Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1985, Side 21

Bjarmi - 01.05.1985, Side 21
Kristniboðarnir skrifa: Tveir ársfundir Opið og lokað Norska lútherska kristniboðssam- ^andið ásamt samstarfsfélögum héldu kristniboðsráðstefnu í Awasa dagana '0.-16. janúar. Yfir 100 kristniboðar Irá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Faereyjum og íslandi voru þar saman komnir til skrafs og ráðagerða um stafið og til að eiga uppbyggilegar samverustundir um Guðs orð. Hins og vant er voru fluttar skýrslur Há starfinu á starfssvæðum suður-sýn- ódunnar í fylkjunum Sidamó og Gamú 9°fa. Það kom fram að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika ber starfið ávöxt Guði 01 dýrðar. í Sídamó gengur starfið víðast hvar ^Jög vel. Nokkrar kirkjur eru þó 'okaðar á svæðinu fyrir sunnan Dilla. Hirðingaþjóðflokkurinn í Bórana Oéraði virðist nú eiga vitjunartíma. 'Hargir þar gefa nú gaum að Guðs °tði og kristniboðar hafa tekið til starfa á tveimur nýjum stöðum á hinni v*ðáttumiklu Bóranasléttu, þ.e. í Ar- ®ro í Austur-Bórana og Teltelli sem Oggur fyrir sunnan Konsó. * Gamú Gofa á starfið í meiri erfiðleikum og margar hindranir hafa Þrátt fyrir ýmsa erflðleika í Eþíópíu ber starflð ávöxt Guði til dvrðar. verið lagðar í veginn fyrir starfsemi kirkjunnar. í Gídole og Arba Minch hafa margar kirkjur verið lokaðar allt árið. Það kom einnig fram að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í starfinu eru það forréttindi að fá að boða Guðs orð í Eþíópíu í dag. Ennþá eru dyrnar víðast hvar opnar og starfsmögu- leikarnir margir. Það er skylda okkar að ganga inn í þessi verkefni meðan enn heitir dagur. Kristniboðarnir í Eþíópíu senda kristniboðsvinum bestu kveðjur og þakkir fyrir samstarf og fyrirbænir á síðastliðnu ári. Nýr forseti Aðalfundur Mekane Jesús kirkjunnar (Iúthersku kirkjunnar í Eþíópíu) var haldinn í lok janúar í Addis Abeba. Að þessu sinni gekk nokkuð vel að fá leyfi yfirvalda fyrir fundinum. Fundurinn varvel undirbú- inn og áhersla lögð á uppbyggilegar samverustundir á milli almennra aðal- fundarmála. Það hörmulega gerðist svo á öðrum degi fundarins að starfandi fram- kvæmdastjóri kirkjunnar, Bulte, var myrtur af fyrrverandi gjaldkera, en sá hafði dregið sér fé úr sjóðum kirkjunnar. Kona Bulte var norskur læknir. Á aðalfundinum var kosinn nýr forseti kirkjunnar. Dr. Immanúel Abraham hefur gengt því embætti í fjöldamörg ár, en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Sá sem varð fyrir valinu heitir Fransis Stefanos, ungur maður frá suður-sýnódunni. Þetta er í fyrsta skipti sem maður héðan úr suður-sýnódunni er valinn í þetta embætti. Fransis Stefanos er ungur maður, sem hefur fengið ábyrgðarmikið og erfitt hlutverk. Kristniboðsvinir eru beðnir að minn- ast hans í bænum sínum. Jónas Pórísson Skúli fer ekki til Konsó Eins og fram kom í fyrsta töiu- blaði Bjarma á þessu ári var gert ráð fyrir að Skúli Svavarsson kristniboði færi fljótlega til Eþíóp- íu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar til að leggja lið í hjálpar- starfi í Konsó vegna hungursneyð- arinnar. í apríl var Skúli ekki enn farinn og hafði blaðið þá samband við hann og spurði hvað ylli þessari töf. íslendingarnir sem fóru til Eþí- ópíu í vetur fengu starfsleyfi í landinu sem fulltrúar útlendrar hjálparstofnunar, þ.e. Hjálpar- stofnunar ísl. kirkjunnar, til að starfa í mið- og norðurhluta landsins. Haraldur Ólafsson í Addis Abe- ba lagði hins vegar áherslu á að Skúli Svavarsson kæmi til Eþíópíu sem starfsmaður lúthersku kirkj- unnar í Eþíópíu, Mekane Jesús, enda væri unnið að hjálparstarfinu í Suður-Eþíópíu á hennar vegum og mundi hún þá sækja um starfs- leyfi fyrir Skúla. Þetta leyfi hefur ekki enn verið veitt. Helst virðast málin stranda á því að ráðuneyti herstjórnarinnar sem sinnir hjálparstarfinu krefst þess í sambandi við umsókn Skúla að kirkjan undirriti yfirlýsingu sem felur raunverulega í sér að staða kirkjunnar sé eins og um útlenda stofnun væri að ræða. Þetta vilja forráðamenn kirkjunnar að sjálf- sögðu ekki sætta sig við enda er Mekane Jesús lögskráð kirkja í landinu. Vegna þessa ágreinings milli yfirvalda og kirkjunnar verð- ur ekki úr því að Skúli fari til Konsó. Skúli lagði áherslu á það við Bjartna að kristniboðarnir í Konsó veittu mikla hjálp í hungursneyð- inni ásamt norskum kristniboðum sem voru fluttir frá öðrum stöðv- um til þess að létta neyðinni þar syðra. 21

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.