Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1985, Page 20

Bjarmi - 01.09.1985, Page 20
Vegur lífsins Þótt mér byðust gull og grænir skógar og glæstar hallir, tign og þjónalið, á leiðum mínum lystisemdir nógar það læknað gæti ei sál né gefíð frið. Því enga gæfu veitir heimsins hylli sem hefur í sér nokkra sálubót. Því hvað er lífíð? Dropi í djúpsins veldi, sem draumur vafínn skugga, óldurót. Og eilífðin, sem öllu faðminn býður er endalaus. Já þvílíkt regindjúp. Og ævistundin öruggt áfram líður þótt enginn sjái gegnum tímans hjúp. Hve gott er því að leggja í Herrans hendur sinn hag og ráð og allt sem mæta kann. Hann stjórnar vel og stýrir burt frá boðum, að björtu landi fíytur þreyttan mann. Ég veit ei neitt, sem veldur meiri trega en vita menn án Guðs og náðar hans, sem þykjast hafa visku varanlega og vilja ei þiggja tilboð skaparans: Að hver sem trúir, hólpinn verði hafínn til himnadýrðar fyrir Jesú blóð. í því er fólgin hamingja og heiður og hjartað eignast dýran andans sjóð. Því hver sem frelsast fær að reyna þetta, þá fyrirgefnar verða syndir hans. Og andinn glaður öðlast útsýn rétta, hann á sín mál ískjóli frelsarans. Og fyrir hann er gott og vert að vinna þótt verði stundum gatan nokkuð þröng. Hann fer á undan, vísar veginn rétta svo vandamálið snýst í glcðisöng. Ég heyri sagt að breyta þurfí boðum sem Biblían til þessa hefur kennt. Á þá að brenna hinum sterku stoðum er standa undir lífsins dýrstu mennt? Því ætla menn á orði Guðs að troða að engu gera boðorð skaparans? Er til nokkur annar kristindómur en endurlausnarverkið frelsarans? Það sama gildir fyrir aldir allar. Þótt annað fyrnist stendur Drottins orð. Hve öruggt lífþá ævidegi hallar að eiga gnægð við Herrans náðarborð. Þar hlyti frið hin eirðarlausa æska sem áfram hrekst í straumi í leit að ró. Því mannkyn allt á rúm í Herrans hendi og hann á einn af kærleikanum nóg. Já þökk sé Drottni, það er hann sem býður að þeir sem trúa starfí fyrir hann. Og óðfíuga þá áfram tíminn líður þá yfírtekur nótt sitt þögla bann. Hún kemur brátt, og enginn fær þá unnið en akrar hvítir bíða hinsta dags. ÍJesú nafni enn skal áfram halda frá árdags risi, fram til sólarlags. Þótt smátt oft sýnist verk, en vilji góður þá varast skal að örvænta um neitt því lieldur velli, Ijúfur lífsins óður og Ijósi Drottins verður aldrei breytt, það Ijómar bakvið brim og boða þunga og byrðar léttir gegnum táradal. Það bænin tendrar, óvissunni eyðir og eitt er fært að græða lífsins kal. Og blessi Guð þá okkar verk og vilja að vera trú í starfí, nauðsyn ber. Við andans gjafír aldrei megum dylja af ótta við það fólk, sem trúlaust er. Því stöndum föst og djörf í Drottins nafni uns dagur rís á Ijóssins björtu strönd. Hið æðsta takmark er að þjóna honum sem á þann mátt að leysa dauðans bönd. Já lof og þökk sé Drottni dýrðarinnar sem dylst ei þeim er leita náðar hans. Við knýjum á í krafti upprisunnar sem kærleik birtir dýrstan, frelsarans. IJann kom sem barn, en bar þó allra syndir, sitt blóð á krossi gaf hann þjáðri drótt, já fyrir heiminn, sem hann ávallt elskar. í Orðið Guðs er líf og viska sótt. Hugrún

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.