Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir Quðrúnu Dóru Quðmannsdóttur: Ögun Drottins Ég hefi einnig í huga þjáningar og sorgir. Börn Guðs fá að reyna erfiða sjúkdóma og missi ástvina. Þar er engum verið að refsa. Þetta er aðeins hluti af lífinu hér á jörð. Hér er það sem spurningarnar vakna, sem engin svör fást við. En sá sem reynir mikla sorg, reynir einnig mikinn og nálægan Guð. Móðir Basilea hefur kennt mörgum að nota þessa bæn: „Faðir minn, ég skil þig ekki, en ég treysti þér.“ Slík bæn forðar okkur frá því að áfellast Guð og þá getur hann gefið jákvæðar afleiðingar af erfiðri reynslu. Virðum fyrir okkur hver hann er sem agar. Það er himneskur faðir okkar. Og hann kemur fram við okkur sem faðir. Þetta er ekki bara nafn sem hann ber, heldur raunveruieiki sem má reyna. Hann þekkir djúp persónu okkar og mótar leirinn sinn með kærleikshöndum. Að þekkja hann gefur ómælda gleði og frið. Þegar ég hugsa um erfiðleikatíma í mínu lífi, þá greini ég hvernig eitthvað jákvætt og gott var alltaf endirinn. Þá var Drottinn nær en fyrr og ég fékk að kynnast honum betur. Hann græddi sorgarsár í einni svipan, þegar hans tími var kominn. Orð Guðs um ögun og erfiðleika reyndust mér sönn. Verum fljót til að fara með syndina til Jesú. Gleðjumst yfir því, að faðir okkar vill aga okkur, og þökkum hvílíkur hann er. Þreyjum þann tíma erfið- leika, sem faðir okkar sér bestan. Hefði Jakob flúið úr vistinni hjá Laban eftir 7 ár eða 13, þá hefði hann ekki orðið maður að vilja Guðs. Lítum til Jesú — hugsum um tilganginn. Hjartnð bæði og húsið mitt heimili verí, Jesús, þitt, hjá mér þigg hvíld hentuga, þó þú komir með krossinn þinn, kom þú blessaður til mín inn, _______fagna ég þér fegins husa._____ H. Pétursson (Ps. 10) Sonur minn, lítilsvirð ekki hirtingu Drottins, og lát ekki heldur hugfallast, er hann tyftar fig■ Pví að Drottinn agar þann, sem hann elskar. (Heb. 12:5-6). Viljum við ekki oft gleyma því að ögunin frá Drottni er eðlilegur hluti af lífi kristins manns? Og ekki aðeins eðlilegur, heldur bráðnauðsynlegur. Það er nefninlega verið að undirbúa okkur undir himnaríki. Hún er þá gleðiefni, þegar á allt er litið, séð frá sjónarhóli Drottins. Hún undirbýr okkur undir Iíf, sem er miklu háleitara en þetta líf, staðinn, sem við eigum heima á. En hún veitir okkur ekki aðgang að því lífi. Það gerir Jesús einn. Þegar ég tala um ögun, hef ég einkum í huga hryggðina yfir eigin veikleika okkar og vanköntum, og hryggðina yfir synd. Hryggðin er verk Guðs anda. Hún rekur okkur til hans, sem sagði: „Náð mín nægir þér, því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Þar mega tómu hendurnar okkar fyllast af krafti frá honum, og þar finnur hjartað fögnuð og frið, þegar syndin er játuð. Smátt og smátt mótumst við í höndum föður okkar. Einu sinni talaði ég við reynda konu í sálgæslu. Ég sagði henni, að stundum fyndist mér líf mitt aðeins fara í hring, enginn árangur næðist í baráttunni við syndina. Hún sagði þá: „Meðan þú snýrð þér til Jesú aftur og aftur, fer líf þitt ekki í hring, heldur upp á við í „spíral". Mitt er að hlýða og fylgja, hann mótar. Guðrún Dóra Guðmanns- dóttir er hjukrunar- fræðingur, búsett á Seyð- isfirði. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.