Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1985, Qupperneq 24

Bjarmi - 01.05.1985, Qupperneq 24
Jónas Qíslason, dósent: Norræn krístileg stúdentamót á fslandi I Eftirvæntingin lá í loftinu; við vorum óþreyjufull; skipskoman hafði dregizt um nokkra klukkutíma. Norska skipið „Brand V“ hafði hreppt versta veður á leið sinni frá Bergen til Reykjavíkur; um borð voru á þriðja hundrað norrænir stúdentar og stúdentaleiðtogar, sem voru á leið til þátttöku í fyrsta norræna stúdentamótinu hér álandi, er haldið skyldi sumarið 1950. Ég átti engan bíl; þess vegna hafði ég fengið húsvörðinn í KFUM-húsinu, hann Jóhannes Sigurðsson, til þess að skreppa með mig vestur á Seltjarnarnes til að svipast um eftir skipakomu utan af Faxaflóa. Það var komið undir kvöld, er' skip birtist við hafsbrún; skyldi þetta vera Brandur? Drjúgur tími leið; skipið færðist nær; við sann- færðumst brátt um, að þetta væri rétta skipið. Hjartað sló talsvert örar, er við stigum út í hafnsögubátinn og héldum út á ytri höfnina; við fengum að skreppa um borð til þess að bjóða hópinn velkominn. Þar urðu fagnaðarfundir; fjöldi stúdenta þyrptist út að bórð- stokknum; nokkur kunnugleg andlit voru í hópnum. Sumir voru dálítið fölir í framan; sjóveikin hafði sýnilega herjað á marga; samt leyndi ánægjusvipurinn sér hvergi; gott var að vera kominn yfir hafið, heilu og höldnu. Ævintýrið var hafið. II Þarna var gamall draumur að rætast; ætli fyrstu hugmyndir um norrænt kristi- legt stúdentamót á íslandi hafi ekki fæðzt tveimur áratugum fyrr? Ungir íslenzkir stúdentar við nám í Noregi höfðu kynnzt starfi Norska kristilega stúdentafélagsins á biblíuleg- um grundvelli undir forystu prófessors Ole Hallesby; þá vaknaði löngunin til þess, að slíkt starf mætti hefjast hérlend- is. í þessum hópi voru Valgeir Skagfjörð, Magnús Runólfsson og Jó- hann Hannesson. Ekkert varð þó úr slíku mótshaldi um sinn; hins vegar leiddu þessar bollaleggingar til þess, að hópur norskra stúdenta undir forystu Hallesby lögðu leið sína til íslands haustið 1936; Kristilegt stúdentafélag hafði verið stofnað þá um sumarið. Þessi norska heimsókn vakti geysilega athygli á íslandi; blaðaskrif urðu og deilur milli manna; sýndist mönnum hverjum sitt um ágæti heimsóknarinnar fyrir ísland. Og varla hefur komumönn- um litizt of vel á ástand íslenzkrar kristni um þær mundir. Daginn eftir heimkomuna til Bergen sagði Hallesby frá heimsókninni á fundi í Kristilega stúdentafélaginu; komst hann m.a. þannig að orði, að ísland mundi brátt afkristnast, ef þar kæmi ekki trúarleg vakning; þessi ummæli birtust í dagblaði daginn eftir. Þegar þau bárust til íslands, ollu þau enn fjaðrafoki og blaðaskrifum. III Eftir þessa heimsókn varð sambandið við Noreg nánara en áður; heimsstyrj- öldin síðari olli þó sambandsslitum. Eftir stríðið var sambandið tekið upp á ný; íslenzkir stúdentar urðu þátttak- endur í norrænum stúdentamótum og norskir stúdentaleiðtogar heimsóttu ísland. Seinni hluta fimmta áratugs aldarinnar var blómaskeið i starfi Kristi- r legs stúdentafélags; auk heimsókna frá r Noregi, komuhingaðfulltrúarkristilegu ð stúdentahreyfingarinnar á Bretlands- u eyjum. Á þessum árum var stofnuð s Alheimshreyfing kristilegra stúdenta- g hreyfinga á biblíulegum grundvelli; ís- land gjörðist þó ekki aðili að þeim a samtökum um sinn. g Og á ný vaknaði gamli draumurinn n um norrænt kristilegt stúdentamót á r íslandi; sá draumur rættist sumarið 1950, eins og áður sagði. Það mót hafði r mikil áhrif; prófessor Hallesby var einn r af aðalræðumönnum þess. Áreiðanlega y gleymist seint sunnudagur mótsins. a Ákveðið var að halda útisamkomu á Arnarhóli, ef veður leyfði; um morgun- t inn var rigning. Prófessor Hallesby g prédikaði við guðsþjónustu í Dómkirkj- ii unni; úti var úrhellisrigning. í lok pré- il dikunarinnar bað hann Guð um að gefa g gott veður, meðan á útisamkomunni stæði; í lok bænarinnar þakkaði hann Guði fyrir bænheyrsluna. Ég man, hve mér brá; úti var úrhellisrigning og litlar líkur á uppstyttu; nagandi efi greip mig: 3 Ef hann styttir ekki upp? Og þetta var útvarpsprédikun! Ég var víst ekki einn með hjartslátt, o er gengið var frá messu. Hann hélt áfram að rigna eftir mess- g una og fram undir það, að útisamkoman u skyldi hefjast; þá stytti upp. Og þegar s samkoman hófst, var þurrt og bráðlega i- fór sólin að skína; það fór að rigna aftur Frá norræna stúdentamótinu í Rcykjavík 1950. 24

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.