Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 25
Norraena kristilega stúdentamótið i Reykjavik árið 1975 var haldið í Laugardalshöllinni. en þátttakendur voru um 1400 frá ollum Norðurlöndunum. skömmu eftir, að samkomunni lauk! ^largir í fjölmennum hópi samkomu- gesta lofuðu Guð fyrir gæzku hans. Annað atriði langar mig til þess að nefna í sambandi við þetta mót. Við vorum einu sinni nokkrir saman að tala við Hallesby; einhver okkar andvarpaði °g sagði: Bara að vakningin kæmi! Þá leit Hallesby brosandi til okkar og sagði: Já, en kæru vinir! Vakningin hefur verið hér! Það var uppörvandi og ö'úarstyrkjandi að heyra þessi orð; hann §at trútt um talað, er hann bar saman trúarlega ástandið 1936 og 1950. IV Skömmu seinna varð hlé á norrænum kristilegum stúdentamótum; vissir erf- ^ðleikar gjörðu vart við sig í sumum löndunum. ísland hélt þó áfram nánu Sambandi við Noreg um árabil og ýmsir góðir gestir þaðan sóttu okkur heim, 01 a- Christian, sonur prófessors Halles- by. Hins vegar gekk á ýmsu í starfi Kristilegs stúdentafélags, er frá leið; um árabil var nokkur lægð í starfi þess. En norrænu kristilegu stúdentamótin hófust aftur; þar átti Torsten Josephs- s°n, framkvæmdastjóri sænska kristi- ^ega stúdentafélags, drýgstan hlut að a^áli; enn fóru íslenzkir stúdentar að taka þátt í norrænum stúdentamótum. Þá hófst nýr blómatími í starfi KSF um 1970; við komum aftur inn í norræna Samstarfið. Haustið áður höfðum við fengið góða heimsókn, er Torsten Jos- ephsson kom hingað ásamt finnska sögnhópnum Gospel-teamet undir stjórn Henriks Perret. V Erátt var aftur farið að tala um n°rrænt kristilegt stúdentamót á ís- iandi. Það var haldið sumarið 1975; þá k°mu hingað yfir 1100 erlendir stúdent- ar og með íslenzkum stúdentum urðu þátttakendurnir nær 1400; var þetta fjölmennasta mót, sem haldið hafði verið fram að þeim tíma. Mótið vakti mikla athygli, ekki sízt þegar matareitr- un kom upp næstseinasta daginn, sem olli því, að mikill hluti mótsgesta veikt- ist. Samkomurnar voru fjölsóttar, enda húsrúm nægilegt; Laugardalshöllin ein reyndist nógu stór til þess að rúma mótsgesti, þegar til kom; á sumum kvöldsamkomum voru samkomugestir um 2500 talsins. Aðalræðumaður mótsins var sænski biskupinn Bo Giertz, sem annaðist alla biblíulestra mótsins. Mótið varð mörg- um til andlegrar blessunar; minnast margir þess með miklu þakklæti. Þá varð mótið lyftistöng fyrir KSF; tekjur urðu af margþættri fjáröflun, sem tengdist þessu fjölmenna móti, svo að KSF varð kleift að eignast eigið húsnæði. Auk þess hafði fyrir mótið verið ráðinn fyrsti starfsmaður KSF og KSS, síra Jón Dalbú Hróbjartsson; naut félagið þar liðsinnis norrænu kristi- legu stúdentafélaganna. VI Samstarfið við norrænu systurfélögin hefur verið náið og gott seinasta áratug; fjöldi íslendinga hefur tekið þátt í norrænum mótum, bæði stúdentamót- um og skólamótum. Fyrsta norræna skólamótið á íslandi var haldið á Akra- nesi sumarið 1980. Og nú er enn ákveðið að norræna kristilega stúdentamótið verði haldið í Reykjavík í sumar; það mót verður snöggtum fámennara en mótið 1975; við höfum lært af reynslunni og sett þátttökunni ákveðin mörk; er- lendir þátttakendur verða ekki fleiri en um 500. Mótsstaðurinn verður við Hagatorg; samkomur verða haldnar í íþróttahúsi Hagskólans og í Neskirkju; erlendir þátttakendur munu gista í Hagaskóla og Melaskóla; ennfremur verður aðalbygging Háskólans notuð að hluta fyrir mótið. Við bindum miklar vonir við, að enn verði norrænt stúdentamót á íslandi til blessunar fyrir kirkju og kristni á ís- landi. VII Að lokum má spyrja: Hver er andlegur ávinningur af slíkri norrænni samvinnu í kristilegu starfi? Þar má nefna ýmis atriði. Kristin trú skap- ar samfélag kristinna manna, án tillits til landamæra og annars þess, sem skiptir mannkyninu upp í smærri hópa. Kristnir menn eru ekki allir eins, en þeir eru allir eitt. Slík alþjóðleg mót minna okkur á skyldur okkar við samfélag kristinna manna um víða veröld. Á þessum mótum hefur rík áherzla verið lögð á að kynna kristniboðsstarf um víða veröld; þannig erum við minnt á skyldur okkar við allar þær milljónir manna, sem enn hafa ekki heyrt fagnað- arerindið boðað; kristniboðskipun Jesú gildir okkur, er hann segir: Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum! Kristniboðsskyldan er sjálfsögð skylda hvers kristins manns. Enn má minna á, hve uppörvandi og hvetjandi það er fyrir okkur, sem erum fámenn þjóð í litlu landi, að vera minnt á, að við eigum milljónir trúbræðra og systra um allan heim, sem þjóna sama Drottni og við. Aukin kynni skapa aukinn kærleika og ábyrgðartilfinningu; við eignumst vini, sem minna okkur á skyldur okkar í fyrirbæn, um leið og við erum minnt á, að þeir biðja fyrir okkur. Loks má minna á vináttuböndin, sem knýtt eru á slíkum mótum; þau endast oft allt lífið; slík vinátta gefurokkurenn betri skilning á einingu mannkyns. VIII Eftirvæntingin lá í loftinu fyrir stúd- entamótið í Reykjavík 1950 hvað myndi það flytja okkur? Svipaðrar eftir- væntingar gætti einnig fyrir stúdenta- mótið í Reykjavík 1975 og skólamótið á Akranesi 1980. Sama eftirvæntingin er farin að segja til sín fyrir stúdentamótið í Reykjavík 1985; hvað skyldi það færa íslenzkri kristni? Guð vill áreiðanle,»a blessa kristilega skólastarfið á íslandi ríkulega, eins og hann hefur gjört í norræna samstarfinu á liðnum árum. Samein- umst um að biðja blessun Guðs yfir norræna kristilega stúdentamótið í Reykjavík 1985. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.