Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 28
Anna Berger J0rgensen Hann hvarf! Það er snemma í júlí og fegntími hér í Japan. Himinninn grúfir grágulur rctt yfir höfðum okkar. Það er eins og heimurinn sé altekinn af heitum raka. Hávær ástarsöngur froskanna rís og hnígur á hrísgrjónaökrunum á milli hússins okkar og næsta sambýlishúss. I garðinum blómstrar dökkblátt hindar- blóm. Það er einn sólargeislinn á regn- tímanum. Skóladrengirnir okkar hafa fengið sumarleyfi. Á hverju kvöldi sofna þeir í herberginu við hliðina á okkur, og á morgnana er líf og fjör í húsinu, ekki þessi einkennilega kyrrð sem við eigum að venjast þegar þeir eru í heimavistinni í skólanum. Bærinn sem við eigum heima í stend- ur á sléttu sem virðist engan enda taka. Þar er stórborg sem teygir sig í þá næstu án þess að um greinileg landfræðimörk sé að ræða. Rétt eins og skapað til hjólreiða og spennandi rannsóknar- ferða! Synirnir okkar tveir leggja í könnunarferð með áminningum um að vera saman og fara ekki svo langt í burtu að þeir rati ekki heim. Tungu- málakunnáttan er ekki eins og hún var þegar þeir voru í japönskum barnaleik- skóla! Og allt gengur vel þangað til sá eldri kemur heldur framlágur til baka, einn. „Hann hvarf bara!“ Fyrsta hálftímann erum við róleg. Hver veit nema yngri bróðirinn hafi orðið leiður á fyrirskipunum stórabróð- ur og langað til að komast í einhver ævintýri á eigin spýtur. Hann kemur sjálfsagt fljótlega aftur. En tíminn líður og þá fer að togna á taugunum. Ótalmargar mjógötur og þar að auki öngstræti sem líkjast hvert öðru valda því að erfitt er að átta sig ef menn eru komnir burt frá kunnuglegum heimaslóðum. Það kemur að engu haldi þó að fyrstabekkjarnemandinn hafi lært stafrófið. Hér eru hlykkjóttar tákn- myndir sem sýna mönnum hvar þeir eru. Reyndar eru götuskilti fáséð. Pabbi fer út að leita. Hann lítur inn við og við til að spyrja tíðinda. Þættir úr Ijótum mannránssögum þyrlast upp í hugann. Óróinn og kvíðinn verða eins og stórfljót. Hann hefur ekkert að drekka í þessum raka hita, enga peninga til að hringja, ekki mál til að gera grein fyrir sér. Himneski faðir, gættu drengs- ins okkar! Eftir nokkurn tíma höfum við sam- band við lögregluna. Við könnumst við vingjarnlegan lögreglumanninn sem kemur strax á litla mótorhjólinu sínu. Hann heldur til í hverfisskála lögregl- unnar á horninu og kom hingað til að heilsa okkur þegar við fluttum hingað fyrir ári. Áminningum hans um að láta ekki undir höfuð leggjast að hafa aðaldyrnar alltaf læstar hefur víst ekki veriö fylgt út í ystu æsar. Nú skráir hann samvisku- samlega allar upplýsingar: „Hvar hann sást síðast, klæðnaður, útlit“, gáir á sjúkrahúsin í nágrenninu og lætur vita á lögreglustöðvarnar í næstu bæjum. Fyrr en varir eru margir glöggskyggnir lög- reglumenn farnir að skyggnast eftir ljóshærðum snáðanum okkar sein er að því leyti ólíkur dökkhærðum jafnöldr- um sínum. Mörgum klukkustundum síðar - okk- ur fannst þær óheyrilega langar - berast skilaboð um talstöð lögreglunnar um að hann sé fundinn, um það bil tíu kíló- metrar fyrir norðan. „Kega nasjí!“ (heill á húfi) segir vingjarnlegi lögregluþjónninn okkar, greinilega feginn. Hvernig á ég að lýsa gleðinni? Hún er takmarkalaus. Loks spretta tárin fram - vegna léttisins! Honum er fagnað stórkostlega. Lög- regla og glaðir grannar standa hjá okkur þegar bíllinn rennur upp að kirkjunni stuttu síðar, með aðalsöguhetju dagsins í aftursætinu og lítið reiðhjól sem gægist upp úr farangursrýminu. Við ntælum inörg og löng kurteisisorð og skiljum við bjargvætti okkar. Þegar eins lítra kókflaska er að mestu tæmd er kominn tími til að heyra frásöguna. „Varstu hræddur? Gréstu mikið?" „Svolítið. En ég bað Jesúm og þá vissi ég að einhver mundi fljótlega finna mig.“ Halda einhverjir að kristniboðar taki slíkt svar eins og sjálfsagðan hlut? Nei, svo er ekki. Við höfum sannarlega enga frekari tryggingu fyrir því en aðrir að börnin okkar taki við trúnni af okkur. Gleðin yfir því að drengurinn okkar veit, til hvers, hann á að snúa sér, í blíðu og stríðu, blandast saman við feginleik- ann yfir því að hann er kominn aftur óskaddaður. Þakklætið breytist í lof' söng í öllum rakanum og hitanum: „Drottinn er styrkur minn og lofsöng- ur, hann varð mér til hjálpræðis" (björg- unar), Sálm. 118,14. (Vi foreldre)- 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.