Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 5
BARNIÐ OG FAGNAÐARERINDIÐ Kristilegt barna- og æskulýðsstarf er víða hafið eða er að hefjast í kirkjum og kristilegum félögum. Umfjöllunarefnið I brennidepli mótast af því að þessu sinni. Fjallað verður um barnið og fagnaðar- erindið í tveim greinum. Annars vegar er grein um boðun meðal barna, hins vegar grein um börn og bæn. Hér er mikilvægt efni á ferð. Hver kynslóð þarf að miðla fagnaðarerindinu til hinnar næstu og það er ekki sama hvernig það er gert. Vigfús Hallgrímsson: Vigfús Ifallgrímsson er æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK í Keykjavík. Boðun meðal bama H þessari grein er ætlunin að taka til umfjöllunar gildi og möguleika hins talaða orðs (orðræðuna) í kristinni boðun meðal barna. Kristin boðun er vissulega meira en boðun í orðum. Hún er einnig boðun í verki, með kristnum lífsmáta sem grundvallast á kristilegum kærleika og trúariðkun, bænagjörð, biblíulestri, o.s.frv. Hér verður aðeins fjallað um orðræðuna til að takmarka greinina, þó kristin boðun í víðtækum skilningi væri kannski æskilegra umfjöllunarefni. Viðfangsefnið er því orðræðan í kristilegri boðun, gildi hennar, hlutverk, möguleikar og takmarkanir í tengslum við boðun meðal barna í nútímaþjóðfélagi. Möguleikar orðræðunnar „Hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um?“ spyr Páll postuli (Róm. 10:14). Þessi orð gefa til kynna að kristin boðun gerist ekki án orða sem manninum eru flutt, opinberuð. Það er í samræmi við grundvallarviðhorf kristnidómsins, að maðurinn hefur ekki fundið upp kristna trú, heldur er hún manninum opinberuð (sbr. 1. Kor. 2:9). Guð hefur opinberað sig og boðskap sinn manninum til lífs í samfélagi við sig. Sú opinberun er fyrst og fremst fólgin í persónu Jesú Krists, lífi hans, dauða, upprisu og kenningu. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.