFUM og K litla íbúð sem hún átti. Sú íbúð var seld og nægði andvirði hennar til fyrstu greiðslu á núverandi húsnæði. Það var ljóst frá upphafi, að lagt var á mikinn bratta hvað þessa húsbyggingu snerti. Fámenn og fjárhagslega van- megnug félög gætu naumast staðið í svona stórræðum. Yrðu allir að standa saman og leggja töluvert á sig, ef þetta ætti að takast. Hitt var líka ljóst, að ef þetta reyndist okkur fjárhagslega of- viða, þá yrði auðvelt að selja húsnæðið. Það var því allt að vinna en engu að tapa. Með hjálp Guðs blessaðist þetta allt. Dugnaður og fórfýsi félagsmanna var mikil og stöndum við í þakkarskuld við marga aðila, utan félags og innan, sem hafa lagt mikið á sig til þess að þetta mætti takast. Mannlega talað eru pen- ingar afl þeirra hluta, sem gera skal. Og hér þurfti að sjálfsögðu peninga. Þeirra var aflað með ýmsu móti. Mest munar um útgáfu auglýsingablaðs, „Logans". Hann hefur komið út 5 sinnum og 6. blaðið er á leiðinni. Þá má nefna sölu á veggplattanum með „Faðir vor", sem gaf einnig góðar tekjur. Þá hafa verið iialdnir jólamarkaðir, gefin út jólakort, haldnar kaffisölur, hlutaveltur og munasölur. Unglingarnir hafa verið með barnagæslu til ágóða fyrir bygging- una að ógleymdu framlagi félagsfólks, sem vissulega hefur munað um. En afl

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.