Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 11
fæðu til daglegs lífs, hafa fasta atvinnu, afkomumöguleika o.fl.. Síðast en ekki síst felst í þessu það að finna, að einhverjum finnst „ég“ skipta máli. Af þessu leiðir næsti þáttur, en það er ástúðlhlýjalkœrleikur. Finna að einhver skiptir sér af mér, hvort sem mér líður vel eða illa, og finnst ég einhvers virði. Og ég finni að það hefur gildi fyrir viðkomandi á sama hátt og það hefur gildi fyrir mig sjálfan. í þessu felst einnig umhyggja, en það er að skipta sér af og sjá um að ég fái þörfum mínum fulinægt t.d. varðandi fæði og klæði, en ekki síður aðra þætti eins og fyrirbæn. Til að þessir þættir beri árangur, verður þó að ríkja virðing innan fjöl- skyldunnar. Með þessu er átt við gagn- kvœma virðingu milli fjölskyldumeðlim- anna. Faðirinn virði móðurina og hún hann, foreldrar virði börn sín og þau foreldrana. í þessu felst, að innan fjölskyldunnar ríkir samheldni og trún- aður. Ræði ég í trúnaði t.d. við maka minn og börn, þá heyri ég það ekki síðar af vörum foreldra, tengdaforeldra, vina eða kunningja. Ef börnin trúa foreldr- um sínum fyrir einhverju, þá heyri þau það ekki síðar af vörum afa og ömmu, frænku eða frænda, félaga eða jafnvel kennara. Það er mikilvægt að hafa hugfast, að börn þroskast ekki bara af samskiptum við önnur börn, heldur miklu fremur af samskiptum við fullorðna, fullþroska einstaklinga. Það er hollt að minnast þess, sem eitt sinn hefur verið sagt, að það sem ég er, hrópar svo hátt, að það sem ég segi heyrist ekki. Þetta á ekki hvað síst við í samskiptum foreldra og harna. Þess vegna er líka mikilvægur sá mótunartími, sem foreldrar fá saman áður en börnin fæðast. Þau þurfa sjálf að fá tækifæri til að slípast og koma sér saman um þær reglur, sem eiga að gilda 1 samskiptum þeirra í milli. Vaentingar í hjónabandinu Hjónabandið hefur ekki aðeins form- 'ega hlið, sem lítur að lögum og reglum, sem um það gilda. Það hefuróformlegar hliðar, sem oft skipta mun meira máli e'i hinar formlegu. Það eru væntingarn- ar, bæði meðvitaðar og ómeðvitaðar, sem fela í sér siðferðislega þætti og h'fsviðhorf og beinast því, sem koma skal í sambandi karls og konu. Opin hreinskiptin tjáskipti foreldranna frá uPphafi auka líkurnar á að samkomulag náist, þegar upp koma ágreiningsmál. betta á ekki hvað síst við þegar börn eru annars vegar. Hver á t.d. að vakna á nóttunni, þegar barnið fer að gráta og heimtar mat sinn og engar refjar? Hver á að ganga um gólf með barnið um miðja nótt, þegar eyrnaverkurinn er að gera út af við það eða magakveisan kemur í veg fyrir að það sofi nema örfáar klukkustundir á hverjum sólar- hring? Hver á að fara til bankastjórans og biðja um lán, hver á að skúra, þvo, clda mat og ótal margt annað, scm þarf til svo fjölskyldulífið geti gengið dag hvern? Hvernig er verkaskiptingin milli foreldranna ákveðin? Er það rætt opið eða er þegjandi samkomulag, sem e.t.v. byggir fyrst og fremst á afstöðu annars aðilans? Börnin fæðast inn í það kerfi eða mynstur, sem forcldrarnir hafa mótað og þau mótast af því. Ef foreldr- arnir eru t.d. alltaf að reyna að leyna einhverju hvort fyrir öðru, eða eru ósamkvæm sjálfum sér í samskiptum hvort við annað eða við börnin, þá finna börnin það óðar og eru skjót að læra leikreglurnar og nýta þær sér í hag. Það má því segja, að barneignir og uppeldi sé hörkuvinna, sem krefjist meðvitaðrar einbeitingar frá upphafi til enda. En sú vinna er ómetanleg reynsla og ríkulega gefandi hvað snertir lífsfyllingu og til- gang fyrir lífið. En það krefst sjálfsögunar, einkum varðandi það að sýna virðingu. Virðing í fjölskyldulífinu gefur möguleika á því, að unnt sé að eiga sín einkamál án þess að valda togstreytu í samskiptum. Það er e.t.v. mikilvægt, að börnin finni, að foreldrar virði þau. Virðingu má t.d. sýna með því að fara ekki inn í herbergi barnanna nema banka fyrst. Fara ekki ofan í skúffur þeirra og hirslur að þeim forspurðum, eða lesa ekki bréf til þeirra eða frá þeim nema með þeirra sam- þykki. Við sem fullorðin erum, viljum ekki alltaf að ruðst sé inn til okkar að óvörum. Gæti ekki verið að sama gildi um börnin okkar? Ræðum um það við þau, hvernig við viljum haga þessuni reglum. Þannig förum við m.a. að byggja upp virðingu, sýna að við tökum tillit til barnanna, skoðana þeirra og reiknum með þeim. Trúnaður inn á við er forsenda trún- aðar út á við t.d. með því að læra að það sem sagt er heima í trúnaði fer ekki lengra. Ekki er talað á bak hvert öðru. Foreldri myndi ekki bandalag með börnum sínum gegn hinu foreldrinu í einhvers konar valdabaráttu um það hverstjórni fjölskyldunni. Stjórnun fjöl- skyldunnar er sameiginlegt hlutverk foreldranna. Boð og skipanir Þegar vcriö er að kenna börnum að hlýða, þá er mikilvægt að gerður sé greinarmunur á beiðni, sem getur lcitt af sér jákvætt eða neikvætt svar annars vegar og vinsanilegri skipun þar sem hlýðni er krafist hins vegar. Með þessu er t.d. átt við það, að œtiist foreldrar til þess að barn þvoi upp. Þá scgi þeir ekki: „Villt þú þvo upp?“ Meðþeirri spurn- ingu er barninu gefinn sá valkostur að geta sagt nei. Velji það svo þann valkost að segja nei og foreldrarnir segi þá: „Jú, þú átt að þvo upp!, þá eru þau á vissan hátt að ómerkja sjálf sig og sýna barninu lítilsvirðingu. Þá hcfði verið betra að segja: Þú átt að þvo upp!” eða „ég vil að þú þvoir upp!“ Við skulum óska eftir aðstoð barnanna þannig, að þeim finnist sjálfsagt og eölilegt að taka sinn þátt í daglegum verkefnum á heimilinu. Og ekki gefa þeim kost á vali nema að ætlunin sé að taka afleiðingunum af vali þeirra. Börnum eru oft mislagðar hendur og því er mikilvægt að sýna þeim kærleika og væntumþykju á skýran og ótvíræðan hátt, óháð því hvað þau gera. Maður getuF látið sér mislíka verkin sem þau framkvæma, t.d. ef þau gera eitthvað rangt eða vinna verk sín illa. En þau sjálf, persónu þeirra sjálfra, eigum við sem foreldrar að virða og styðja, þannig að þeim fari ekki að finnast þau vera einskis verð og misheppnaðir einstakl- ingar. Hvernig eiga þau annars að geta lært það. aö Guð elskar syndarann en hatar syndina. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.