Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 16
Bjarne E. Landro: Að reyna andana er að meta það andlega vald sem fylgir trúmálastefn- um eða mönnum er fjalla um trúmál. Ekki er allt andlegt vald frá Guði enda flytur orð Guðs þessa áminn- ingu: „Þér elskaðir, trúið ekki sérhverj- um anda heldur reynið andana hvort þeir séu frá Guði; því að margir falsspámenn eru farnir út í heiminn" (1. Jóh. 4,1). Þó að eitthvað sé andlegt er ekki víst að það sé kristi- legt. Spurningin sem úrslitum ræður hlýtur að vera þessi: Hvers konar andi er það sem um er að ræða? 1. Andar eru margs konar A. Andi mannsins Maðurinn er andleg vera og getur haft andleg áhrif. Hæfileikinn í þessa átt er ekki gefinn öllum jafnt. Við þekkjum menn sem metta andrúms- loftið einungis með návist sinni, og þegar þeir segja eitthvað fylgir sann- færingarmáttur orðum þeirra. Til eru menn sem hafa líka vald til að dáleiða eða sefja fólk svo að þeir geta farið með það eins og viljalaus verkfæri. Þetta þarf hvorki að vera frá Guði né Satan heldur aðeins andlegir og sálrænir eiginleikar. Hins vegar segir hættan til sín ef þessum hæfileikum er beitt þegar verið er að ávinna menn til trúar á Jesúm Krist. Einkum kann freistingin að vera of sterk ef menn eru gæddir þessum sálrænu eiginleik- um í rækum mæli. Hættan er mest þegar um er að ræða predikara og andlega leiðtoga. Þeir þrá að leiða menn inn í ríki Guðs. í áhuga sínum nota þeir alla hæfileika sína, og fólk lætur hrífast. Þarna kann svo að fara að andi Guðs fái ekki að vinna verk sitt og að einungis verði um mannleg áhrif að ræða. Það var samkoma í kirkju. Þyngsli og deyfð hvíldu yfir. En predikarinn ætlaði að koma af stað andlegri hrær- ingu og bauð fólki að koma fram að grátunum, öllum sem vildu láta frels- ast og öðlast andlega endurnýjun. Það er út af fyrir sig ekkert við það að athuga að fólki sé boðið að koma fram á þennan hátt. En hann gerði það þannig að ég varð kvíðafullur. Ég fékk staðfestingu á því að hann neytti hæfileika sinna til að sefja menn. Á þann hátt tókst honum að koma til vegar magnaðri „andlegri stemmn- ingu". Ungmenni sem kom fram að altarinu sagði umbúðalaust: „Ég var altekinn einhverjum krafti sem togaði mig ofan af lofti og hingað niður. En ég veit ekki hvers vegna ég er kominn hingað." „Andlegt starf" af þessu tagi getur valdið „andlegum slysum". Það fer aldrei vel, ef það er ekki andi Guðs sem verkar á syndarann með orði Guðs og knýr hann á kné. Við þekkjum fólk sem „komst til trúar" vegna þess að einhverjir lögðu fast að því á mannlega vísu. Og síðan „féll það frá" þó að það hefði í raun og veru aldrei komist til trúar. Þessi reynsla er hinu ógæfusama fólki eins og martröð og stendur í vegi fyrir kalli Guðs. Það gerir sér ranga mynd af kristindómnum og reynsla þess af kristindómnum er brengluð. Guð hjálpi okkur sem eigum að vera andlegir leiðtogar að við séum áhugasamir þegar við reynum að ávinna menn, en hann forði okkur fra því að beita mannlegum og sálrænurn brögðum til að sannfæra fólk og láta sem slíkt sé kristindómur! B. Andi Satans Satan er yfirnáttúrleg, andleg vera og býr yfir yfirnáttúrlegum hæfileik- um og mætti. Allt frá syndafallinu hefur hann lagt kapp á að leiða fólk frá Guði. Biblían segir að þetta hafi honum tekist óhugnanlega vel, og þegar líður að heimsslitum mun villan ná hámarki. Vert er að gefa gaum að svari Jesú þegar lærisveinarnir spyrja um tákn síðustu tíma: „Gætið þess að enginn leiði yður í villu" (Matt. 24,4). Mest mun bera á hinu öfluga valdi villunn- ar. í Eden þóttist djöfullinn vera vinur Guðs. Eins hefur hann síðan reynt að Ieiða menn afvega með því að láta þá halda að andi hans sé andi Guðs. Þegar nálgast endalokin hefur hann náð svo langt að margt af því sem kallast kristindómur á rætur að rekja til hans. ^Margjr falsspámenn munu rísa upp og leiða marga í villu" (Matt. 24,11). Nútíminn einkennist af villulær- dómum. Það er margt sem á að vera kristindómur. Sumir kristnir, trúaðir æskumenn, einkum í bæjum, eru greinilega áttavilltir. Þeir þrá „anda og líf" og láta leiðast inn í trúarsamfé- lög sem gjalda ber varhug við. Ef nafn Jesú er nefnt þar og andrúmsloftið hlaðið krafti telja þeir það öruggt merki þess að þar sé sannur kristin- dómur. 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.