Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1985, Page 10

Bjarmi - 01.09.1985, Page 10
flokka en þeir eru næstum allir músl- imar. f norð-vesturhluta landsins er ástandið svipað. Túrkana, Sambúru og Pókotmenn eru enn í hópi þeirra þjóðflokka sem ekki hefur náðst til nema að litlu eða engu leyti. Nýlendu- yfirvöldin leyfðu ekki kristniboð í héruðum sem lágu að Úganda og Eþíópíu vegna ættlfokkaóeirða og landamæradeilna. Nú eru þessi svæði opin fyrir kristniboði. Aldrei fengið tækifæríð... Neyð þessara gleymdu þjóðflokka er mesta neyð á jörðu. Þeir hafa aldrei hafnað fagnaðarerindinu, aldrei snúið baki við Jesú. Þar sem þeir búa eru engar kristnar kirkjur þar sem fagnaðarerindið er boðað og sakramentin höfð um hönd. Þeir hafa enga möguleika á að frelsast því að eini boðskapurinn sem getur frelsað synduga menn hefur ekki enn verið fluttur á þeirra máli. Stórt og krefjandi hlutverk Þessir gleymdu þjóðflokkar eru ein- hver mesta hvatning kristinnar kirkju nú á dögum. En um leið er þetta mjög krefjandi verkefni. Sá sem ætlar að starfa á meðal slíks þjóðflokks verður að vera tilbúinn að læra nýtt og e.t.v. erfitt tungumál, setjast að á framandi stað, setja sig inn í menningu og hugsunarhátt sem er gjörólíkur hans eigin og hefja það erfiða verkefni að lifa með þessu fólki til að öðlast traust þess. Kristniboðinn þarf sífellt að leita eftir leiðum til að gera fagnaðar- erindið skiljanlegt í menningarheimi sem er e.t.v. án ýmissa grundvallar- hugtaka sem hann þarf að koma til skila. Hér er þörf á fólki sem sérstaklega er þjálfað til slíkrar þjón- ustu og er tilbúið að helga líf sitt jjjóð og menningu sem þekkir ekki boð- skapinn um Jesúm. „Gjörið allar þjóðir að lærisvein- um!“ Þetta voru síðustu orð Jesú. Hver þjóðflokkur og þjóðarbrot er innifalið í hjálpræðisáætlun Guðs. Tækifæri þeirra til frelsunar er háð því að einhver flytji þeim fagnaðarer- indið í búningi sem þeim er skiljanleg- ur. Það er hlutverk kristniboðsins. (Credo) Ragnar Gunnarsson: Farið og kennið... Kagnar Gunnarsson, kristinboði. Seint verður næg áhersla lögð á það hve uppfræðslan er mikilvægur þáttur í því að „gera menn að lærisveinum." Peter Cotterell, einn af fremstu kristniboðsfræðingum Breta og áður kristinboði í Eþíópíu í um 20 ár, hefur skrifað bók sem heitir „Lifandi kirkja" (Church Alive). Einn kaflinn fjallar um það að gera menn að lærisveinum og hefst hann með þess- um orðum: „Of mikið er um að boðuninni ljúki við afturhvarf". Með því á hann við að oft er unnið ötullega að því að leiða menn til trúar á Jesúm Krist, en svo gleymist að fylgja starf- inu eftir og gera þá að lærisveinum með því að kenna þeim. Afleiðingin er sú að margir falla frá þar sem þeir hafa enga rótfestu (sbr. Lúk. 8:13). Hvernig staðið er að uppfræðslu innan kristins samfélags er því lykill- inn að vexti og viðgangi þess um ókomin ár. Þetta á alls staðar við og ekki síst úti á kristniboðsakrinum, þar sem þekking fólks á kristindómin- um er víða mjög takmörkuð. Ýmsa fýsir e.t.v. að vita hvað við gerum í Cheparería, eða Pókot í því að gera fólk að lærisveinum með því að kenna því. Hér skal því reynt að gera grein fyrir því helsta sem við leggjum áherslu á í starfi okkar. Skíríð þá Enginn er skírður eða fermdur nema hann hafi fyrst gengið á skírnar- og/eða fermingarnámskeið. Þar á sér stað grundvallarfræðsla í því til hvaða Þátttakendur á biblíunámskeiðl sem haldið var á stöðinni í Cheparería í nóvember a síðasta ári. 10

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.