Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 6
Jónas Pórísson og <jölskylda. Það er til tvenns konar neyð! Sídamó í kringum kristniboðsstöðv- arnar í Yavelló og Mega. Þar hefur t.d. mikið af búfénaði dáið og margir látist af hungri. í Konsó hefur ástand- ið ekki orðið svo alvarlegt, en þó hefur það gerst á nokkrum stöðum að börn og gamalmenni hafa dáið úr hungri. í mars sl. fór að rigna sæmi- lega vel í Konsó og víðar og það leysir einhvern vanda. I Konsó höfum við von um að uppskera fáist nú strax í ágúst, en hins vegar er ástandið lengi að batna vegna þess hve lengi þetta hefur staðið og vegna þess að fólk hefur flosnað upp frá heimilum sínum. Þetta skapar allt vanda og fólkið þarf að snúa aftur heim til að geta unnið á ökrunum og hræddur er ég um að þessi rigningartími fari víða fyrir lítið vegna þessa ástands. Hjálparstarfið er þá fyrst og fremst neyðarhjálp? — Þegar svona hörmungar dynjá yfir er í rauninni ekki hægt að einbeita sér að neinu öðru en neyðarhjálp. Fólk er að deyja úr hungri, það flýr heimahaga og safnast saman á stöðum þar sem það á von um að fá hjálp og það verður auðvitað fyrst að reyna að leysa neyð þessa fólks og eins og er virðist nú mest af kröftunum fara í þess konar hjálp. Kirkjan hefur reyndar rekið ýmiss konar þróunarhjálp, t.d. í suður- hlutanum þar sem við störfum. Þá er um að ræða fyrirbyggjandi starf s.s. skógrækt, vegalagnir, byggt yfir vatnsból og jafnvel reynt að koma á fót smáiðnaði, en þetta tekur bara svo geysilega langan tíma áður en það munar um það. Það er enginn vafi að það sem hefur verið gert í Konsó á liðnum árum hjálpar mikið, en enginn ræður við rigninguna og þegar hún bregst visna e.t.v. tré sem hafa vaxið í 7 til 8 ár. Auðvitað er það lítil frambúðar- lausn að gefa bara mat. Það verður að vinna fyrirbyggjandi starf, en það verður ekki gert á einni viku, það tekur áraraðir, e.t.v. kynslóðir. Hvernig er fyrir vesturlandabúa að horfast í augu við þœr hörmungar sem þarna blasa við? — Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað hrærist í huga manns þegar horft er upp á slíka erfiðleika semþarnaeru. Maðurstendurframmi fyrir börnum sem eru að deyja eða deyja í höndunum á manni og gamal- mennum og öðrum sem deyja úr hungri og sjúkdómum. Vissulega erum við búin að starfa það lengi í Afríku að við erum farin að venjast ýmsu og líklega væri ekki hægt að starfa við aðstæður sem þessar ef það gerðist ekki. En þó má segja að þvi meiri sem erfiðleikarnir eru því meira þarf að gera og það verður hvatning- Það er ekkert annað svar til en að reyna að lina þjáningar þó það sé oft eins og dropi í hafið sem við erum að gera. Það þýðir ekkert að setjast niður og velta vöngum yfir vandamál- unum. Það verður að glíma við verk- efnin og reyna að hjálpa þeim sem hægt er að ná til. Oft hvarflar það að manni að hægt væri að skipta auðnum öðruvísi en nu er og við Vesturlandabúar gætum auðvitað gert miklu meira en við gerum. En það þurfa þá Iíka að vera þannig aðstæður í þessum löndum að bæði yfirvöld og fólkið sé undir það búið að taka á móti hjálp. Það er ekki nóg að ausa peningum yfir þessi lönd, það verður að ganga þannig frá að unnt sé að nýta þá á réttan hátt og það er ekki hægt öðruvísi en að undirbúa fólkið. Það þarf að vera búið undir þær breytingar sem kunna að koma- Það eru alltof mörg dæmi þess að eitthvað stórt er sett í gang eftir hugmyndum Vesturlandabúa. Þegar þeir eru farnir hefur þetta allt grotnað niður vegna þess að fólkið var ekki nægilega vel búið undir þær breyting- ar sem urðu. Hver er staða kirkjunnar og kristni- boðsstarfsins í Eþíópíu við þær erfiðu ytri aðstæður sem fyrir hendi eru? — Mekkane Yesus-kirkjan er með um 600 þúsund meðlimi og þar af næstum helminginn í suðurhluta landsins þar sem við störfum. Óhætt er að segja að kirkjan standi í stórsjo í ýmsum skilningi, bæði hvað varðar þessar hörmungar, sem hljóta náttúr- lega að hafa geysileg áhrif á allt kirkjustarf, og einnig vegna árekstra við yfirvöld í landinu. Það er líka ljóst 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.