Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 20
 BREF/f 0=0 Kristniboðarnir skrifa: vw Áhiifamikil heimsókn Nikil þörf á fræðslu Ég hef farið nokkrar ferðir út í hérað að undanförnu, mest dagsferð- ir, en ráðgeri 2-3ja daga ferðir á næstunni. Eins höfum við Elsa (hjúkr- unarkonan) verið allvíða, hún til að bólusetja og ég til að hafa guðræknis- stund með fólkinu. Þá náum við til margra sem aldrei hafa heyrt fagnað- arerindið fyrr. Alls staðar standa dyr opnar upp á gátt. Verkefnin virðast óteljandi og vandasamt að ákveða forgangsröðina. Héraðið er ungt í kristilegu tilliti og þarf fólk mikillar fræðslu við til að rótfestast í trúnni. Eekking á orði Guðs er víða lítil og margir kunna heldur ekki að lesa, enda amhariskan, sem Biblían þeirra er rituð á, ýmsum fjötur um fót. Okkur virðist því mikilvægt að reyna að ala upp leiðtoga og byggja upp kerfisbundna trú- frœðslu, sem þeir geti haldið áfram með, jafnvel þó kristniboðarnir yrðu kallaðir héðan frá Eþíópíu. Nú er vegurinn hingað til Sollamó loks fullgerður alla leið til bæjarins. Menn vænta margra nýjunga og góðra hluta í tengslum við hann, en þó er hætt við að dýrtíðin vaxi um leið og kaupmenn koma á bílum og kaupa upp ódýrt kornið og koma í staðinn með dýran verslunarvarning frá Dilla. Verðið er þegar byrjað að hækka. Við höfum heyrt að sums staðar hér í Sidamofylki geisi kólerufaraldur, en vonum að hann berist ekki hingað. Slíkur faraldur berst oft hratt út, enda smit einkum með drykkjarvatni og mat, og hér sjóða fáir vatn. Ekki alls fyrir löngu komu hingað menn frá Awasa til að íhuga aðgerðir við vatns- bólin, svo unnt sé að verja uppsprett- urnar. Til þess þarf kunnáttufólk og peninga. Verður reynt að steypa yfir- byggingu með einföldum hætti og staðarmönnum sjálfum kennt til verka, svo að þeir geti unnið að þessu með takmarkaðri leiðsögn. Á þann veg verður verkefnið ódýrara. Ráðherrar á moldargólfl Nýlega fengum við bréffrá Marie, sem flutt var héðan til Konsó. Þar skýrir hún dálítið frá hjálparstarfinu í Konsó og atburðum þar. Segir hún að það sé aðallega rekið í Kolme og Doha, Abba Roba og Kachille. Fyrir skömmu fengu þau heimsókn af norskum ráðherra, sem hefur með hjálp til þróunarlanda að gera, frú Reidun Brusletten. Ferðaðist hún um þurrkasvæðin og kynnti sér hjálpar- starfið og kom m.a. til Konsó. Þar sem um opinbera heimsókn var að ræða hafði hún fylgdarlið, norska fréttamenn, eþíópska fyrirmenn o.s.frv. í þessum hópi var sjálfur utanríkisráðherra Eþíópíu, formaður kommúnistaflokksins í Arba Minch og flokksleiðtoginn í Konsó. Með í förinni var líka Bernt Lindtjörn, læknir, sem hefur komið hjálparstarf- inu í Konsó af stað, og aðalritari Hjálparstofnunar kirkjunnar í Nor- egi. Hafði heimsókn þessi mikil áhrif og virtust allir hugfangnir af þessum norska ráðherra og mannúðlegri framkomu hennar. Áðurnefnt fylgdarlið ásamt forseta sýnódunnar, Alemú Shetta, og frú fóru í kynnisferð um Konsó. Var fyrst farið til kirkju í Fasha og þar sátu flokksleiðtogarnir og utanríkisráð- herrann á moldargólfinu ásamt norska ráðherranum og hinum og hlýddu messu! Barrisha Húnde var að sjálfsögðu með í þessum ferðum. Söfnuðurinn söng, kórinn söng og jóðlaði og barði trumbur og lék á „gosflöskutappa hljóðfæri“, og norski ráðherrann hafði viknað af hrifningu. Sjálf er hún persónulega kristin. Hún var því sífellt með í huga að skapa ekki vandamál fyrir hina kristnu og reyna, ef mögulegt væri, að létta kjör þeirra. Eftir að hafa séð hjálparstarfs-miðstöðvarnar var boð- ið til matar hjá Bernt lækni í húsi \ Jónasar og þeirra (en þau voru ekki heima). Þar hélt norski ráðherrann ræðu, flutti eiginlega vitnisburð og talaði um samfélagið sem hún ætti við innfædda kristna menn og við kristni- boðana og minntist á Ijósið í hjörtum þeirra, að hún væri snortin yfir trúar- gleði þeirra. Og allir hlýddu á hana með athygli. Frá Bernt hafði hún heyrt að Barr- isha og aðrir hefðu setið í fangelsi vegna trúar sinnar, og eins vissi hún um bréfið, er fyrrum var sent út, um bann við ferðum predikara í héraðinu og aðrar hömlur, sem reyndar hafði verið hert á nýlega. Eftir þessa helgi létu flokksleið- togarnir í Konsó þau orð falla, að fyrst æðstu leiðtogar landsins vildu ekki leggja neinar hömlur á starf hinna kristnu, þá hefðu þeir ekki neina ástæðu til að gera það. Síðan voru nokkrir öldungar er höfðu setið inni fyrir trú sína, bæði í Gídole og Konsó, látnir lausir. Barrisha ætlar að ganga á lagið og vita hve djúprist áhrif þessi heimsókn hefur haft og hefur verið mikið á ferðinni úti í héraði eftir þetta. Guðlaugur Gunnarsson 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.