Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 9
að elska hvort annað í blíðu og stríðu. Þegar talað er um að elska, þá er átt við ást sem ekki gefst upp eða kólnar þó á móti blási. Erik Fromm talar um ástina sem list. Til þess að verða góður listamaður þarftu að leggja mikla vinnu á þig, þú leggur þig allan fram. Sá sem vill elska maka sinn þarf oft að taka á. Astin er þess vegna vinna. Elskendurnir vinna sig saman og gefast ekki upp þó vinnan verði oft hörð. Eitt af því sem einkennir nútíma þjóðfélag er skortur á þolinmæði. Ungt fólk hefur alist upp við að fá allt sem það Þarf eða telur sig þurfa á að halda. M.ö.o. margt ungt fólk kann ekki 'engur að láta á móti sér, getur ekki hugsað sér að lifa við óuppfylltar þarfir. '>Þolinmæðisþröskuldurinn“ er svo lág- ur að um leið og eitthvað bjátar á gefst fólk upp. Þetta kemur greinilega í Ijós þegar viö prestarnir reynum að sætta félk sem biður um skilnað. Oft á tíðum eru ágreiningsatriðin svo smávægileg að skilnaður kemur ekki til greina frá sjónarhorni okkar. Stundum tekst að °pna augu fólks fyrir þessu en ekki nógu oft. Erfiðleikarnir í hjónabandinu eru til Þess að sigrast á þeim. Því oftar sem við vinnum sigur á vandamálunum því meiri 'íkur eru á að betur gangi næst þegar eitthvað kemur upp á. Eðlileg tjáskipti Sálfræðin talar um bein-, óbein- og ivöföld eða tvíræð tjáskipti. Auðvelt er að greina þessi form tjáskipta í mann- legum samskiptum. Sumir nota mikið ðbein tjáskipti, þ.e. nefna hlutina ekki s>nu rétta nafni. Þetta getur verið í lagi sé það gert í hófi og kærleika. En þetta óbeina form getur líka valdið sársauka °g misskilningi í sambúð hjóna. Beinu 'jáskiptin eru alltaf farsælust. Þá vitum við hvar við höfum hvort annað. Tví- ræðu tjáskiptin eru aftur mjög óheppi- *egt form með það fyrir augum að koma réttum boðum á milli einstaklinga, sér- staklega í hjónabandi, því þau geta hundið. - Hugsum okkur hjón sem eiga htil börn. Konan segir við manninn: Ég hef hugsað mér að skreppa til Siggu í kvöld, skólasysturnar ætla að hittast, getur þú passað? - Já, góða farðu, ar>nars ætlaði ég að hitta Jóa. Þetta samtal gæti orðið til þess að konan hefur hvorki ánægju af að fara né vera. Með þessu er ég enn að undirstrika nauðsyn þess að hjón tali saman, noti rétt orð og beiti jákvæðum tjáskiptum, svo þau viti til fulls hvað klukkan slær. Þegar vegirnir skiljast Nú er ljóst, að hjónaskilnaðir eru staðreynd. Þegar Jesús var spurður um hjónaskilnaði vísaði hann í lögmál Móse og sagði: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja". Hjónaskilnaðir eru alltaf neyðarúr- ræði. Höfuðreglan hlýtur að vera sú að „það sem Guð hefur tengt saman má eigi maður sundur skilja“. En þegar allar aðrar dyr eru lokaðar verður hjónaskilnaður eina útgönguleiðin. Þessi leið er erfið og skilur oftast eftir sig flakandi sár sem koma ekki síst fram á börnunum ef þau eru annars vegar. Fyrirbyggjandi starf er nauðsynlegt og ætti að brenna meira á hinum kristna söfnuði. Við þurfum að taka saman höndum um að varðveita hjónabandið og fjölskykluna, það verður seint nóg undirstrikað. En þegar sú staða kemur upp að vegirnir skiljast, þá er einnig ábyrgð hins kristna safnaðar mikil. Þá reynir á kærleika samfélagsins. Ráðgjafaþjón- usta norsku kirkjunnar í fjölskyldumál- um hefur á síðustu árum gert átak í að aðstoða fólk sem lent hefur í skilnaði. Þetta er gert til þess að eftirköstin verði sem minnst og einstaklingunum geti liðið bærilega ekki síst börnunum. Þetta er mjög þörf þjónusta sem við mættuin gefa meiri gaum. Gildi trúarinnar Að lokum vil ég minnast nokkrum orðum á gildi trúarinnar í hjúskapar- erfiðleikunum. Kristið fólk glímir við sama vanda og aðrir í hjónabandi og fjölskyldulífi. Þó vil ég leyfa mér að vekja athygli á þeim forréttingum sem trúin gefur. Sá sem á trú á Guð og treystir honum fyrir lífi sínu, hann á mikinn styrk í bænalífi sínu og í samfélagi við annað trúað fólk. Hjón sem reynt hafa mátt bænarinnar eiga því þá leið opna til að auðga samfélagið á heimilinu bæði í meðlæti og mótlæti. Heilög ritning kennir ekki að Guð lofi börnum sínum átakalausu lífi. Aftur á móti geymir Biblían fyrirheit um nálægð Guðs og hjástoð í því sem er erfitt og þungt. Heimilisguðrækni er því nokkuð sem við hljótum að hvetja alla til að iðka. Mörgum reynist eflaust erfitt að halda uppi heimilisguðrækni á stórum heimil- um þar sem heimilisfólkið er sjaldan allt heima í einu vegna óreglulegs vinnu- tíma og skólagöngu. En það þýðir ekki að við þar mcð gefumst upp. Við verðum að skipulcggja helgihaldiö og ræða saman um framkvæmd þess. Hjón ættu t.d. að gera að venju sinni að biðja kvöldbæn saman, þakka Guði fyrir liðinn dag, biðja um fyrirgefningu synd- anna og blessun yfir komandi tíð. Helgihald safnaðarins er einnig það athvarf sem við megum leita til og ættum að iðka reglulega. Hjón sem þannig rækta trúarlíf sitt heima og í samfélagi heilagra eiga fjársjóð sem undir öllum kringumstæðum verður þeim til gagns og ævarandi blessunar. Guð gefi okkur öllum náð til að lifa hamingjusömu lífi þar sem trúin á Guð er hornsteinn alls sem við gerum. Það er algengt að einstaklingar verða fyrir vonbrigðum ■ hjóna- bandinu vegna þess að vænting- arnar uppfylltust aldrei. Til að koma ■ veg fyrir marga þá erfið- leika sem fólk glímir við er mikil- vægt að tala saman um þjóna- bandið. ekki síst þær væntingar og óskir sem við berum með okk- ur til þjónabandsins. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.