Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 8
manns fengið hjálp í gegnum árin, og skólann sem mörg þúsund börn hafa gengið í o.þ.h. Allt er þetta hjálpar- starf. í þessu sambandi má benda á að það er til tvenns konar neyð, líkamleg neyð og andleg neyð. Þegar maður kynnist lifnaðarháttum heiðinna þjóða í Afríku t.d. þá kemst maður fljótt að raun um það að hin andiega neyð er oft ekkert betri en hungurs- neyð, jafnvel verri. Fólk er bundið af heiðnum siðum, þarf að bera út börn sín, kasta þeim fyrir krókódíla, eða fara til seiðmannsins með þann litla mat sem eftir er í húsinu vegna þess að andarnir krefjast þess, láta rífa tennur úr kornabörnum með skítug- um pinnum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er ekki gert vegna þess að foreldrunum þyki ekki vænt um börn- in sín, heldur vegna þess að þeir eru bundnir af siðum og venjum, illum öndum sem þeir óttast. Þess vegna eru þeir neyddir til að gera slíkt. Þetta er mikil neyð. Ég hef oft séð fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum slíkt og það líður óskaplega sálarkvöl og neyð. Þetta gleymist oft þegar talað er um neyðina í Afríku. Það er e.t.v. eðlilegt. Þetta verður ekki fest á filmu eða sýnt á mynd á neinn raunhæfan hátt. Til að sjá þetta þarf að kynnast fólkinu og lifa með því. Það væri gott ef augu fleiri gætu opnast fyrir þessu og það er þessi neyð sem kristniboðið er fyrst og fremst kallað til að lina. Það þýðir ekki að segja við þetta fólk að siðir þess og venjur séu bara vitleysa. Það þarf að eignast nýjan lífsgrundvöll. Hin andlega neyð, neyð heiðingjans, verður aðeins leyst með því að boða Guðs orð svo að þeir eignist nýjan lífsgrundvöll og hætti að óttast illa anda og blíðka þá og losni undan óttanum sem stjórnar lífi þeirra. Eyðileggur kristniboðið menningu Afríkuþjóða? — Þeir eru ýmsir sem halda því fram, en sú skoðun er byggð á mis- skilningi. Menning þessara þjóða og þjóðflokka er vissulega að breytast, en það er fyrst og fremst vegna vaxandi samskipta þjóða í milli. Ef við ætluðum að láta menningu þessa fólks haldast óbreytta yrðum við að einangra það algjörlega. Kristindóm- urinn hefur vissulega áhrif á líf fólks- ins og við getum kallað það breytingu á menningu þess. En það er fyrst og fremst það sem er neikvætt og fólkinu andstætt sem breytist þegar það eign- ast trú á Krist. Þegar fólk verður kristið gerir það sér grein fyrir að vissir þættir í fyrra líferni þess sam- rýmast ekki kristinni trú. Það hættir að bera út börnin sín og fórnar ekki lengur matnum sínum við fórnartréð o.s.frv. Aðra þætti í menningu fólks- ins eflir kristindómurinn. í Konsó eru t.d. mjög sterk fjölskyldutengsl. Kristindómurinn eflir þessi tengsl, eflir kærleika manna á meðal, sam- heldni og samhjálp. Kristin trú kemur þannig sem jákvætt afl inn í líf fólks og eflir og byggir upp jákvæða þætti menningar þess og daglegs lífs. Nú hverfið þið til starfa á nýjutn vettvangi í Eþíópíu. Geturðu sagt okkur eitthvað frá þessu nýja starfi? — Kirkjan hefur kallað okkur til starfa í Awasa og þar mun ég hefja störf á skrifstofum suður-sýnódunnar, en Konsó er einmitt í þeirri sýnódu. Þar mun ég annast nokkurs konar fjármálaráðgjöf og eftirlit og fylgjast með fjármálum stöðvanna. Ég mun einnig annast ofurlitla kennslu í bók- haldi o.þ.h. fyrir þá sem annast slíka hluti. lliitf stúlka splnnur bómull á meðan hún bíður fyrlr utan sjúkraskýllð í Konsó. Sjúkraltfálp er elnn þáttur krlstnlboðs- starfslns. Við störfum í kirkju í Eþíópíu. Við erum hluti af einni heild. Þess vegna kallar kirkjan fólk til starfa á þeim vettvangi sem hentar og flytur jafnvel fólk frá einum stað til annars. Ég hef ofurlítið komið nálægt fjármálum sýn- ódunnar áður og þess vegna varð það úr að við, sem erum íslendingar og höfum starfað í Konsó, vorum beðin að fara til Awasa og það voru ekki margir aðrir þarna úti um þessar mundir sem þekktu þessi mál betur en ég. Varðandi þennan flutning má benda á að við eigum ekki Konsó. íslenska kristniboðsstöðin er ekki lengur í höndum kristniboðsins. Hún er alfarið eign innlendu kirkjunnar og við erum starfsmenn hennar. Konsó verður auðvitað okkar hjartabarn og þar fáum við að starfa eins lengi og þörf er talin á að kristniboðar séu í Konsó. En það er nauðsynlegt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir að eðli kristniboðsins er að ná út á nýja staði. Kristniboðinn á í rauninni að gera sjálfan sig óþarfan á gamla staðnum og byrja á nýjum stað. Það getur því komið að því að við förum frá Konsó og hefjum starf á nýjum stað, t.d. niðri í Voitódalnum. Yfir því eigum við að gleðjast því það er hluti af köllun okkar að ná til sem flestra með fagnaðarerindið. Þegar kristniboðar koma til starfa í Eþíópíu er það stjórn kristniboðsins og kirkjan sem ákveður hvar þeir skuli starfa. Þetta er alfarið skipulagt þarna úti. Eðlilegast er að þeir sem þekkja starfið og aðstæður best ákveði þetta. Hvernig er að horfa fram á veginn þegar þið snúið nú aftur til Eþí- ópíu? — Við förum með mikilli gleði og þakklæti aftur til Eþíópíu eftir þessa stuttu og ánægjulegu dvöl hér heima. Það hefur verið gaman að heilsa upp á kristniboðsvini og hitta þá sem bera þetta starf uppi með fórn og fyrirbæn. Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti og vandamál er það nú svo að það er Guð sem heldur dyrunum opnum fyrir okkur í Eþíópíu. Meðan þær eru opnar er það skylda okkar að gera það sem við getum. Það er nóg af verkefnum og margt ógert. Sem dæmi má nefna safnaðarfræðsluna og starfið í Voitódalnum sem stendur okkur einna næst. Þar eru opnar dyr og svo lengi sem við fáum leyfi til að fara þangað ber okkur að gera það. Ég vil biðja kristniboðsvini að lýjast ekki, biðja án afláts og takast á við verkefn- in. Þetta eru miklar fjárhagsskuld- bindingar og starfið kostar mikið, en ef við störfum af trúfesti og leggjum málið í Guðs hendur mun hann vel fyrir sjá. Starfið ber árangur. Það er e.t.v. ekki allt eins og við kristniboð- arnir vildum óska okkur, en það ber ávöxt og við náum til margra sem ekki hafa heyrt fagnaðarerindið. Fyrir það skulum við þakka Guði og starfa eins lengi og dagur er. Við þókkum Jónasifyrir spjallið og biðjum honum og fjölskyldu hans blessunar Guðs á nýjum starfsvett- vangi. G.J.G- 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.