Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 19
Kristin boðun Dagana milli jóla og nýárs mun kristilegt mót sem haldið verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð, tengjast umheiminum á sérstakan hátt með hjálp tækninnar. Þessa daga verða haldnar kristilegar ráð- stefnur víðsvegar um heim og tengjast þær með beinum sjón- varpsútsendingum um gervihnetti. Það er kristilega stúdentahreyf- ingin „Campus Crusade for Christ", sem stendur á bak við þessar ráðstefnur, en kirkjur og kristileg félög víðs vegar um heim sjá um framkvæmd og undirbúning í sínu heimalandi. Mót þessi eða ráðstefnur bera heitið "EXPLO '85." Markmiðið með Explo '85 er að safna fólki um allan heim um það sameiginlega verkefni að flytja öllum þjóðum fagnaðarerindið um Krist. Mótið hér verður haldið dagana 28.-31. desember 1985. Skipulögð verða morgunnámskeið þar sem fram fer þjálfun og uppbygging til kristilegs starfs. Síðdegis fylgjast menn sameiginlega með kristilegri dagskrá um gervihnött, þar sem þekktir ræðumenn, m.a. Billy Graham koma fram, og sjónvarp- að verður beint frá hliðstæðum ráðstefnum víðs vegar um heim. Á kvöldin verða síðan almennar samkomur. Það er þjóðkirkjan og ýmis kristileg félög og söfnuðir sem annast undirbúning að Explo '85 hér á landi. um gervihnött til íslands Fallegt skip nægir ekki Gamall hvalfangari gerði það fyrir vin sinn að fara með honum og hlusta á mælskan predikara. .Þegar þeir komu út úr kirkjunni að lokinni guðsþjónustunni, sagði vinur- inn: „Jæja, Jóhannes, var þetta ekki Prýðisgóð predikun?". „Jú, skipið var svo sem ágætt, það flaut vel á sjónum. Möstrin voru nákvæmlega eins og vera bar, og ekkert var athugavert við rá og reiða. Seglin þöndust vel. En - ég sá enga hvalabyssu á skipinu. Þegar skip er á hvalveiðum, skiptir auðvitað mestu máli að ná í hval. En hvalurinn kemur ekki til okkar, þó að við séum á fallegu skipi. Við verðum að leita hann uppi og veiða hann. Nú virðist mér predikari vera hvalfang- ari. Hann er ekki sendur af stað til að sigla um í hvalatorfunni, heldur til að veiða. Jesús sagði við lærisveinana: „Ég mun gera yður að mannaveiðurum". Hversu marga predikara eins og þann, sem við vorum að hlusta á, heldur þú að þurfi til að vekja syndara af svefni, svo að hann fari að hrópa: „Hvað á ég að gera til þess að verða hólpinn?"" „En heyrðu mig nú, Jóhannes, nú á dögum vilja menn ekki láta veiða sig. Hins vegar vilja þeir heyra fjallað um sannleikann á gáfulegan hátt. Fólki líkar einmitt vel að hlusta á slíkar vangaveltur, lifandi líkingar og sögur, sem presturinn leyfði okkur að njóta með sér í dag. Sástu ekki, hve fólk sperrti eyrun? Það er ekki lítils virði að geta safnað saman svona stórum hópi manna, sem fær þá að heyra fagnaðarboðskapinn." „Það fær að heyra um f agnaðarboð- skapinn, áttu líklega við. Ég hef ekkert við vangaveltur prestsins að athuga né heldur lifandi myndir hans og dæmi. Það er eins og ég sagði: Skipið var ágætt. En mistökin voru þessi: Þegar hann var kominn út á miðin og hvalirnir blésu allt í kringum hann, þá kallaði hann ekki skipshöfnina til að veiða hvalina, heldur hneigði sig kurteislega og sagði: „Það er gleðilegt að sjá, hve margir hvalir eru hér í dag. Ég vona, að þið dáist að skipinu mínu og viljið líka koma og blása í kringum það á næstu ferð okkar." Heldur þú, að útgerðin hafi áhuga á að láta þennan skipstjóra fara aðra ferð á hvalamiðin í norðurhöfum?". 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.