Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1985, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.10.1985, Qupperneq 3
Kemur út tíu sinnum á ári. Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Ágúst Einarsson, Benedikt Arnkelsson. Guðni Gunnarsson, Sigurður Jóhannesson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Amtmannsstig 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík, símar 17536, 13437. Árgjald: Kr. 500innanlands, kr. 600 til útlanda. Igalddagi: 1. mars. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við — Itvað um börnin? ... 3 -Hann tekur á móti mér". — fiugleiðing eftir sr. Valgeir Ástráðsson .....................4 í brennidepli — Barnið og fagnaðarerindíð: Boðun meðal bama ..............5 Böm og bæn ....................9 lJm viða veröld ................11 Kaldársel 60 ára ...............12 "Ég þarf að heyra ærslin í krökkunum" — Viðtal við Sigrúnu S. Jónsdóttur ....... 13 Biblíuorðabókin ............... 15 Reynið andana — síðari hluti .. 16 Æskan kemur ................... 18 f'leiri og fleiri trúa .........19 Heimsókn frá Eþíópiu ...........19 fjömtíu ára farsælt starf ......20 frá starfinu ...................22 f'orsíðumynd: Bjarmi \ HVAÐ UM Fagnaðarboðskapurinn um Jesúm Krist á erindi við alla menn. Giidir þá einu hvert þjóðernið er, litarháttur, aldur, þroski, hæfileikar o.s.frv. Hið sama á við um börnin. Fagnaðarerindið er einnig fyrir þau. Jesús dó líka fyrir þau. Ýmsir kunna að spyrja hvort börn geti tileinkað sér fagnaðar- erindið og lifað trúarlífi. Rannsóknir trúaruppeldisfræðinga sýna að svo sé. Börn geti mjög snemma öðlast trúarlega reynslu. Hæfileikinn er fyrir hendi en áhrif umhverfisins ráði hins vegar mestu um hveinig sá hæfileiki þroskast. Hið sama gildir raunar um ótal marga aðra hæfileika mannsins. Þetta hlýtur að vera öllum þeim umhugsunarefni sem ala upp og fræða börn. Hvers konar gildismat og trúarlega reynslu leggjum við nýrri kynslóð í hendur? Fær hún að kynnast fagnaðarerindinu um Jesúm Krist sem lifandi raunveruleika í umhverfi sínu — eða sér hún einungis kalda efnishyggju? Við höfum borið börnin okkar til skírnar. Þá færðum við þeim dýrmæta gjöf — gjöf Guðs því þá tók hann þau að sér. En hvað svo? Hvað gerum við síðan með þessa gjöf? Er hún látin liggja ónotuð af því að við kennum börnunum okkar ekki að nota hana — eins og við gerum reyndar yfirleitt með aðrar gjafir sem við færum þeim? Fagnaðarerindi Jesú Krists birtist ákaflega skýrt í skírninni. Þar tekur hann við barninu eins og það og án allra skilyrða. Barnið fær að hvíla í þessu, rétt eins og við sem fullorðin erum getum ekki byggt á neinu öðru. Jesús Kristur tekur okkur að sér eins og við erum og skilyrðislaust. Þessu fagnaðarerindi þurfa bömin að mæta allt frá fæðingu. Fyrst á heimilinu fyrir bæn og trú foreldranna en síðan í víðara samhengi, bæði í daglegu lífi og skipulegu kristilegu starfi. Hér skiptir allt í senn máli: Boðun og fræðsla í orði Guðs, bæn og tilbeiðsla og dagleg samskipti á heimili og annars staðar. Bömin þurfa að kynnast kristinni trú sem jákvæðum og eðlilegum þætti daglegs lífs. Við sem höfum kynnst Jesú Kristi og fagnaðarerindinu um hann hljótum að láta það móta allt líf okkar þannig að orð okkar og athafnir endurspegli það sem Guð hefur fýrir okkur gert í Jesú Kristi. Það er einmitt með þeim hætti sem við miðlum nýrri kynslóð fagnaðarerindinu þannig að börnin kynnist Jesú Kristi sjálfum og uppgötvi hvað hann hefur gert fýrir þau og vill gefa þeim. _______________________________________________________a_y 3

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.