Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 12
Samvera Til að rækta þessa þætti, og reynd- ar marga fleiri, er mikilvægt að foreldrar gcfi sér tíma með börnum sínum. Eða eins og eitt sinn var sagt eitthvað á þessa leið: Ekki er nægilegt að gefa börnunum tíma sinn í formi húss, eigna eða peninga að foreldrunum látnum. Þ.e.a.s. ekki er nægilegt fyrir þroska barnanna að þau erfi tíma for- eldranna að foreldrunum látnum, heldur njóti hans með þeim meðan þau eru á lífi og börnin hafa þörf fyrir. Hafi maður ekki tíma til að gefa börnum sínum t.d. á unga aldri, hvernig er þá hægt að vænta þess að börnin vilji gefa foreldrunum tíma sinn t.d. á unglingsár- unum. Notaleg stund að kvöldi dags eða á öðrum tíma, þarsem foreldrarnirsetjast með börnum sínum, lesa og spjalla, e.t.v. með kertaljós, sælgæti og gos, gefur gott tilefni til að viðra við börnin framangreinda þætti og taka þátt í því sem þau eru að gera með því að láta þau segja frá sínum daglegu verkefnum og áhugamálum. Nota þennan tíma til að miðla af reynslu foreldra og eiga saman jákvæða, notalega stund, sem geymist í minningunni sem jákvæð og góð reynsla. Á slíkum stundum er upplagt að hafa og kenna bænir og Guðs orð. Þannig að reynslan af að umgangast Guðs orð og bæn, tengist jákvæðri, skemmtilegri upplifun. Dýrmætterokk- ur öllum að enda sérhvern dag með bæn og þakklæti og geta síðan hvílst í fyrirheitum Guðs. Auðvelt er að taka stund með hverju barni fyrir sig eða enda daginn með sameiginlegri bæn. En slík stund verður að vera í samræmi við venjur og viðhorf foreldranna. Trúarlíf inni á heimilinu verður að vera í samræmi við það trúarlíf, sem börnin sjá hjá foreldrunum utan veggja heimilisins í daglega lífinu. Samanber það sem áður er sagt um að það sem ég er hrópar svo hátt, að það sem ég segi heyrist ekki. Breyttar fjölskyldur Þó svo æskilegast sé að börnin vaxi upp hjá báðum foreldrum, þá getur margt gert það að verkum, að svo er ekki. Þær aðstæður geta komið upp, að leiðir foreldra skilja. En þau eru áfram foreldrar barna sinna og bera áfram sameiginlega ábyrgð, ef annað foreldrið er þá ekki látið. En þá reynir oft meira á samheldni og samkvæmni beggja for- eldra. Það getur oft verið freistandi að fá barnið í bandalag með sér gegn hinu foreldrinu. Þá er mikilvægt að geta rætt opinskátt hvort við annað unt það sem barninu er fyrir bestu, þó það sé oft erfitt. Foreldrar hefja oft nýja sambúð og eignast ný börn, bæði sín eigin og börn nýs maka. Þetta gerir nýjar og auknar kröfur, sem mikilvægt er að vera sér meðvitaður um. Ekki er alltaf augljóst hvernig rétt sé að bregðast við ýmsum aðstæðum í lífinu. En þá er sjálfsagt að hafa í huga, að maðurinn er ekki framleiddur með ævilangri ábyrgð um að vera fullkominn, hvorki sem inaður eða foreldri. Manni getur skjátlast og maður hefur leyfi til þess að segja: „Nú get ég ekki meira, nú þarf ég hjálp." Það er engin skömm eða niðurlæging að leita hjálpar og stuðnings. Þvert á móti, þá er það oft merki um það, að maður er reiðubúinn og fær um að takast á við þau verkefni, sem manni finnast um inegn. Hægt er að leita hjálpar hjá trúföstum vinum, en ekki síður hjá fólki, sem hefur lært og hlotið þjálfun í að leiðbeina fólki í tilfinningalegum erfiðleikum. Má þar nefna til presta, félagsráðgjafa, sálfræðinga, sálfræði- dejldir skóla, félagsmálastofnanir og geðdeildir sjúkrahúsanna. Sjúk böm - barnleysi Ekki eignast allir foreldrar heilbrigð börn. Sjúkdómar og fötlun getur hitt hvern sem er. Að eignast sjúkt eða fatlað barn gerir oft meiri kröfur til foreldra um samheldni, traust, gagn- kvæma virðingu og opin tjáskipti. Þetta gildir einnig um þau tilfelli þar sem barnleysi er til staðar. Ekki geta allir eignast börn. En á lífsleiðinni hittuni við marga, sem við getum verið með í að skapa skjól innan veggja heimilis okkar. Það getur bæði verið um það að ræða að taka börn í fóstur, en það er ekki síður mikilvægt að vera barnlaus frænka og frændi eða þá að vera öðrum fullorðnum „fjölskylda". Opna heimili sitt fyrir þeim sem eru einir og eiga enga að. Það er reyndar líka mikilvægt þar sem börn eru í fjölskyldum, að þau finm að heimili þcirra standi opið gagnvart náunganum, sem á erfitt, á sama tíma og heimilið er þeirra griðastaður þar sem þau eiga sinn tíma, næði og frið. Innan fjölskyldunnar njótum við ör- yggis, umhyggju, kærleika og virðingar og lærum að elska hvert annað og náunga okkar minnug orða Jesú: „Elsk- ið hver annan á sama hátt og ég hefi elskað yður.“ 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.