Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Síða 19

Bjarmi - 01.05.1985, Síða 19
hinn rétta grundvöll og hina réttu kenn- ingu. Guði sé lof fyrir, að sú barátta bar árangur íslenzku kirkjunni til heilla og blessunar; þar áttu félögin samstöðu með öllum þeim, sem vildu standa trúan vörð um hina biblíulegu kenningu. Þar var mikið los í málefnum kirkj- unnar. íslendingar höfðu fengið trú- frelsi með stjórnarskránni 1874; nýjar kirkjudeildir námu land um og eftir 1890 og vakti starf ýmissa þeirra mikla uthygli. Nokkrum árum áður hafði haf- ■zt fríkirkjuhreyfing á nokkrum stöðum a landinu og mikils óróa gætti einnig í þeim efnum í Reykjavík. Auk þessa fór IV Mér þótti vel viðeigandi að rifja þetta upp hér á hátíðastund í starfi KFUM & K á Akureyri, þegar nýtt félagshús er tekið í notkun; það er biblíulegt að líta um öxl og minnast leiðtoganna eins og segir í Hebr. 13:7: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra.“ Þess vegna hef ég kosið að rifja þetta upp í dag. Við trúum því, að Guð hafi kallað síra Friðrik til starfa meðal 'slenzkrar æsku; við trúum því, að þetta starf eigi enn fullan tilverurétt, svo lengi sem Guð getur notað það til blessunar þjóð og kirkju; við trúum því, að Guð hafi kallað okkur til starfa. Gætum þess að hafa trú og starf frumleiðtoganna ætíð í minni, gætum þess að standa rótfestir eins og þeir á grundvelli Guðs orðs; megi allt starf hér 'nnan dyra vera undir þessu merki: að boða Jesúm Krist. Stjórn Landssambands KFUM & K fannst vel viðeigandi að heiðra félögin hér á Akureyri með því að gefa hingað 10 eintök af nýrri útgáfu Nýja testa- u^entisins, sem stöðugt verði geymd hér 1 húsinu og tiltæk, þegar hér fer fram Iræðsla í orði Guðs. Megi enn gilda um starfið hér orð Jóns biskups Helgasonar, að „hinir fögru ávextir af óþreytandi starfi“ verði „meðal hins gleðilegasta og vonarríkasta starfs innan íslenzku kirkj- unnar.“ Blessun Guðs vaki yfir öllu starfi, Sern hér verður unnið; megi það allt fiða að því að leiða menn, karla og h°nur, og ekki sízt uppvaxandi æskulýð bl staðfastrar trúar á frelsarann, Drott- 'n Jesúm Krist. Hjartanlegar hamingjuóskir með Oaginn. SÍK — Vorátak — 1985 Kæru lesendur! Reikningar Sambands ísl. kristniboðsfélaga fyrir árið 1984 liggja nú fyrir. Þar kemur fram, að gjöld umfram tekjur það ár hafa orðið 760 þús. kr. Er þetta fjórða árið í röð, sem kemur út með rekstrarhalla og er nú svo komið að allir varasjóðir eru upp urnir. Fjárhagsáætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir gjöldum að upphæð 4,5 milljónir króna, en gjafir á si. ári voru 3,0 milljónir kr. Til þess að geta á þessu ári haldið uppi eðlilegu starfi og staðið við þær skuldbindingar, sem SÍK hefur tekið á sig, þurfa tekjur því að aukast verulega. Þar sem tekjur SÍK eru eingöngu gjafir frá kristniboðsvinum, vill stjórn SÍK nú hvetja til vorátaks og sendir í því sambandi gíróseðil með þessu eintaki „Bjarma“. Hvetur stjórnin alla, sem unna starfinu í Eþíópíu og Kenýu að bregðast nú fljótt við og senda inn gíróseðilinn með vorgjöf sinni til kristniboðsins. — Verum minnug orða postulans í 2. Kor. 9.: „En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og rtflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. Guð er þess megnugur, að veita yður allar góðar gjafir rlkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks. Eins og ritað er: Hann miðlaði mildilega, gafhinum snauðu, réttlœti hans varir að eilífu Þegar menn sjá, hvers eðlis þessi þjónusta er, munu þeir lofa Guð fyrir að þér haldið játningu yðar við fagnaðarerindi Krists og geftð með yður af örlœti, bœði þeim og öllum. Og þeir munu biðja fyrir yður og þrá yður vegna yfirgnœfanlegrar náðar Guðs við yður. Þökk sé Guði fyrir sína óumrœðilegu gjöf. “ Stjórn SÍK Morrænt stúdentamót á íslandi Dagana 5. til 11. ágúst halda norrænu kristilegu stúdentafélögin árlegt mót sitt í Reykjavík. Hefur KSH haft veg og vanda af skipulagningu mótsins ásamt systurfélögunum. Efni mótsins er „Kristur og vandi okkar“ og verður fjallað um ýmsan þann vanda er steðjar að þjóðfélögum og einstaklingum og vanda trúarlífsins. Mótið verður haldið í íþróttahúsi Hagaskóla og verður erlendum gestum útveguð gisting í nálægum skólum. Fyrsta samkoman verður kl. 17.15 mánudaginn 5. ágúst, sem er frídagur verslunarmanna. Síðan verða kvöldsamkomur alla vikuna og lýkur mótinu á sunnudag kl. 13.30 með guðsþjónustu. Kiblíulestrar eru frá þriðjudegi til laugardags kl. 9.45 nema á fimmtudeg- inum, þá verður haldið í ferð austur fyrir Fjall. Umræðuhópar starfa síðan tvo eftirmiðdaga, föstudag og laugardag kl. 16.30. Geta þátttakendur þar valið um fjögur aðalefni, hlýtt á inngangserindi um þau og tekið þátt í umræðum. Ástæða er til að hvetja lesendur Bjarma sem áhuga hafa á mótinu að fylgjast með undirbúningi þess og sækja það. Til að auðvclda skipulagningu er gert ráð fyrir að íslendingar tilkynni þátttöku sína til KSH á Freyjugötu 27 fyrir 10. júní. Þátttökugjald er kr. 900 og geta menn fengið keuptar einstakar máltíðir meðan á mótinu stendur og þurfí íslendingar á gistingu að halda í Reykjavík mótsdagana verður reynt að útvega hana. 19

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.