Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 3
Kemur út tfu sinnum á ári.
Útgefendur:
Kristilega skólahreyfingin,
Landssamband KFUM og KFUK,
Samband ísl. kristniboðsfélaga.
Ritstjóii: Gunnar J. Gunnarsson.
Ritnefnd: Ágúst Einarsson,
Benedikt Arnkelsson,
Guðni Gnmiatsson,
Sigurður Jóhannesson.
Afgreiðsla: Aðalskrifstofan,
Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651,
121 Keykjavík,
símar 17536,13437.
Árgjald: Kr. 500innanlands,
kr. 600 til útlaiida.
GJalddagi: 1. mars.
Prentun: Borgarprent.
Efni:
Staldrað við —
Neyð Afríkubúans ...................... 3
Hugleiðing eftir Bjarna Gíslason .. 4
í brennidepli: Kristniboð
Það er til tvenns konar neyðl
Rætt við Jónas Þórisson,
kristniboða...............................5
Gleymdir þjóðflokkar .................9
Farið — og kennið...................10
Kristur og vandi okkar —
Frá norræna stúdentamótinu •• 12
Þá fór að birta, eftir
Kristjönu I. Svavarsdóttur .......14
Biblíuorðabókin .........................15
Reynið andana ............................16
Um víða veröld ............................18
Explo '85 ....................................19
Fallegt skip nægir ekki ...............19
Vegur lífsins — Uóð ....................20
Ljós í myrkrinu — smásaga .........21
Frá starfinu ................................22
fljálparstai 1 hefur mikið verið á dagskrá hér á landi og víða
um heim á síðustu mánuðum. Ástæðan er Iiinai miklu hörmung-
ar sem dunið hafa yfir Afriku þar sem milljónir manna svelta og
deyja úr hungri. Almenningur á Vesturlöndum hefur vaknað
og tekið saman höndum til hjálpar, enda mikið gert til að vekja
athygli á vandanum, bæði í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Er
skemmst að minnast „Live Aid" hljómleikanna sem að hlula til
voru sýndir í beinni útsendingu hér í sjónvarpi.
Kristnir menn hljóta að bregðast skjótt við neyðarkalli
deyjandi meðbróður þótt í fjarlægu landi sé og við hljótum að
gleðjast yfir þeim viðbrögðum sem söfnun til hjálpar þessu fólki
hefur fengið hér á landi og víðar. Neyðin er mikil og það þarf að
hjálpa. En vestrænar þjóðir þurfa engu síður að lita á þessi mál
í víðara samhengi. Neyðarhjálp er nauðsynleg þegar hörmungar
dynja yfir, en þegar til lengri tíma er litið skiptir meginmáli að
unnið sé með þessum þjóðum að því að fyrirbyggja hörmungarnar
og gera þær betur í stakk búnar að mæta þeim þegar þær dynja
yfir. Slíkt starf kostar þolinmæði og fórnir til langs tíma og
árangur kemur oft ekki í Ijós fyrr en eftir áraraðir.
Kristniboð er e.t.v. ekki mikið nefnt í þessu samhengi en það
er þó á vcgmn þess sem mikið langl ímastaif hefur verið unnið
á þessum vettvangi s.s. með margs konar kennslu, sjúkrahjálp
o.s.frv. Sumir finna kristniboði ýmislegt til foráttu og segja það
átroðning, tímaskekkju eða eyðileggingu á siðum og menningu
þjóða og þjóðflokka. Slíkar skoðanir byggjast yfirleitt á van-
þekkingu. Kristniboðið lætur sér annt um velferð mannsins alls,
bæði andlega og líkamlega. Það er til annars konar neyð en
líkamleg neyð, þ.e. andleg neyð og sú neyð gctur jafnvel verið
mun átakanlegri. Þeirri neyð verður ekki kynnst í fjolmiðlum.
ftún blasir hins vegar við þeim sem ná að kynnast þessu fólki til
einhverrar hlítar og sjá þá fjötra óttans sem það er bundið í.
Kristniboðið vill takast á við þessa ncyð. Reynslan sýnir að það
dugir ekki að segja bara við fólkið að það hafi rangt fyrir sér.
Það þarf að eignast nýjan grundvöli til að byggja líf sitt á. Þann
giundvöll getur Jesús Kristur ciun gefið og því þarf að flytja
þessu fólki fagnaðarerindið um hann á máli sem það skilur. Það
er hlutverk kristniboðsins. föknm því höndum saman og
styðjum starf þess.
GJG.
Forsíðumynd: Norsk Misjonstidende
V.