Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 3
■\ jfeniur út tíu sinnum á ári. ^tgefendur: ttrtstilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK, ^amband ísl. kristniboðsfélaga. ttitstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. ttitnefnd: Ágúst Einarsson, ^enedikt Amkelsson, t*nðni Gunnarsson, Sigurður Jóhannesson. ^tgreiðsla: Aðalskrifstofan, ^•ntmannsstíg 2B, pósthólf 651, Reykjavík, síniar 17536,13437. J'rgjald: Kr. 50Oinnanlands, 600 til útlanda. Qjalddagi: 1. mars. rentun: Borgarprent. Efni: ^taldrað við — Er það úrelt? ......3 gun Drottins — Hugleiðing eftir Guðrúnu D. Guðmanns- úóttur...........................4 t>rennidepli: ffjónabandið og Qölskyld an: ijónabandið að biblíulegum shilningi .......................5 ^egar erfiðleikamir koma ..........8 jólskyldulíf ....................10 óstoð við kristið uppeldí ...... 13 arnið, sjónvarpið og mynd- óöndin..........................14 fistilegt Qölskyldustarf ........16 aö er Guð sem læknar - spjallað 'j® Guðjón Guðmundsson, ,%kni ......................... 18 ^fistniboðar flylja ..............20 “'ólíuorðabókin ..................21 ^úðkaup i Cheparería ...........22 tísir - og fráhverfir ...........23 ót og þing í Vatnaskógi ........24 ra starfinu .....................25 J*eimastarf SfK ..................26 jw Biblíuskóli ...................27 ann hvarf - frásaga ............28 •ó víða veröld .................29 I* °i'Siðumynd: A. Færevág. ER ÞAÐ ÚRELT? Stundum er því haldið fram að hjónabandið sé úreit. Til vitnis um það ervísað til mikils fjölda hjónaskilnaða hér á landi og um öll Vesturlönd. Þá er því haldið fram að önnur sambúðarform séu heppilegrí með tilliti til nútíma aðstæðna. Krístnir menn geta ekki fallist á að hjónabandið sé úrelt. Að kristnum skilningi er hjónabandið heilög stofnun. Það er gjöf Guðs til mannsins og grundvallareining í mannlegu samfélagi. Karl og kona yfirgefa föðurhúsin og verða eitt. Þau gera með sér sáttmála sem grundvallast á gagnkvæmu trúnaðartrausti og heita hvort öðru ævilöngum tryggðum. Þannig mynda þau nýja fjölskyldu sem á að skapa þeim öryggi og verða heilbrígður vettvangur fyrir uppeldi barna. Margt í þjóðfélagi okkar er fjandsamlegt hjónabandinu og fjölskyldunni. Hraðinn er mikill og brauðstritið hart. Einstakl- ingarnir eru ekki saman nema brot úr degi, áhugamál verða því gjarnan ólík, hagsmunir togast á o.s.frv. Það er því alls ekki sjálfgefið að hjónaband standist við slíkar aðstæður auk þess sem einstaklingarnir sem mynda fjölskylduna eru oft mög ólíkir. Hjónaskilnuðum hefur enda fjölgað mjög á síðustu árum. Krístnir menn hljóta að horfa með ugg á slíka þróun, bæði í Ijósi hins krístna skilnings á hjónabandinu og vegna þeirra afleiðinga sem hjónaskilnaðir geta haft fyrir fjölskyldumeðlimi og þá einkum börnin. Þeir þurfa að bindast samtokum um að snúa þróuninni við og standa vörð um fjölskylduna og hjóna- bandið. Það þarf að leggja á sig erfiði og berjast fyrir því að hið nána samfélag fjölskyldulífsins gangi. Einstaklingarnir eru ólíkir með mismunandi áhugamál og hagsmuni. Við þurfum að læra að virða, umbera og elska hvert annað og reynast hvert öðru trú. Fjölskyldan okkar er eins og bygging sem við erum að reisa allt lífið. Miklu máli skiptir að hver steinn í byggingunni sé réttur. Þá skiptir höfuðmáli að grundvöllurinn sé traustur. Annars koma brestir í bygginguna sem geta leitt til þess að hún hrynur. Hugum því að grundvellinum og gætum að hvenig við byggjum upp. Við erum með mikil verðmæti í höndunum. GJG. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.