Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 27
7. Hver á að hjálpa? Við megum ekki afsaka okkur með því að ætlast til að aðrir geri eitthvað. Við megum ekki bara leita útfyrir, heldur vinna menn innfyrir. Þú átt að gera eitthvað í málinu. Guð kallar þig með nafni til þess að þú tilheyrir hans sveit. Hver á að flytja hungruðum heimi hrauð lífsins? Aðeins þeir sem eiga brauðið geta hjálpað. Pú sem hefur eignast brauð lífsins ert ríkur og átt að itjálpa. Hinir sem ekki eiga lífsins brauð geta hjálpað og gefið fæðu fyrir líkam- ann en þeirgeta ekki gefið lífsins brauð. bað er ekki erfitt að fá fólk til að gefa Pcninga til þróunar- og líknarmála, en það er erfitt að fá menn til að fórna svo hægt sé að útbreiða orð lífsins. Þeir eru ekki margir sem eiga það orð, en á þeim hvílir mikil ábyrgð. Við sem köllum okkur kristniboðsvini herum ábyrgð á því að vekja kristni- hoðshugarfar í þeim félögum sem við störfum í. Neyð heiðingjans má ekki gleymast á neinum fundi. Ef við trúum því að Guð vilji að allir yerði hólpnir megum við ekki vera feimin við að biðja um gjafir til kristni- hoðsins. 8. Gleymum ekki börnun- um Við þurfum að byggja upp kristni- hoðshugarfar hjá börnunum. Pað verð- Ur einnig að kenna þeim að pcningar séu ekki bara til að kaupa sælgæti og, híómiða fyrir. Börn þurfa að skilja og taka þátt í neyð annarra og finna til abyrgðar. Það er mikilvægt fyrir okkur aó hvetja þau þegar á unga aldri til að vera með og gefa til kristniboðsins. 9- Bygging fyrfr eillfðina Við höfum unnið að líknarmálum, veitt þróunarhjálp og byggt upp í Konsó 1 fúm 30 ár. Prátt fyrir það eigum við ekkert þar. Allar eignir og allt starfið tilheyrir innlendu kirkjunni. Þó eigum V|ó svolítið sem er dýrmætara öllu öðru. Við eigum þar bræður og systur sem veittu orðinu sem sáð var viðtöku og eignuðust eilíft líf. Gefumst því ekki UPP- Erfiðið er ekki árangurslaust í Drottni. nýr Biblíuskóli KFUM og KFUK í Reykjavík hafa stofnað Biblíuskóla. Var skólinn stofnaður á afmælisdegi sr. Friðriks Friðrikssonar, stofn- anda félaganna, 25. maí sl. Tekur skólinn til starfa nú í haust og stendur innritun á námskeið skól- ans nú yfir. Skólinn hlaul nafnið „Evangel- isk-lútherski biblíuskólinn" og er honum ætlað að veita fræðslu í Biblíunni, kristinni trú ogsiðfræði, kirkjusögu og sögu kristilegs barna- og uriglingastarfs hér á landi. f>á er honum ætlað að veita nokkra þckkingu á trúfélögum og andlegum straumum í samtíman- um. Meginhluti skólastarfsins er s.k. kjarni, en það eru 12 námskeið sem skiptast á tvö ár. Geta nem- endur tekið þau öll og lokið því námi á tveim árum, eða farið sér hægar og jafnvel valið úr þau námskeið sem þeir hafa áhuga á að taka. Auk þess er ætlunin að bjóða upp á ýmis valnámskeið og styttri ráðstefnur er fram líða stundir. Kennsla í skólanum fer fram eftir hádegi á laugardögum, þrjá laug- ardaga í mánuði. Er það gert til að sem flestir geti notfært sér kennslu skólans.Á haustönninni verða þrjú námskeið í boði: a) Inngangur að Gamla testamentinu, b) Kristin trú, c) Saga og starfshættir kristi- legs barna- og unglingastarfs á íslandi. Þátttakendur greiða 1.000 kr. í námsgjöld fyrir hvert nám- skciö sem þeir taka. Innritun á námskeið haustannar lýkur 20. ágúst nk. Gefin hefur verið út kynningar- bæklingur um starfsemi skólans og má fá hann og allar nánari upplýs- ingar á Aðalskrifstofunni að Amt- mannsstíg 2B í Reykjavík, sími 13437. Bjarmi hvetur lesendur sína til að kynna sér tilboð skólans og taka þátt í námskeiðum hans. Fess má geta að stefnt er að því að fá nám í skólanum metið lil eininga í framhaldsskólum. Frá stofnfundi Evangelisk-lútherska biblíuskólans 25. maí sl. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.