Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 15
LÆRISVEINN Þeir sem hölluðust að Jesú eru oft nefndir lærisveinar í Nýja testament- 'nu, einkum í guðspjöllunum og Post- ulasögunni. Skriftlærðir menn um daga Jesú höfðu lærisveina. Þeir áttu ekki aðeins að hlýða á fræðslu þeirra heldur vera stöðugt með kennara sínum, þjóna honum og fylgja honum á ferðum "ans, enda átti kennari eða fræðari ekki eingöngu að leiðbeina nemend- um sínum með kennslunni heldur líka með breytninni svo að lærisveinarnir gætu séð hvernig fræðslan yrði að veruleika í lífinu. Lærisveinar gátu tnenn orðið þegar þeir höfðu fengið leyfi til að fylgja kennaranum, sbr. Matt. 8,19. Allt er þetta líkt því sambandi sem var á milli Jesú og lærisveina hans. Hann hafði líka fasta lærisveina, Matt. 10,1; Mark. 3,14. þeir voru Slfellt hjá honum og þjónuðu honum, st)r. Matt. 10,24; Mark. 3,14; I4,15nn. Að fylgja Jesú var sama og að vera lærisveinn hans, Mark. 1,17; 2.17 o.fl. Þó var í raun oe veru eðlismunur á nopnum sem fylgdi Jesú og lærisvein- Urn hinna skriftlærðu, því að Jesús var •^iklu meira en kennari. Hann var eUífur sonur Guðs, kominn í heiminn til að frelsa mannkynið. Að vera lærisveinn hans er þess vegna sama og að trúa á hann og hlýða honum. Þetta var þó ekki fullkomlega reyndin meðan Jesús gekk um á þessari jörð, því að Jesús hafði ekki enn fullkomnað hjálpræðisverk sitt og heilögum anda hafði ekki verið úthellt. Þá fyrst þegar hjálpræðisverk- ið var staðreynd og andanum var úthellt á hvítasunnu — það var ávöxt- ur af hinu fullkomna hjálpræðisverki — var unnt að eignast algjört persónu- legt samfélag við Drottin Jesúm Krist. 1 Postulasögunni er orðið læri- sveinn mjög oft notað um þá sem voru kristnir, sbr. 6,lnn; 9,1,10,26,38; 11,26,29; 13,52 o.fl. Lærisveinn er því einfaldlega maður sem er kristinn, á persónulegt samfélag við Krist, sbr. 11,26. Orðið lærisveinn er oft rangtúlkað. Sumir ætla að kristindómurinn sé í því fólginn að menn reyni eftir fremsta megni að fylgja fordæmi Jesú. Þetta er misskilningur. Samkvæmt Postulasögunni er sá maður læri- sveinn Jesú sem hefur veitt Jesú við- töku sem frelsara sínum og eignast því gleði og heilagan anda í æ ríkara mæli, Post. 13,52. Fyrir kraft andans getur hann haldið þau boð sem honum eru fyrir sett, Matt. 28,19nn, og að sjálfsögðu þráir hann að hlýðnast frelsaranum. En það sem gerir hann að lærisveini eru trúartengslin við frelsarann, vissan um að hann eigi hlutdeild í hjálpræðisverki Jesú. Allir geta orðið lærisveinar Jesú. Þess vegna er kristnum mönnum skylt að boða fagnaðarerindið um Jesúm og hjálpræðisverk hans og hvetja menn til iðrunar og afturhvarfs. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.