Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 26
STARFiriU Hátíðar fundur Mikill fiöldi barna og ungl- inga fylkti lidi á hátídarfund KFUM og KFUK sem hald- inn var í Háskólabíói þann 21. apríl sl. Fundurinn var í senn loka- hátíð deildastarfsins og há- punktur vorátaks félaganna. í anddyri og aðalsal voru sýndir munir sem börnin höfðu unnið á fundum í vetur, svo sem vefnaður, teikningar og flugdreki mikill. Fundargestir báru ennis- borða með merkjum KFUM og KFUK og táknmynd al- þjóðaárs œskunnar. Hver deild hafði sinn lit, svo salur- I rá hátíðarfunuinum í ilá- skólabíól. inn var því litríkur yfir að líta. Sviðið var fagurlega skreytt með fánum, blöðrum, félagsmerkjum og stórum kortum af íslandi og Afríku. Á fundum í vetur hafa börnin kynnt sér lífskjör jafnaldra í Eþíópíu og Kenýju og á há- tíðarfundinum kom eitt barn frá hverri deild með söfnun- arbauk, sem Gísli Arnkels- son tók við fyrir hónd kristni- boðssambandsins. Það vakti kátínu þegar þyngslin á pen- ingunum voru orðin svo mikil að það varð að aka þeim í hjólbörum út af sviðinu. Valdís Magnúsdóttir og dœtur, sem verið hafa kristni- boðar í Kenýju, komu klœdd- ar í þarlendum búningum og sögðu frá kjörum ungs fólks þar í landi, sýndu myndir og kenndu söng. Ein stœrsta hönd landsins sýndi á skemmtilegan hátt hvernig allt gengur betur ef unnið er saman í sátt og samlyndi, trúðar og Ijón skemmtu með ýmsum skrýtnum uppátœkj- um, verðlaun voru veitt í fótboltamóti YD KFUM, sem fram fór þessa helgi, ogfleira var á dagskrá. í lokin talaði Guðni Gunnarsson út frá Guðs orði. Stjórnandi hátíðarinnar var Málfríður Finnbogadótt- ir, œskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK í Reykajvík. Húsið var þéttsetið á hátíðarfundin- um og við útganginn fengu allir eintak af 2. tölublaði barnablaðsins KOM, sem gefið er út af KFUM og KFUK í Reykjavík. Skólamót Dagana 3.-6. apríl síðast- liðinn var haldið vorskóla- mót KSS í Vatnaskógi, með yfirskriftinni Jesús segir...", Á mótið mættu um 160 manns. Öldungar á mótinu voru Málfríður Finnboga- dóttir, sr. Kjartan Jónsson, sr. Ólafur Jóhannsson og Þóra Harðardóttir. Mótið fór að öllu leyti vel fram og má segja að það hafi einkennt þetta vorskólamót, að blíð- skapar veður var allan tímann. A kristilegu skólamóti í Vatnaskógi. ÍJr E^jum Pálmasunnudagur var kristniboðsdagur áður en sú breyting varð að annar sunnudagur í nóvember var gerður að kristniboðsdegi. Kristniboðsvinir í Vest- mannaeyjum hafa þó oft minnst starfsins sérstaklega á pálmasunnudag eftir sem áður og var svo enn í ár. - Sunnudaginn 31. mars var efnt til veglegrar kaffisölu í húsi KFUM og KFUK við Vestmannabraut og var að- sókn allgóð. Skipsmenn á fiskibátum keyptu síðan nokkrar afgangstertur. Um kvöldið var haldin kristniboðssamkoma á sama stað og stjórnaði henni Gísli H. Friðgeirsson. Stúlkur úr telpnadeild KFUK sungu og Þórður H. Gíslason og Bene- dikt Arnkelsson töluðu, en sá síðarnefndi sýndi einnig myndirfrá Afríku. Loks voru veitingar. Alls komu inn þenhan dag um 40 þúsund krónur. Benedikt kom nokkrum dögum áður til Eyja. Hann kynnti kristniboðið með myndasýningum í báðum barnaskólunum, sjúkrahús- inu og dvalarheimilinu Hraunbúðum og predikaði í Landakirkju á sunnudegin- um. Til Búðardals Sr. Kjartan Jónsson kristniboði fór til Búðardals laugardaginn 23. mars tilþess að kynna kristniboðsstarfið. Hann nredikaði á sunnudeg- inum í tveimur kirkjum, að Staðarfelli og Hjarðarholti. Að lokinni seinni guðsþjón- ustunni var haldin kristni- boðssamkoma í barnaskóla- húsinu í Búðardal. Daginn eftir talaði sr. Kjartan við skólabörnin þar, svo og nemendur á Laugum. Einnig var efnt til samkomu á dvalarheimilinu Fellsenda og á þriðjudeginum var heim- sóttur skólinn á Reykhólum. 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.