Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 23
Frá kristniboðsráðstefnu í Danmörku: Hvern á ég að senda? Hver vill vera eríndrekí vor? Dagana 7.-10. mars sl. var haldin kristniboðsráðstefna í Danmörku, undir yfirskriftinni „Jesus den eneste" eöa „Aðeins Jesús". Ráðstefnustaður var á Norður-Jótlandi, í ákaflega friðsælu og fallegu umhverfi. Hún var haldin á vegum kristilegu stúdentafé- laganna á Norðurlöndum. Þátttak- endur voru um 90 talsins, flestir milli 20 og 25 ára. Frá KSF á íslandi vorum yið tvær, Jóhanna Guðjónsdóttir og undirrituð. Markmið ráðstefnunnar yar fyrst og fremst að efla kristniboðs- ahuga innan stúdentahreyfingarinnar, bæði með fréttum af kristniboði í ýrnsum löndum og með íhugun á orði Guðs. (Aðallega Jes. 44:6-28). Ýmsir kristniboðar, sem starfað höfðu víða um heim, sögðu frá kristniboði í viðkomandi löndum. Þeirra á meðal voru Odd Bondevik (N), sem sagði frá starfinu í Japan, Gunnleik Seier- stad (N), er talaði um kristniboð í Equador, Bodil og Jens A. Skj0tt (D), kristniboðar meðal frumbyggja í Líberíu og Malcolm Lewthwaite (N- ^jál.)^ sem starfar meðal stúdenta í "arís. Öll sögðu þau frá misjafnri reynslu sinni úti á kristniboðsakrin- um, bæði basli og handleiðslu Guðs, yonbrigðum og velgengni. Það var akaflega dýrmætt að fá svo skýra innsýn í fjölbreytilegt líf kristniboð- a°s, einkum þar sem margir þátttak- endanna voru að glíma við sitt eigið kristniboðskall. Mikil áhersla var lögð a Það að menn ættu ekki að stara sig blinda á lokaðar dyr, heldur fara inn um þær opnu, og finna leiðir gegnum Pær lokuðu. Sums staðar eru lönd að opnast en annars staðar að lokast. Eftirtalin lönd og álfur voru nefnd sérstaklega: Kína er að opnast. S-Kór- ea, þar er stöðug vakning. Eþíópía, þar vex kirkjan þrátt fyrir ofsóknir. S-Ameríka er að opnast. í Evrópu og N-Ameríku er hins vegar talið að afkristnun nemi um 7500 sálum á dag. Páls postula beið stórt verkefni, er hann hóf heiðingjatrúboð. Heimurinn var stór þá, — nú er hann enn stærri. Mannkyni fjölgar um 300 þúsundir á dag, en aðeins lítið brot þeirra fæðist inn í kristið samfélag. í þróunar- löndunum eru um 40% íbúanna undir 15 ára aldri. Þar eru menntamál í örri þróun, og háskólaborgurum fjölgar. Alþjóðlega stúdentahreyfingin (IFES), leggur þunga áherslu á kristniboð í háskólum þriðja heims- ins, að boða Krist innan um þá kenningarvinda marxisma, búddisma, hindúsima og annarra „isma", sem þar blása. Og Guð gefur ávöxtinn, um það er ekki að villast, starfið hefur þegar borið mikinn ávöxt, svo mikinn, að stúdentar þaðan hafa sumir hverjir gerst kristniboðar í Evrópu. Það er uggvænlegt að þess þurfi í okkar „rótgrónu, kristnu þjóðfélögum". Verkefnin eru svo sannarlega mörg, en fáum við kristnir menn einhverju áorkað innan um þennan fjölda meðbræðra? Jesús segir: „Farið og gerið allar þjóðir að mínum læri- sveinum". Hann hefði aldrei falið okkur vonlaust verkefni: „Sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar". (Matt. 28:19-20). Jesús nefnir „allar þjóðir". í raun er allt mannkyn aðeins tvær þjóðir frammi fyrir Guði: Þeir sem frelsast annars vegar og þeir sem hafna Kristi, hins vegar. Hvorrar þjóðar ert þú? Hvorr- ar þjóðar er nágranni þinn? Guð gefi okkur náð til að vera erindrekar Krists. Ragnheiður Harpa Arnardóttir form. Kristilegs stúdentafélags Ragnheiðui Harpa Arnardóttii L SVÍÞJÓÐ: Uugbót í kirkju Sum líftryggingarfélög í Svíþjód bjóða nú 15% afslátt afiðgjöldum ef viðskiptavinurinn getur sannað að nann fari oft í kirh,ju. ftáskólinn í Uppsöium hefur leitt í ijós með at- hugunum að sá sem fer reglulega í hirkju geti gert sér vonir um að lengja lífdaga sína. Astaeðan geti verið sú að hann eigi meira mótstöðuafl en ella gegn streitu og alls konar áhyggjum og hneigist síður til slæmra lifnaðar- hátta cins og ofdrykkju og annars slíks. 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.