Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 22
Voxtur þrátt fyrir erfiðleika Ársskýrsla frá starfinu í Konsó 1984 „Betra er að leita hœlis hjá Drottni en að treysta mönnum" (Sálm. 118,8). Síðastliðið ár hefur á margan hátt verið erfitt starfsár fyrir söfnuðinn í Konsó. í byrjun ársins komu hingað þrír fulltrúar stjórnmálaráðsins til að undirbúa stofnun nýs verkamanna- flokks Eþíópíu. Þessir menn tóku hér öll völd og byrjuðu strax að fetta fingur út í starfsemi kirkjunnar. Með munnlegum aðvörunum var ferða- frelsi prestanna og predikaranna tak- markað. í lok ársins sendu svo yfirvöldin bréf til allra bændafélaga í Konsó, þar sem þeim var gert skylt að handtaka alla þá sem komu út í þorpin til að hafa fundi og samkomur. í nóvember voru svo tveir af öldungum í Kolme handteknir og kirkjan þar gerð að korngeymslu. (Kornið sem þar er geymt er gjöf frá Hjálparstofnun kirkjunnar í Noregi). Hungursneyð herjar einnig hér í Konsó, sem og á mörgum öðrum stöðum í landinu. Haustrigningin brást að mestu og uppskeran varð lítil sem engin. Margir hafa því liðið alvarlegan skort síðustu mánuði. Hjálparstarfið er nú komið í gang en það tók langan tíma. Kirkjan hefur verið beðin að koma á fót fimm matarstöðvum fyrir þau börn sem verst eru á sig komin. Það mun verða gert fljótlega ef nægur matur fæst. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur safnaðarstarfið víðast hvar gengið vel. Reglulegar sunnudagssamkomur eru í flestum kirkjunum. Kvenna- og unglingastarf gengur einnig nokkuð vel og skírnarnámskeið eru haldin. Erfiðleikar sl. árs hafa þjappað þeim kristnu saman og safnaðaröldungarnir hafa sýnt mikla ábyrgð og dugnað. Alls hafa 642 manns bæst í söfnuðinn þetta árið, þar af 215 fullorðnir og 427 börn. Starfsemin hér á kristniboðsstöð- 22 inni er í föstum skorðum og gengur vel. Sunnudagssamkomurnar eru nokkuð vel sóttar, og einu sinni í mánuði er kirkjan þétt setin, en þá kemur fólk hingað frá nálægum kirkj- um á mánaðarsamkomur. Á þriðjudagskvöldum eru eins og fyrri ár æskulýðssamkomur. Þær eru vel sóttar af heimavistarnemendum og öðrum. í haust byrjuðum við kristniboðarn- ir hér með Biblíulestrarhóp fyrir heimavistarstúlkurnar á mánudags- kvöldum. Þær hafa komið trúfastlega og hefur það verið mikil uppörvun að sjá áhuga þeirra og löngun eftir að fræðast í Guðs orði. Barnaskólinn hefur nú 230 nem- endur og gengur skólastarfið vel. Adane Asfaw er ennþá skólastjóri. Á sjúkraskýlinu hefur verið nóg að gera. Yfir 36 þús. sjúklingar komu þangað á sl. ári. Auk þess hafa um 400 börn komið í viku hverri og fengið hjálp vegna hungursneyðarinnar. Safnaðarstarfið i Konsó gekk víðast hvar vel á árinu 1984, þrátt fyrir ýmsa crflðleika. í Voitó hefur starfinu verið haldið áfram þrátt fyrir að fólkið þar hefur átt í miklum erfiðleikum vegna þurrk- anna. Það eru mikil gleðitíðindi að nú virðist sem Guðs orð sé farið að spíra í hjörtum Tsemaifólksins. Fyrsta skírnarnámskeiðið er byrjað með þremur nemendum og fleiri hafa lýst því yfir að þeir vilji fræðast meira í Guðs orði. Tölur 1984 Kirkjan Söfnuðir 68 Samkomustaðir 30 Prestar 4 Predikarar 6 Nýir safnaðarmenn 642 þar af fullorðnir 215 og börn 427 Fermdir á árinu 56 Safnaðarmenn 11235 Sunnudagaskólar 50 Kvenfélög 50 Æskulýðsfélög 56 Gjafir til starfsins birr 6.015 þ.e. í isl. kr. 120.000 Bamaskólinn Nemendur 230 Kennarar 7 Heimavistarnemendur 75 Sjúkraskýlið Sjúklingar 36412 Legusjúklingar 893 Fæðingar 97 Kæru kristniboðsvinir. Guð hefur gefið okkur enn eitt starfsár hér í Konsó og þrátt fyrir erfiðleika hefur starfið borið árangur. Fyrir það skul- um við þakka Drottni. Hann er góður sem hefur borið okkur dag eftir dag á náðarörmum sínum. Þjónum honum með gleði á nýja árinu. Fyrir hönd kristniboðanna í Konsó Jónas Þórisson ^

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.