Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 21
Smásaga eftir Lovise Qrödeland Ljós í myrkrinu Hann sat álútur yfir blöðum og bókum. Það logaði aðeins á vinnu- lampanum í herberginu. Úti var úimmt og kyrrt nema hvað vindurinn hreyfði við laufvana trjám. Honum gekk illa að einbeita sér við verkefnið. Hahn mændi úr sæti sínu út um gluggann, út í myrkrið, í áttina að einhverju sem birtu stafaði frá. Það var ljós í kristilega samkomuhús- inu þetta kvöld eins og svo oft áður. En ljósið hafði aldrei talað til hans eins og í kvöld. Hann vissi það. Það var þarna inni > birtunni sem hann hefði átt að vera, ■nni í samkomuhúsinu, inni í hinu heilaga samfélagi. Þar væri honum borgið í vondum heimi. Hann hafði áður verið kristinn, trúaður maður, en var það ekki lengur. Hann vissi hvað hann vildi svo 3ð þetta var ekkert erfitt vandamál. Aður, já, en ekki núna. Ekki í kvöld. Hann vissi það. Var eitthvað óviss, þráði næstum því... Já, í kvöld var það víst aðeins köllun, köllun frá hirtunni í samkomuhúsinu. Það var víst þar sem hann hefði átt að vera í kvöld því að honum hafði verið boðið. Allt fram að þessu hafði ekkert hjátað á. Hið illa í heiminum hafði átt s>nn þátt í því að styrkja hann í trú hans. Það gat ekki verið til neinn Guð 1 allri þessari illsku, allri neyðinni sem ríkti í heiminum. Kristna fólkið var engu betra en aðrir. I kvöld var því á annan veg farið. Honum hafði verið boðið að koma á samkomu. Það hafði ekki borið við í ■nörg ár. Gat það verið að einhver héldi að hann gæti frelsast, hann sem var svo viss í sinni sök? Eða var hann ekki viss um sjálfan s'g og hugmyndir sínar þegar öllu var ú botninn hvolft? Þau ættu bara að v*ta það í kvöld hversu óviss hann var, Þau sem töldu hann öruggan sín ITlegin. Nei, það má ekki verða. Hann ekki láta undan og verða talinn v'ngull sem enginn þyrði að reiða sig á. En ljósið heillar og togar hugsanirn- ar með sér — því að nú er það manneskja sem biður, hefur beðið í mörg ár. Hann veit það. Hvað er það? Er þetta köllun til afturhvarfs? Já, hefði hann verið í skjólinu innan dyra verið á meðal þeirra — þeirra sem geta horfst í augu við dauðann án þess að óttast — þeirra sem eiga frið í vondum og válegum heimi. Sko, samkomunni er lokið. Fólk fer að streyma út, stórir og litlir hópar. Það hefur verið múgur og margmenni í kvöld. Langt síðan svo fjölmennt var. Meira að segja margt æskufólk, að því er virðist. Augun hvarfla fram og aftur í leit að einhverjum. Hvernig skyldi henni líða núna? Hún bauð mér að koma — og ég kom ekki. Já, hún er eflaust á meðal hinna í stórum skaranum. Hann skyggnist um í ákafa en þessi eina er hvergi sjáanleg. Nei, það er sjálfsagt ekki auðvelt að greina hvern um sig í slíkri mannmergð. Hann getur víst haldið áfram að strita við blöð og bækur. Það er fáránlegt að sitja svona og góna á fólk. Flestir eru þegar horfnir. En hann getur ekki hamið hugsan- irnar. Þær vilja heldur glíma við sitt. — Sko, þarna! Allt í einu sér hann það. Einhver fer þarna einförum hægt og rólega upp veginn. Það er hún. Hann sér það, er alveg viss, enda þótt þarna séu aðeins ljósastaurarnir. Þetta er hún! Þetta er vaxtarlag hennar. Ein út af fyrir sig, langt á eftir hinum... Hún nemur staðar, lítur í áttina að glugga þar sem aðeins logar á vinnu- Iampa. Hvers vegna kom hann ekki? Hún leggur aftur af stað, hægt. Horfir aftur, og einu sinni enn, — uns hún hverfur í myrkrið. Það var fjós í kristllega samkomuhúslnu þetta kvöld elns ogsvo oft áður. En fjóslð hafðl aldrel talað til hans elns og / kvöld. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.