Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 12
Frá norræna kristilega stúdentamótinu á íslandi: Dagana 5.-11. ágúst síðastlið- inn var haldið í Reykjavík norrænt, kristilegt stúdentamót undir yfirskriftinni „Kristur og vandi okkar". Þátttakendur voru um þrjú hundruð talsins, þar af erlendir gestir hátt á annað hundrað. Samkomur voru haldnar í Neskirkju hvert kvöld, og þar voru einnig Biblíulestrar á morgnana. Smærri hópsamver- ur voru hins vegar í skólunum í kring, og þar var líka gistiað- staða fyrir þátttakendur. Mótið fór vel fram að öllu leyti og voru menn mjög ánægðir með það. Öll boðun á mótinu var einstak- legaskýroggóð. Biblíulestrarnir voru úr Opinberun Jóhannesar, köflum 4-7 og fór Agne Nord- lander (S) í gegnum þá öruggum skrefum. Fyrir mörgum opnaðist þarna leið inn í áður mjög tor- skilið rit. Enginn varð heldur svikinn af því sem boðað var á kvöldsamkomunum, en þar töl- uðu m.a. Anfin Skaaheim (N), Jens Ole Christensen (D), Pekka Jokiranta (F) og Inge- björg Lindheim (N). Stjórnend- ur mótsins voru þau Gísli Jónas- son og Stína Gísladóttir. Til að efla tengsl og skilning landanna á milli var hvert kvöld kynnt starfsemi kristilega stúd- entafélagsins í hverju landi. Einnig kynnti Pete Lowman frá Alþjóðlegu kristilegu stúdenta- hreyfíngunni (IFES) starf hreyf- ingarinnar og sagði frá stúdenta- starfinu í Asíu, Afríku, Norður- og Suður-Ameríku og á megin- landi Evrópu. KSF á fslandi er aðili að IFES. íþróttakeppnir („landsleikir"), gönguferðir og ferðalög efldu Jíka tengsl manna á milli og styrktu samfélagið. Veðrið var mjög gott allan tím- ann og þótti útlendingunum það furðu sæta að þeir yrðu sól- brenndir á íslandi! Á meðan á mótinu stóð aflaði Kristilega skólahreyfingin fjár til starfsemi sinnar með því að halda basar og selja kaffi og kökur á mótinu. Við viljum nota tækifærið og færa hér alúðarþakkir öllum þeim sem gáfu handavinnu eða kökur, sem og þeim sem hýstu fólk fyrir okkur. Eftir mótið var haldið þriggja daga námskeið á vegum KSF um boðun kristindóms, Biblíules- hópastarf og trúvörn meðal stúd-. enta. Leiðbeinendur voru Inge- björg Lindheim (N) og Pete Lowman. Lærisveinar þeirra af námskeiðinu eru allir sammála um að það hafi verið einstaklega gott og gagnlegt. KSF hyggst efla boðunarstarfið í Háskólan- um og Kennaraháskólanum í vetur. Það þýðir í rauninni að hver félagsmaður verði að vera kristinboði á sínum stað. Til þess að svo megi verða þýðir hins vegar ekki bara að læra um markmið og leiðir, fyrst og fremst þarf að BIÐJA. Biðja þarf um að Guð opni leið fyrir orð sitt inn til samstúdenta okkar, og um djörfung okkur til handa. Vilt þú vera með í bæn fyrir stúdentastarfinu? Biðjum hvert með öðru og hvert fyrir öðru, þá er vakningin á næsta leiti. Kristur leysir vandann. F.h. KSF, Ragnheiður Harpa, formaður Samkomur norræaa, krlstl- lega stúdentamótslns voru haldoar í Nesklrkju í Keykjmvík. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.