Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1985, Qupperneq 29

Bjarmi - 01.05.1985, Qupperneq 29
Gullinmunnur inum“, þessum undarlega manni sem var „magur eins og kóngulóarvefur, sköllóttur eins og Elía spámaður, með hátt enni og djúp, áleitin augu, fölur á vangann og með stuttklippt hökuskegg.“ P inhverju sinni varð mikið uppþot í borginni. Keisarinn hafði krafist þess að skatturinn yrði hækkað- Ur- Varð þetta til þess að menn veltu um koll styttu af keisaranum. Þetta var svívirðilegt athæfi! Og nú biðu menn þess að eitthvað yrði gert til að refsa þeim Þá gengur Krýsostomus fram og flytur 21 predikun, „súlurnar“ sem svo eru kallaðar. Hann róar fólkið með frábærri mælskusnilld og miklu ^ndlegu valdi. Borginni var hlíft í Þetta sinn. Hér eru nokkur brot úr ræðunum Sem hann hélt við þetta tækifæri. Hann hefur máls á þessa leið: >,Hvað skal segja? Um hvað á ég að predika? Nú eiga helst við tár og kveinstafir, ekki predikun og orð. Ég Slt eins og Job þegar hann hafði misst allt.“ Síðar í ræðunni segir hann:„Stóra horgin okkar, höfuðstaður allra horga í Austurlöndum, á það á hættu að verða jöfnuð við jörðu og er>ginn getur hjálpað henni... Flýjum bví til hins himneska konungs og aköllum hann um hjálp! Veiti hann °kkur ekki náð er enga liðsemd að fá °g enga björgun!“ Hann deilir á þá sem leika tveim skjöldum og eru ekki einlægir í trúnni a Krist:„Kirkian er ekki leikhús þar Sem menn geti hlustað sér til skemmt- Ur>ar. Við verðum að vera betri þegar V[ð förum héðan. Við eigum að safna aiiðæfum á þessum stað.“ Síðan víkur hann að því hvað sönn auðæfi eru: »Ekki er sá ríkur sem hefur mikið handa á milli heldur sá sem ^efur luikið... Pað er skammarlegt að klæða húsveggina marmara og hugsa ekki um Krist sem gengur nakinn... Við eigum að byggja hús til að búa í þeim, ekki til að njóta heiðurs af þeim. Allt sem er stærra en nauðsyn krefur er munaður og gagnslaust. Þú átt erfitt um gang ef þú ferð í skó sem eru stærri en fóturinn. Gangan til himins reynist þér torsótt ef þú byggir þér hús sem er stærra en þú þarft.“ Við tökum eftir hve hugsunin er skýr og framsetningin glæsileg. Það er ekki að undra þótt honum tækist að kalla borgarbúa til íhugunar og iðr- unar. / A ð 397 vildi keisarinn að Krýsostomus kæmi til Konstantínóp- el. Hann átti að gegna virðingar- stöðu, verða patríarki. En Krýsost- omus brast bæði djörfung og hug til þess. Þess vegna urðu menn að taka hann með valdi og fara með hann þangað. Og þegar hann var kominn þangað gerði hann skyldu sína. En auðvelt var það ekki. Kristindómurinn hafði notið viðurkenningar á æðstu stöð- um. Samt gætti hvarvetna heiðin- dómsins í menningarlífinu, ekki síst við hirðina. Keisaranum skjátlaðist ef hann hugði að Krýsostomus legði blessun sína yfir þetta. Hann tók ekki einu sinni þátt í hátíðunum við hirðina heldur át mat sinn í óvistlegu herbergi í húsi sínu. Hann hreinsaði líka til meðal prestanna en þar fór að gæta spillingar vegna þess að þeir hlutu völd og heiður. Krýsostomus var sem á milli tveggja elda. Sumir elskuðu hann vegna þess hve frábærar predikanir hans voru. Aðrir hötuðu hann. Jafn- vel leiðtogar í kirkjunni vildu ryðja honum úr vegi. Og þeir fengu vilja sínum framgengt. Gullinmunnur var dæmdur í útlegð. Var farið með hann burt út borginni. Skömmu síðar varð jarðskjálfti. Var ástæðan sú að þeir höfðu bægt Krýsostomusi í burtu? Samviskan sló hina nautnasjúku keisaradrottn- ingu, Evdoxíu, og hún sendi þessi skilaboð til Krýsostomusar:„Saklaus er ég af blóði yðar heilagleika. Komið aftur þegar í stað!“ Krýsostomus kom. En keisara- drottningin hafði ekki horfið frá fyrri háttum, því miður. Hún lét reisa silfurstyttu af sjálfri sér og vígði hana með svallveislu mikilli. Þetta gat þjónn Drottins ekki látið óátalið, og hann hrópar í einni pre- dikun sinni:„Enn dansar Heródías! Enn heimtar hún höfuð Jóhannesar! “ i_r JL Æ. ann varð því aftur að fara í útlegð, í þetta sinn langt inni í fjall- lendi Vestur-Asíu. Óvinir hans létu ekki af að hrella hann. Þeir fóru með hann stað úr stað, ár eftir ár. Hann sem hafði náð hæstu hæðum í predik- unum sínum var nú í hinni dýpstu niðurlægingu. Á þessum tíma ritaði hann tvö hundruð bréf sem enn eru til. Þar er ekki að finna eitt kvörtunarorð held- ur aðeins vinsamlegar óskir og áminn- ingar til kristinna bræðra. Árið 407 var hann á faralds fæti í þrjá mánuði til nýs staðar. Sú ferð reyndist honum um megn. „Guði sé lof fyrir allt!“ mælti hann. Síðan tók hann andvörpin. Gullinmunnurinn hafði þagnað. En orð hans lifðu. Hjá sumum voru þau lifandi orð í hjörtunum, hjá öðrum beitt og ásakandi orð í samviskunni. Líkami hans var fluttur 35 árum síðar til Konstantínópel og jarðsettur í Postulakirkjunni þar. Öll borgin ljómaði í birtu frá blysum. Sannleiks- orðin úr gullinmunninum höfðu sigr- að. Ved Juletid. Jens Olav Mæland. 29

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.