Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 27
FRÁ STARFinU Kristnibods- vikur Boðun, von, gleði, barátta, líkn, bœn, hlýðni og frœðsla voru átta umhugsunarefni á jafnmörgum samkomum í kristniboðsviku sem SÍK gekkst fyrir á Amtmannsstíg 2B í Reykjavík 10.-17. mars ■— en yfirskrift vikunnar var „Lofið Drottin, allarþjóðir". Fluttir voru þœttir um kristni- boð í Eþíópíu, Kenýu, Bútan, Perú, Japan og ísrael og um notkun útvarps í kristniboði. Pá varýmis kon- ar söngur. Sr. Kjartan Jónsson bauð UPP nokkra muni frá Afr- íku. „Kristniboðskaffi" var jafnan á boðstólum eftir sam- komurnar. Hugvekjur önnuðust sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Jónas Gíslason, sr. Karl Sigurbjörnsson, Ást- ráður Sigursteindórsson, sr. Ólafur Jóhannsson, sr. Kjartan Jónsson, Bjarni Gunnarsson, Páll Skaftason °g sr. Jón D. Hróbjartsson. Málfríður Finnbogadóttir °g sr. Kjartan Jónsson stjórn- uðu samkomunum. Alls gáf- ust kristniboðinu rúmar 90 Þúsund krónur í gjöfum og Frá kristniboðssamkomu í ReyHJavík. fyrir kaffisölu og uppboð. Samkomusókn var nokkuð misjöfn en flest var um helg- arnar. Orð Jesú, „Pérskuluð einn- ig vitni bera", voru yfirskrift kristniboðsviku í Keflavík 17.-24. mars. Samkomurnar voru haldnar í félagsheimili KFUM og KFUK við Hátún. Þœr hófust jafnan kl. 20 og féllu inn í þœr nokkrir fundir í föstu vetrarstarfi félaganna meðal barna og unglinga. Ýmsir komu við sögu í dagskrá vikunnar, m.a. ungl- ingar í Keflavík. Kynnt var margvíslegt kristniboðsefni, hópar og einstaklingar sungu, ávörp voru flutt í upphafi hverrar samkomu og predik- un í lokin eins og vera ber. Peir sem predikuðu voru Páll Friðriksson, Guðmundur Guðmundsson, sr. ÓlafurJó- hannsson, sr. Kjartan Jónsson, Katrín Guðlaugs- dóttir, Guðni Gunnarsson, Málfríður Finnbogadóttir og Ástríður Haraldsdóttir. Ágóði af uppboði og samskot námu 15 þúsund krónum. Vikan var vel sótt og var ungt fólk jafnan í meirihluta. Samkomunum stjórnuðu sr. Kjartan Jónsson og Benedikt Arnkelsson. Aðalfundir Aðalfundir KFUM og KFUK í Reykjavík voru haldnir í mars sl. A fundun- um voru lagðar fram tillögur stjórnarmanna um byggingu nýrrar starfsmiðstöðvar á svœði KFUM og KFUK við Holtaveg, og rœtt var um framtíð starfs félaganna að kristilegu barna- og unglinga- starfi og nauðsyn þess að hefja starf á nýjum stöðum í borginni. Aðalfundur KFUM sam- þykkti ályktun þar sem skor- að er á stjórnvöld að efla stuðning sinn við starfsemi Frá aðalfundi KFUM í Reykja- vík. frjálsra æskulýðsfélaga sem hafa að markmiði að stuðla að alhliða uppbyggingu og þroska œsku landsins. Núverandi formaður KFUK er Málfríður Finn- bogadóttir en formaður KFUM frá 1. júní er Sigurður Pálsson. Vesturferð Benedikt Arnkelsson og Kjartan Jónsson, starfsmenn Kristniboðssambandsins, vitjuðu nokkurra staða á Vestfjörðum í apríl og lögðu fyrst leið sína til ísafjarðar. Þar predikaði Kjartan í guðs- þjónustu í kirkjunni. Einnig var komið í spurningatíma til vœntanlegra fermingarbarna. Kristniboðið var kynnt á elli- heimilinu og í Hlíf íbúðum aldraðra, svo og í Hjálprœð- ishernum. Einn daginn sýndu þeir nemendum barnaskólans myndir frá kristniboðsstarf- inu. Kristniboðssamkoma var haldin í kirkjunni. Kjartan predikaði einnig í Hólskirkju í Bolungarvík og hann heimsótti skólann þar. Haldin var samkoma í kirkj- unni á Suðureyri við Súg- andafjörð. Einnig var efnt til samkomu í skólanum á Flat- eyri en þann dag höfðu þeir félagar hitt skólabörnin kynnt kristniboðið í fiskvinnsluhúsi í þorpinu. Loks komu þeir í grunnskólann á Þingeyri. Gjafir til kristniboðsins námu um fjórum þúsundum króna. Þeir komu heim á sumardag- inn fyrsta. '21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.