Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 9
Egi! Grandhagen: Gleymdir þioðflokkar liffill Grandhagen Heimurinn er ekki bara samsettur af einstaklingum og þjóðum, heldur einnig þjóðflokkum. Hann skiptist í ótal ólíka hópa sem hver um sig í krafti kynþættis, tungu, vinnu og lifnaðarhátta, er sér meðvitandi um að heyra saman. Þessi vitund er oft sterkari en t.a.m. þau bönd sem tengja saman heila þjóð og er oft orsök pólitískra átaka víða um heim °g erfitt er fyrir okkur að skilja. Þetta er staðreynd sem við verðum að taka tillit til í kristniboðsstarfinu. í Indónesíu er t.d. stór þjóðflokkur sem kallast Batak-fólkið. Talið er að um ein milljón Batak-manna tilheyri kristnum kirkjum. Það má hins vegar ekki telja okkur trú um að tími kristniboðs í Indónesíu sé liðinn. Þetta stóra eyríki samanstendur af 39 Þjóðflokkum sem hver um sig hefur eigið tungumál og menningarleg sér- kenni. Margir þessara þjóðflokka hafa alls ekki heyrt fagnaðarerindið °g það mun jafnvel ekki breytast þótt aðrir indónesiskir þjóðflokkar taki trú í vaxandi mæli. N ýtt hugtak hefur komið fram í umræðunni um kristniboð í Bandaríkjunum þar sem talað er um: "The Hidden Peoples" (Földu þjóðflokkarnir). Það má spyrja hvort unnt sé að fela heilan þjóðflokk og deila um hvort nota eigi slíkt hugtak. Samt sem áður getur það kennt okkur, sem viljum ná lengra með fagnaðarerindið, mikilvæga hluti: Mörg þúsund þjódflokkar hafa ekki heyrt Þrátt fyrir mikið kristniboðsstarf sl. 200 ár eru enn mörg þúsund þjóð- flokkar sem ekki hafa enn heyrt fagnaðarerindið. Nákvæm tala bygg- ist á því hvernig við skilgreinum „þjóðflokk sem ekki hefur heyrt". Sumir tala um 16.000 aðrir 10.000. Það sem þó skiptir meginmáli er að þrátt fyrir að kristna menn sé nú að finna í öllum löndum heims eru enn þúsundir stórra og lítilla þjóðflokka sem ekki þekkja fagnaðarerindið. Þessir þjóðflokkar eru takmark kristniboðsins. En vegna þess að hver þeirra um sig hefur sín sérkenni er mikilvægt fyrir kristniboðið að miða starfsaðferðir sínar við sérkenni hvers þjóðflokks fyrir sig. Bórana-þjóðflokkurinn í Suður- Eþíópíu er hirðingjaþjóðflokkur með sína sérstöku innri byggingu. Það verður að nota allt aðrar leiðir til að ná til hans heldur en Sídamó-þjóð- flokksins, sem er nágrannaþjóðflokk- ur og stundar jarðyrkju sér til lífsvið- urværis og hefur allt annað tungumál og sérkenni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar við skipuleggjum kristniboð níunda áratugarins: Ef við ætlum að ná til þeirra 2,5-3 milljarða manna sem ekki þekkja fagnaðarerindið verð- um við að ná til þeirra innan þjóð- flokksins sem hver þeirra tilheyrir. "The Hidden Peoples" Hugtakið "The Hidden Peoples" bendir okkur á að þessir þjóðflokkar eru faldir. Þeir eru gleymdir meiri- hluta hins kristna safnaðar í dag. Þeir eru faldir í tölfræði þjóðarkirkna hinna ýmsu landa og gleymdir í bjart- sýnum tilkynningum um framgang fagnaðarerindisins um víða veröld og yfirlýsingum um að tími kristniboðs- ins sé á enda. í Kenýu hefur 150 ára kristniboðs- starf leitt til þess að myndast hafa stórar kirkjur með milljónum með- lima. Á þéttbýlum stöðum í landinu blasir við hver kirkjuturninn á fætur öðrum. Margir myndu freistast til að líta á Kenýu sem kristið land. En þetta er aðeins hluti sannleikans. Niðri við ströndina við Mombasa eru margir stórir og litlir þjóðflokkar sem „urðu útundan" þegar þýskir kristni- boðar hófu starf á þessum slóðum í byrjun síðustu aldar. Ástæðan var heitt og rakt loftslag og mikil malaría. Dígómenn eru einn þessara þjóð- 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.