Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1985, Page 18

Bjarmi - 01.05.1985, Page 18
Jónas Qíslason, formaður Landssambands KFUM og KFUK: n STAÐA KFUM OG K ÍSLANDI Ávarp flutt við vígslu félagshúss KFUM og K á Akureyri 17. mars 1985 i. Það var síðla kvölds á dimmu nóv- emberkvöldi; miðaldra maður sat við skrifborð og ritaði bréf í flýti; bréfsupp- hafið sýnir það glöggt: „Nú er jeg var að enda við að skrifa með skipinu, þá datt mjer í hug að hripa yður í flýti þessar Iínur.“ Bréfið var þó eflaust ekki ritað umhugsunarlaust; bréfritari hafði hugs- að um efni þess um nokkurt skeið, þótt þarna kæmist ritun þess fyrst í verk. Og bréfið hafði mikil áhrif á viðtak- anda þess; ungur stúdent úti í Kaup- mannahöfn brást hinn versti við lestur þess, henti því út í horn og sagði: „Það skal þó aldrei verða.“ Hann komst í mikla geðshræringu og gat ekki losnað undan áhrifum bréfsins; í heila viku barðist hann við efasemdir og bað ákaft til Guðs um leiðsögn; hvað átti hann að gjöra? Að viku liðinni tók hann bréfið aftur fram og las það enn einu sinni; honum varð litið á dagsetningu þess og brá heldur í brún: bréfið var dagsett 30. nóvember 1895. Þá rifjaðist allt upp fyrir honum. Ungi stúdentinn hafði átt í mikilli baráttu þetta haust; námið gekk ekki sem skyldi. Hann hafði kynnzt æskulýðsstarfi, sem tók hug hans allan; hann hafði notað mikinn tíma til starfs meðal ungra drengja; það gekk út yfir nám hans. Honum varð ljóst, að hann væri ekki maður til þess að sinna hvoru tveggju; annaðhvort varð að víkja, en hvort? Erfið barátta hófst í sál hans; hann bað mikið til Guðs um leiðsögn, en óróleikinn hvarf ekki. Hann lýsir þessu þannig: „Svo leið fram til 30. nóvember. Þá náði þetta sálarástand hámarki sínu. Það kvöld lokaði jeg mig inni og ákallaði Guð „úr djúpinu“ og bað hann um upplýsingu yfir þann veg, er hann vildi að jeg skyldi ganga. Jeg opnaði alla sál mína fyrir honum, og bað svo um að hans vilji mætti verða, hvort sem hann fjelli saman við minn vilja eða ekki; bað hann að gefa mjer eitthvert teikn eða upplýsingu um sinn vilja, sem væri svo ljós að það væri ómögulegt fyrir mig að villast; jeg tiltók ekkert um teiknið, því það áleit jeg ekki sæma, heldur hitt, að það kæmi alveg ótvírætt, hvort hann vildi að jeg skyldi helga mig algerlega málefni hinna ungu eða rífa mig lausan frá því og taka aptur með fullum krapti á náminu. Jeg held jeg hafi þannig talað viþ Guð í heila tvo tíma frá kl. hjer um bil 9 til kl. 11. Þá steig allt í einu friður yfir sál mína og jeg fjekk innri sannfær- ingu um að bæn mín væri heyrð og jeg fengi svar, en hvernig eða hvenær, það var jeg ekki einu sinni forvitinn um að vita. Jeg var alveg orðinn rólegur og ásetti mjer að bíða Drottins tíma, og lagði allt í hans hönd.“ Hér hafoi Guð heyrt brennandi bænir unga stúdentsins; þessi bréfritun hafði ekki verið tilviljun háð; við sjáum hönd Guðs að verki. Ætli við höfum í annan tíma haft meiri ástæðu til þess að þakka Guði fyrir, að nám ungs stúdents rann út í sandinn? Þannig kallaði Guð Friðrik Friðriks- son til starfa fyrir íslenzkan æskulýð; þess vegna voru KFUM & K stofnuð á íslandi. Það var rétt, sem Þórhallur Bjarnason lektor Prestaskólans og síðar biskup hafði ritað í bréfi sínu, að íslenzkir drengir stæðu nær honum en danskir. Ákvörðunin um heimför var erfið, því að margt tengdi Friðrik fast við hið blómlega starf úti í Kaupmann- ahöfn, en hann var köllun sinni trúr, Guði sé lof. II Hvernig var ástatt í trúarlegum efnum í Reykjavík á þessum árum? bein guðsafneitun vaxandi og kirkjan varð sífellt fyrir harðari árásum and- stæðinga sinna. Vafalítið má telja, að Þórhallur lektor hafi haft þessar aðstæður í huga, er hann ritaði bréf sitt. KFUM varð raun- verulega æskulýðsstarf íslenzku þjóð- kirkjunnar þegar við stofnun félagsins; sést það berlega á samsetningu fyrstu stjórnarinnar, sem félaginu var sett 1902; þar sátu biskup íslands, dóm- kirkjupresturinn, tveir kennarar Presta- skólans, sem báðir áttu eftir að setjast á biskupsstól, og borgarstjórinn í Reykja- vík! Þótt endanleg úttekt hafi enn ekki farið fram á starfi KFUM fyrstu áratug- ina, virðist hiklaust mega telja, að starf þess hafi átt verulegan þátt í því að varðveita og efla stöðu evangelísk-lút- ersku þjóðkirkjunnar á íslandi á þessum örlagaríku tímum. Þetta hefur verið viðurkennt af ýmsum; nægir hér að minna á ummæli Jóns Helgasonar biskups í bók, er út kom á dönsku 1922 um sögu íslenzku kirkjunnar; þar kemst hann svo að orði um starf Friðriks Friðrikssonar á íslandi og gildi þess fyrir íslenzku kirkjuna: „Hinir fögru ávextir af óþreytandi og fórnfúsu starfi hans eru áreiðanlega meðal hins gleðilegasta og vonarríkasta starfs innan íslenzku kirkjunnar sein- asta mannsaldur. III KFUM & K hafa þannig frá upphafi !• lagt áherzlu á að starfa á kenninga- grundvelli íslenzku þjóðkirkjunnar og styðja hana og efla á allan hátt. Og saga þessara félaga sýnir einnig glöggt, að félögin slógu skjaldborg um þennan kenningagrundvöll kirkjunnar, þegar ýmsum af leiðtogum hennar sýndist um skeið betur fara að breyta sumu í þessum grundvelli; þá urðu oft átök um 18

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.