Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1985, Page 4

Bjarmi - 01.10.1985, Page 4
Hugleiðing eftir sr. Valgeir Ástráðsson n Hann tekur á móti mér Sr. Valgeir Astráðsson cr prestur í Seljasokn ■ Reykjavík. Með haustdögum, þegar lauf falla og veturinn leggst að, hefur því stundum verið líkt við dauðann í andstöðu við það líf, sem kviknar og færist yfir allt með vorkomunni. En þótt haustdagarnir séu ekki einkenni lífsins í þeim skilningi, þá færist líf yfir í öðrum skilningi. Félagsleg starfsemi öll vaknar af dvala. Einkum á það við um alla starfsemi meðal barna og unglinga, sem vaknar til lífsins að nýju eftir hlé sumarsins. Og í kristilegri starfsemi gætir þessa hvað mest. Hjá okkur, sem um skipulag þeirra mála fjöllum, einkennist haustið af amstri við að koma öllu af stað, — venjulegast því að reyna linnulaust að fá fólk til að taka þátt í því starfi og láta eitthvað af tíma sínum til þess að boða börnum og unglingum fagnaðarerindið um Jesúm Krist. Barna- og unglingastarfið, sem miðar að þeirri boðun, er mikið að vöxtum víða um land. Og það er þakkarefni, hversu margir finna gleði í að mega taka þátt í því starfi og að leggja sitt að mörkum. En af einhverri ástæðu reynist það samt með ári hverju erfiðara að fá fólk til þeirra starfa. Sú reynsla mun vera víðast um landið og í flestum félagsheildum. Margt kristið fólk er tregt til að binda sig í barna- eða unglingastarfi. Ekki held ég að sú staðreynd stafi af því að fólk hafi nú minni tíma aflögu utan vinnutíma síns en áður-var. Margir bera fyrir sig vanmætti. Algengasta ástæðan er þó líklega sú að tækifæri til annarra frístundaiðkana verða fleiri og jafnframt tímafrekari. Frá öndverðu hefur það verið ríkur þáttur kristinnar boðunar að kenna þeim ungu. Frelsarinn Jesús Kristur lagði á það áherslu að starfa með börnum og gaf ákveðin fyrirmæli þar að lútandi. Af orðum hans má lesa greinilega nauðsyn þess að boða börnum og kenna þeim, — leggja alúð við uppfræðslu þeirra og taka þau gild í kristnu samfélagi. Þessi nauðsyn á því að vinna að barnastarfi skilst betur af þeirri líkingu, sem víða er notuð í Ritningunni, þegar trúnni og trúarsamfélaginu er líkt við það sem vex og grær. Trúin er eins og fræið sem vex. Frelsarinn er eins og stofninn, þar sem fylgjendur hans eru greinarnar. í trúnni verður að vaxa og dafna til þess að þroski náist. Þarjiarfþví að hlúa að allt frá upphafi. Hugsunin um að ala upp er líka þessu nálæg, þar sem sagt var svo um orð Guðs, að „þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum, tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú Ieggst til hvíldar og þegar þú ferð á fætur“ (5. Mós. 6). Allt það leggur áherslu á, hversu nauðsynlegt það er að vinna vel að því að næra trú barna og unglinga og hvílíkt forgangsverkefni það ætti að vera í öllu lífi kristinna einstaklinga. Að vinna ötullega að því og leggja sig allan fram, það er bein skylda allra þeirra, sem kristnir vilja kalla sig. Að sjálfsögðu geta margar ytri aðstæður hamlað þar þátttöku, svo sem heilsa, tækifæri og margt annað. En þó má á það benda, að hver einasta kristin manneskja, sem hvergi nærri kemur þannig starfi beint eða óbeint skyldi spyrja sig alvarlegra spurninga. Sannarlega er skyldan við uppfræðslu barna og unglinga og starf þar stórt mál. Þó má benda á einn þátt annan, sem ekki skiptir minna máli, en það er sá þáttur uppbyggingarinnar fyrir einstaklinginn sjálfan, sem því fylgir að mega taka þátt í því starfi. Hver einasta kristin manneskja, sem hefur starfað af einlægni og heilum hug að starfi meðal barna og unglinga, hefur líka þá reynslu að einmitt þar er að finna þá gleði og fullnun trúarinnar, sem ekki er hægt að vera án. Við kristnir menn trúum því að frelsarinn Jesús Kristur sé upprisinn og sé í þessari veröld. Þar geti enginn maður lifað eðlilegu lífi né náð neinni fullnægju nema í samfélagi við hann, sem er frelsari mannanna. Þegar hann talaði um börnin, þá sagði hann að hver sem tæki á móti einum af þessum minnstu bræðrum, hann tæki á móti sér. Þau orð verða ekki að fullu skilin nema af þeim sem vilja boða börnunum, gefa þeim af tíma sínum. Þeir sem hafa til1 þess náðargáfu að tala geri það. Aðrir hafa tækifærin líka. Þau eru kannski að taka á móti Iitlu barni í barnaguðsþjónustu, láta það finna kristinn kærleika í brosi eða handtaki, með því að hnýta skóreim, — í öllu því, sem laðar að og stuðlar að vexti í kristinni trú og lífi. Þá segir hann, Drottinn okkar og frelsari, að tekið hafi verið á móti sér. Þegar haustið færist nær, þá hefst starfið. Það kallar á þig kristinn maður og krefur þig þátttöku í trúnaði við hann, sem hefur frelsað þig. En með því ertu líka að. taka þátt í þeirri gleði, sem þú finnur ekki annars staðar. Farðu af stað! Valgeir Ástráðsson 4

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.