Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 8
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson: Þegar erfiðleikarnir koma Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson er prestur í Laugarnessókn í Reykjavík. Inngangur Nú á dögum á hjónabandið í vök að verjast. Margt kemur til, erfiðar þjóð- félagsaðstæður, léttúð, dvínandi vitund um kristið siðferði og tíðarandi sem jafnvel er andstæður hjónabandinu. Þetta veidur hinum aðskiljanlegustu vandamálum í hjúskap fólks, sem allt of oft endar með hjónaskilnaði. Viljinn til að takast á við erfiðleikana er einnig af skornum skammti. Að kristnum skilningi er hjónabandið heilög stofnun, sáttmáli sem Guð hefur gert börnum sínum til blessunar. Gildi hjónabandsins er því augljóst. Það er Guði þóknanlegt, verðmæti sem okkur ber að standa vörð um. Ábyrgð hins kristna safnaðar er mikil hvað þetta snertir. Ef til vill hefur allt of lítið verið gert til að fræða fólk um hjónabandið og þau vandamál sem oftast koma upp í svo nánu samlífi sem hjónabandið er. í þessari grein mun ég stuttlega drepa á nokkur algeng vandamál í hjónabandi og hvernig hugsanlega má bregðast við þeim. Byrjunarörðugleikar Fyrstu ár hjónabandsins eru oft erfið. Tveir einstaklingar, oft mjög ólíkir, eru að kynnast og aðlagast hvor öðrum. Við þessi nánu kynni koma upp nýjar hliðar á makanum, sem oft valda árekstrum. Makarnir taka með sér ýmislegt úr uppeldi sínu sem setur svip á allt dagfar þeirra. Sumt er gott og jákvætt, annað kann að vera slæmt og til þess eins að skapa erfiðleika. Eitt atriði hefur t.d. orðið mörgum hjónaböndum mikil hindrun, en það er þegar einstaklingar ná ekki að slíta böndin við foreldrana. Þetta er oft ómeðvitað cn getur verið svo mikill fjötur að til stór vandræða kemur. Foreldrar bregðast iðulega börnunum sínum í þessu sambandi. Þeir gefa börnunum ekki tækifæri til að losna frá þeim. Þeir binda börnin svo rækilega við sig, að þau hafa ekki möguleika á að þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar. Þetta er oftast ómeðvitað eða gert af misskilinni umhyggju og ástúð. Það er ekki tilviljun, að Jesús skuli vitna til orðanna í 1. Mós., þegar hann talar um hjónabandið og segir: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.“ (Mt.l9:5). Fólk sem hyggst stofna til hjúskapar þarf því nauðsynlega að gera sér grein fyrir hve sterkum böndum það er tengt föðurhúsunum. Þetta á að vísu bæði við einstaklinga sem ganga í hjónaband og aðra, því allir þurfa að losna undan áhrifavaldi foreldra á eðlilegu þroska- stigi. Nú má ekki skilja orð mín þannig, að frá og með brúðkaupsdegi skuli skorið á öll tengsl við foreldrana. Nei, börnin fara að heiman, yfirgefa föður og móður til þess svo að geta tengst þeim á nýjan leik sem sjálfstæðir cin- staklingar. Með öðrum orðum, við höldum áfram að elska og virða foreldra okkar án þess að þau ráði yfir okkur. Hjónin bera nú ein ábyrgð á lífi sínu og verða að læra að standa á eigin fótum. Margt fleira kemur til á fyrstu hjú- skaparárunum, sem ekki er hægt að nefna hér. Aftur á móti er til aðferð sem getur komið í veg fyrir marga þá erfið- leika sem ungt fólk glímir við. Aðferðin er sú að tala um hjónabandið og ekki síst tjá þær væntingar og óskir sem við berum með okkur til hjónabandsins. Ef við gerum þetta nógu rækilega í upphafi þá verður eftirleikurinn miklu auðveld- ari. Það er algengt að einstaklingar verða fyrir miklum vonbrigðum í hjóna- bandinu vegna þess að væntingarnar uppfylltust aldrei. Þessarvæntingargeta átt við um alla daglega umgengni, hefðir, siði, trúmál, uppeldismál svo ekki sé minnst á kynlífið. Þó ótrúlegt mcgi virðast þá cr kynlífið nánast feimn- ismál milli hjóna. Þau hafa kynmök en ræða það ekki frekar. Kynlífið er þess eðlis að það tekur mörg ár að þroskast, þess vegna þarf að ræða það í kærleika og með gagnkvæmri tillitssemi og hreinskilni. Karl og kona eru mjög mismunandi byggð hvað snert- ir kynhvatir og aðdraganda kynmaka, þess vegna er sérstök ástæða til að reyna að skilja hvort annað strax frá upphafi Astin er list Hjónabandið er meira en kynlífið, þó sá þáttur sé mikilvægur og þurfi að vera í lagi. Hjónabandið er samlífsform sem nær til allra þátta mannlegs lífs. Sásem er í hjónabandi hefur skyldur við maka sinn sem tengjast hinu andlega-, líkam- lega- og félagslega sviði. Þau hafa lofað 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.