Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 25
Ávarp til kristniboðsvina Fulltrúar og aðrir þátttakcndur á 29. þingi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Vatnaskðgi 1.-3. júlí 1985 heilsa ykkur í nafni Jesú Krists og þakka ykkur órofa tryggð við kristniboðið. Enn liöfum við átt uppbyggilegar samvcrustundir á helgum stað og hugleitt sannindi trúarinnar og verkefnin sem Drottinn hefur falið okkur að inna af hendi í víngarði sínum. Fagnaðarerindið er dýrmætasti fjársjóðurinn sem okkur hefur verið gefinn, því að í því er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeint sem trúir. Guð hefur bundiö sáluhjálpina við boðskapinn um Jesúnt Krist. Þess vegna ber hverjum manni að veita honum viðtöku og jafnframt hljótum við að hlýða boði frelsarans um að vitna um hann hér heima og úti á meðal heiðingjanna meðan hann heldur dyrunum opnum. Á þinginu hefur okkur orðið tíðrætt um hve fjárhagur SÍK stendur höllum fæti um þessar mundir. Við höfum hvatt hvert annað til að ákalla herra uppskerunnar um hjálp í þessum vanda og að við legðum okkur fram, hver og einn, til að bæta úr þörfinni og leita sem flestra leiða til að afla fjár handa starfinu. Þessari hvatningu viljum við nú einnig beina til ykkar. Fúsleikinn til fórnar og þjónustu kemur innan að þcgar fagnaðarerindið lífgar hjörtun. Dveljum því oft við fætur frelsarans og biðjum þess að starf okkar allt miði að því að menn snúi sér af öllu hjarta til Drottins og helgi líf sitt honum. Náð Drottins sé með ykkur. FRÁ STARFIM U Nýjar leidir i starfi Nýjimgar í starfi félaganna eru alltaf vel þegnar og nauð- synlegt að nota öll tœkifœri sem gefast. í sumar eru KFUM og KFUK í Reykjavík oð reyna tvœr nýjar starfsað- ferðir. A Holtaveg eru leikjanám- skeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Petta eru þrjú hálfs- mánaðar námskeið sem standa frá kl. 10-16 virka daga. Til leiðbeiningar eru O’eir kennarar og einn stálp- oðitr unglingur. Börnunum er kennt úr Guðs orði, þau Líf og fjör á leikjanámskeiði á Holtavegi. biðja saman og syngja barna- söngva og sálma. Attk þessa hafa þau farið í leiki, heimsótt söfn, farið í fjöruferð, sund og gönguferðir. Þau teikna, lita og baka. Á hluta af námskeiðunum voru biðlistar svo að áhugi fyrir starfi sem þessu virðist vera fyrir hendi og munu stjórnirnar í framhaldi af þessu kanna möguleika á áframhaldandi og auknu starfi á þesstt sviði nœsta sumar. í sumar hefur einnig verið starfrœktur, á vegum félag- anna, liópitr unglinga úr unglingadeildunum sem vinna verk af ýmsu tagi t.d. mála, snyrta og þrífa. Hópttr- inn hefur unnið ýmis verk sem legið hafa fyrir í húsum KFUM og KFUK en einnig hafa einstaklingar og fyrir- tœki úti í bœ getað keypt þjónustu af þeim. Þetta starf er einnig spennandi tilraun og verðitr gaman að sjá eftir sumarið hvernig til hefur tekist. Biðjttm Guð að leiða félög- in, gefa okkur visku til að nota þau tœkifœri sem hann gefur okkur til starfa og fúsleik og djörfitng til að nota þau vel. IIOO brauð- sneiðar Norrœna KFUM-drengja- mátið var lialdið í Vatnaskógi dagana 4,- 10. júlísl. Þátttak- endur voru um 160 en þetta er í annað sinn sem mót sem þetta er haldið hér á landi. Yfirskrift mótsins var „Land- námsmótið“ og var það tengt landnámi íslands, víkingum og íþróttum fornmanna. Það var sr. Jónas Gíslason, for- maður Landsambands KFUM og KFUK sem setti mótið og sagði sögu land- náms á íslandi í stuttu máli. Áður höfðu tíu víkingar riðið í hlað í Lindarrjóðri. Móts- Frá Norræna KFUM-mótinu í Vatnaskógi. stjóri var Sœvar Berg Guð- bergsson, félagsráðgjafi, en prestur mótsins varsr. Ingólf- ur Guðmundsson. A mótinu var keppt í ýms- um íþróttum, bœði fornum og nýjum, og stunduð útivera af ýmsu tagi. Á kvöldin voru kvöldvökur með söng, leikj- um, hugleiðingu út frá Guðs orði o.fl. Þá var farin dags- ferð á Þingvöll, Gullfoss og Geysi og á sunnudeginum í guðsþjónustu á Saurbæ. Það vortt atorkusamir KFUM-piltar sem áttu góða dvöl í Vatnaskógi að þessu sinni. Eldhúsið fór ekki var- Idiita af því, enda tóku menn hraustlega til matar síns og má til gamans geta þess að fyrir einn morgunverð þurfti að smyrja 1.100 brauðsneið- ar. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.