Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 17
Þeir gera sér ekki ljóst, að falsspá- menn nota líka nafn Jesú (Matt. 24,5). Svo djöfullegur er Satan að hann dylst á bak við nafn óvinar síns. En aldrei er óvinurinn eins hættulegur og þegar hann þykist vera vinur. Þetta er aðvörun til trúaðra, krist- inna manna að þeir taki ekki allt gott og gilt, þó að nafn Jesú sé notað. Ekki er það heldur ótvíræð sönnun um að ósvikinn kristindómur sé á ferðinni þó að andlegur kraftur sé að verki. Satan á auðvelt með að magna andrúmsloftið. Það er líka á valdi manna. Það sem ríður baggamuninn hlýtur að vera þetta: Hvers konar andi er hér á ferðinni? Ekki eru allir andar frá Guði. En hvað þá ef undarlegir hlutir eiga sér stað eins og tungutal og lækning- ar? Eru það ekki afdráttarlaus kenni- merki á sönnum kristindómi? Nei, því miður. Djöfullinn hefur yfirnáttúrulegt vald. Hann getur framkvæmt yfirnáttúrulega hluti með verkfærum sínum, líka lækningar. Vitnum enn til þess sem Jesús hefur sagt: „Upp munu rísa falskristar og fals- spámenn og þeir munu gjöra stór tákn og undur til þess að leiða í villu ef verða mætti jafnvel útvalda" (Matt. 24,24). Tökum eftir: „Stór tákn og undur." Ennfremur segir í Matt. 7,22-23: .,Margir munu segja við mig á þeim degi (dómsdegi): Herra, herra, höfum vér ekki spáð með þínu nafni og höfum vér ekki rekið út illa anda með þínu nafni og höfum vér ekki gjört mörg kraftaverk með þínu nafni? Og þá mun ég segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekkti ég yður" (Matt. 7,22- 23). Við getum ekki heldur gert ráð fyrir að allt tungutal sé frá Guði. Satan þekkir öll tungumál heimsins. Honum er það leikur einn að leggja óþekkt tungumál í munn manns sem hann hefur á valdi sínu. Ef trúaðir, kristnir menn fara að h'ta svo á að óvenjulegir atburðir séu einkenni á sönnum kristindómi mun Satan sjá til þess að nóg verði um slík einkenni og leiða þá þannig út af réttum vegi. C Heilagur andi Þetta er andinn sem er af Guði. Guð er máttugri en Satan. Þannig er andi Guðs máttugri anda Satans. Biblían segir að öllum börnum Guðs sé gefinn andi Guðs. (Efes. 1»13), Já, hann hefur búið þau guð- dómlegum hæfileikum með náðar- gjöfum sínum (1. Kor. 12). Þess vegna getur andinn framkvæmt undursamlega hluti fyrir starf barna Guðs og látið mikinn kraft koma fram. Við megum því ekki fara út í þær öfgar að fordæma alla einstakl- inga og trúarsamfélög þar sem mikill kraftur er að verki og segja að þar gæti áhrifa Satans. Samkomur okkar sjálfra eru oft þurrar og predikanirnar snauðar að anda og krafti. Engin ástæða er til að gera það að allsherjar mælikvarða. Orð Guðs hvetur alla trúaða, kristna menn til að fyllast andanum, þ.e. fyllast verkan og krafti andans (Ef. 5,18). Ef sú væri yfirleitt raunin á meðal okkar, eins og Guð vill að það sé, mundi þess líka gæta í einkalífi okkar, að þar væri andinn að starfi í ríkara mæli; einnig í predikun og samfélagi okkar innbyrðis. Ekki svo að skilja að það birtist í hávaða og mikilli tilfinningaólgu, heldur kæmist andinn betur að, með orðinu, til að sannfæra okkur til dóms og frelsunar. Höfuðverkefni andans er að sannfæra um synd, réttlæti og dóm og vegsama Krist fyrir hjörtum okkar (Jóh. 16,8- 14). Það yljar okkur um hjartað þegar ttöfuðverkefnl heilags anda er að sannfæra um synd, réttlætl og dóm og vegsama Krist fyrir ttförtum okkar. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.