Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 18
Spjallað dagstund við Quðjón Quðmundsson lækni • Vísindi og kristin trú eru tvö mismunandi svið veruleikans. • Við erum fyrir löngu hætt að bera út börn, en... • Það er blátt áfram skylda kristinna manna að efla kristniboðið á allan hátt. Guöjón Guðmundsson yfirlæknir á Akranesi er ritari í stjórn KFUM þar í bænum. Hann kynntist KFUM í tcngls- um við íþróttir. Það var þó ekki á Akranesi heldur í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugarneshverfi þar sem Guðjón óx úr grasi. Háleitt markmið „Það byrjaði árið sem iýðveldið var stofnað, 1944. Ég hafði mikinn áhuga á íþróttum og útivist. Pá starfaði Bjarni Ólafsson kennari meðal drengja í litlu timburhúsi við Reykjaveg í Laugarnes- hverfi. Ég man vel þegar hann kom hjólandi um hverfið til að hitta drengina sína, þeir þyrptust í kringum hann þegar hann birtist og fóru að spjalla við hann. Síðan var haldið að litla húsinu - og ég slóst í hópinn. Pangað var miklu styttra fyrir mig að fara til að iðka íþróttir en suður á Melavöll. Ég fann að ég var kominn í góðan félagsskap. Þarna eignaðist ég vini. Við vorum saman að heita má á hverju kvöldi og stunduðum alls konar íþróttir. Svo var keppni um haustið — og ég á ennþá bikar sent ég hlaut í verðlaun. Bjarni renndi hann úr tré. Sjáðu, hann er með nafninu mínu! En Bjarni og samstarfsmenn hans höfðu hærra mark fyrir augum en að gera okkur að íþróttastjörnum. Það var föst venja að við fórum inn í húsið eftir æfingarnar og þar var stutt guðræknisstund. Við hlust- uðum á orð Guðs, boðskapinn um Jesúm Krist sem dó á krossi fyrir mennina. Þetta var svo eðlilegt og sjálfsagt að okkur fannst að svona ætti það að vera. Já, þetta voru ógleyntanleg kvöld.“ Guðjón segist ekki hafa verið sérlega trúhneigður drengur. Þó gerðu foreldr- ar hans sér far um að ala hann upp í guðsótta og góðum siðum og kenndu honum bænir. Um haustið fór Guðjón að sækja venjulega fundi í KFUM. Hann var meðal annars gerður að bókaverði á fundunum. „Ég kunni vel við mig í KFUM og kynntist þar góðum mönnum svo að ég sótti fundina vel. Það fór ekki hjá því að ég yrði fyrir áhrifum af fagnaðar- erindinu. Ég fór að gera mér ljóst að Jesús Kristur vildi eiga mig. En mér fannst erfitt að gcfast honum af heilum huga og streittist á móti. Þarna komu íþróttirnar meðal annars við sögu. Auðvitað eru íþróttir hollar og góðar og hafa mikið uppeldislegt gildi. Það er hægt að forðast sollinn með því að vera í góðum félagsskap, t.d. t íþróttafélagi, og hafa eitthvað fyrir stafni. Unglingar eru viðkvæmir og áhrifagjarnir. í íþrótturn geta þeir agað sjálfa sig og búið sig undir lífið. En íþróttir eru ekki allt. Loksins viðurkenndi ég það, laut Jesú í hjarta mér og hef reynt upp frá því að þræða þann meðalveg að iðka trúna í starfi og samfélagi við trúbræður og jafnfrarnt styrkja líkamann með þátttöku í ein- hvers konar íþróttum. Nú um stundir er það helst blak með nokkrum kunningj' um.“ Viðmælandi Guöjóns minnist þess að þegar Guðjón var í menntaskóla 1 Reykjavík fór hann með handknatt- leiksliði Ármanns í keppnisferð til Svi- þjóðar og Finnlands. Þetta var í fyrsta sinn sem hópur handknattleiksmanna fór utan til að etja kappi við útlendinga — og þeir stóðu sig vel. Nú er Guðjón iðulega í för með knattspyrnumönnum af Akranesi þegar þeir halda í keppnisferöir, ýmist innan- lands eða utan, og þá sem læknir þeirra- Raunar mega þeir leita til hans hvenæ’r sem þeim kann að verða fótaskortur. Þeir vita að þar ciga þeir hauk í horni- 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.