Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1985, Page 14

Bjarmi - 01.09.1985, Page 14
Kristjana I. Svavarsdóttir Pá fór að birta Kristjana I. Svavarsdóttir er hús- móðir og skrifstofúmaður og starfar ■ KI UK á Akureyri. Jesús segir: „Ég er Ijós heimsins. Hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa Ijós lífsins. “ Þessi orð eru mér sérlega kær. Og þau eru mér minnisstæð á sérstakan hátt vegna þess að þau voru mér „gefin“ þegar ég gekk í KFUK fyrir meira en 20 árum. Það var búið að orða það við mig nokkuð oft, án árangurs, að koma í þetta félag. Ég taldi mér trú um að ég hefði svo mikið að gera og í svo mörgu að snúast að ég hefði lítinn tíma til þess að sinna félagsstarfi. En að lokum varð mér ljóst, að KFUK var ekki venjulegt félag. Það var meira. Það var samfélag sem ég átti heima í og hafði þörf fyrir. Ég þarfnaðist félagsins miklu fremur en félagið þarfnaðist mín. Og afstaða okkar til Guðs er e.t.v. ekki ósvipuð. Við álítum að hann þarfnist okkar en gleymum svo oft að það eru fyrst og fremst við sem þörfnumst hans. En okkur er þetta ekki alltaf ljóst. Ég var búin að Iifa nokkuð lengi í þeirri trú, að það væri aðeins Guð sem þyrfti á mér að halda. Ég vissi að hann var til og ef eitthvað var Ieiðin- legt eða sorglegt, eða þá að ég var hrædd, þá var gott að vita af Guði og jafnvel biðja til hans. En annars gat ég hjálpað mér sjálf, fannst mér. Ég bað bænirnar mínar á kvöldin eins og ég hafði lært sem barn en ég bað vélrænt og af skyldurækni en ekki af reglulegri þörf. Mér leið hvorki vel né illa en ég sá enga sérstaka þörf fyrir breytingu. Þetta var svo sem bærilegt eins og það var. Þannig var afstaða mín um það leyti sem ég fór að fara á fundi í yngri deildinni í KFUK og á samkomur. Á þessum stöðum heyrði ég Guðs orð sem talaði til mín á þann veg að ég sá og fann að ekki var allt eins og það átti að vera í mínu lífi. Guðs orð talaði til mín og dæmdi mig. Og ég tók Biblíuna og fór að lesa. Og smátt og smátt sá ég og fann að ég hafði gengið í myrkri, verið blind. En nú fannst mér vera að birta. En það var ekki sársaukalaust því að ljósið frá Guðs orði opinberaði syndir mínar. Það var óskaplegt að sjá þær allar í sinni réttu stærð, í ljósinu frá Guði. Og þá var gott að vita um hann sem hafði gefið sjálfan sig í dauðann fyrir mig og syndir mína. Ég fékk að reyna það, að blóð Jesú, Guðs sonar, hreinsar af allri synd. Þegar mér varð þetta ljóst þá virkilega þarfnaðist ég þess að biðja, ekki vélrænt og af skyldurækni, held- ur þörf. Ég þekkti líka fyrirheitið um bænheyrslu þeim til handa sem biðja um fyrirgefningu og iðrast. Og ég treysti þessu fyrirheiti. En þetta gerist ekki í eitt skipti fyrir öll. Aftur og aftur verð ég að koma fram fyrir Guð og biðja um fyrirgefn- ingu. Ég get tekið undir með Páli þar sem hann segir: „Það illa, sem ég ekki vil, geri ég, en það góða, sem ég vil, geri ég ekki.“ En ég veit að Jesús Kristur er í gær og í dag sá sami og um aldir. Hann fyrirgefur syndir nú eins og þá, því megum við treysta. Geta mín til að vitna um mína veiku trú er lítil, en orðin: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir,“ eru uppörvandi og hjálpa mér að koma þessum orðum á blað. Og ég veit, að við eigum ekki að þegja. Okkur hafa hlotnast stórkostlegir hlutir og við eigum að segja öðrum frá. Við myndum ekki þegja um það ef t.d. forsetinn kæmi í heimsókn til okkar. Ætli við værum ekki dálítið upp með okkur og hreykin? Jú» sjálfsagt, en hvað gerðist ekki með okkur sem eigum trúna á Jesúm Krist? Kom þá ekki sonur Guðs, Jesús sjálfur, og vildi taka sér bústað í hjörtum okkar? Þetta var það sem gerðist og við eigum að vera hreykin en eigum ekki að þegja um þá stór- kostlegu hluti sem okkur hafa verið gefnir. Að lokum eitt vers úr Fyrra Tímó- teusarbréfi 1. kafla og 15. vesti: „Það orð er satt og í alla staði þess vert að við því sé tekið að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn og er ég þeirra fremstur." nOREGUR: Kristileg fréttastofa Kristllega fréttastofan í Noregl, KPK, er orðin 70 ára. Hún sendlr vikulega efni til 89 dagblaða og kristi- iegra rita. og 189 safnaðarblöð fá fréttir frá henni einu sinni í mánuði. Eigendur stofnunarinnar eru 25 kristileg samtök. Meginsjónarmið KPK er að efnið sem hún sendir frá sér sé jákvætt og uppbyggilegt. Fréttastofan er ekki „fréttafulltrúi" trúaða fólksins í land- inu heldur einmitt fréttastofa. Hún tekur fyrir ýmis efni sem eru á dag- skrá og fjallar um þau að hætti frétta- manna, bæði í grelnum og viðtölum: Fréttir af vettvangi kristilegs starfs. hugmyndir og hugsjónir. mannlíf o.s.frv. KPK vlll lita á sérhvert mái sem hún ræðir um frá kristilegu sjónar- miðl. Eigendur fréttastofunnar eru allir innan þjóðkirhjunnar en lútherska frikirkjan er einnig meðeigandi. Sam- tókin standa sjálf undir kostnaðinum af rekstri fréttastofunnar og þeir sem fá sent efni greiða gjald fyrir. „Rit- stjórar" KPK eru Aud og Asbjörn Kvalbein. 14

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.