Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 6
Boðun... Tungumálið er mikilfenglegt tæki. Pað samanstendur af orðum sem búin eru til úr einföldum táknum (stöfum, a,b,c, o.s.frv.) en um leið vísa orð út fyrir sig sjálf, á veruleika sem ekki felst í táknunum sjálfum. Hvað segja orðin: „Fagnaðarerindið um Krist“? Þó orðin séu einungis byggð upp með því að tengja saman hina ýmsu stafi (tákn) fela þau í sér mikinn leyndar- dóm, leyndardóm sem þarf að birta manninum. „Fagnaðarerindið um Krist“ táknar mikilvægan boðskap sem boða verður hverjum manni t'l þess að hann geti tileinkað sér hann. Sú boðun gerist fyrir orð. í nokkrum orðum er „Fagnaðarer- indið um Krist“ þetta: Maðurinn er til af því að hann á sér skapara, Guð, sem skóp (og skapar) í þeim tilgangi að maðurinn lifi í kærleikssamfélagi við hann og aðra menn. Maðurinn (mannkynið) hefur rofið þetta kær- leikssamband, syndgað, útilokað sig frá samfélagi við Guð. Enginn verkn- aður af manna hálfu getur endur- skapað það samfélag. Maðurinn getur ekki losað sig við synd sína og lifað takmarkalausu kærleikssamfélagi við Guð og aðra menn. Hann þarfnast utanaðkomandi hjálpar, en þar greip Guð inn í mannlega tilveru og opin- beraði manninum nýjan boðskap, nýja von sem Jesús Kristur er. Guð tók á sig syndir mannanna er Jesús Kristur friðþægði fyrir þær með kross- dauða sínum á Golgata forðum daga. Ég get átt samfélag við Guð þó synd mín sé enn til staðar, því Jesús tekur hana á sig. Það fagnaðarerindi til- reiknast manninum fyrir skírn og trú (Mark. 16:16). Maðurinn veit ekki um þetta fagn- aðarerindi af sjálfsdáðum. Því verður að boða honum það, og það gerist m.a. með orðum. Án orða kæmust skilaboðin ekki til þeirra sem þau eru ætluð. Boðun í kristilegu barnastarfi lýtur að því að koma skilaboðum til barna — fagnaðarerindinu um Krist, að þau eru elskuð af kærleiksríkum Guði og geti verið bjirn hans fyrir skírn og trú. Flest börn á íslandi eru skírð, sem merkir að Guð hefur gert þau að börnum sínum. Boðun í orðum er eftir sem áður mikilvæg, því „svo kemur trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krist“ (Róm. 10:17). Án boðunar getur maðurinn ekki tileinkað sér fagnaðarerindið, hvorki játast boðskapnum né lifað í Kristi. Skírninni heyrir til boðun. „Allt vald er mér gefið á himni og á jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður“ (Matt. 28:18-20). Markmið krístinnar boðunar Þekkingarmiðlun gegnir mikilvægu hlutverki í kristninni boðun, miðlun þeirrar þekkingar sem felst í fagnað- arerindinu um Krist. Samt sem áður er þekkingarmiðlunin ekki markmið kristninnar boðunar. Markmiðið er að hlustendur hins boðaða orðs til- einki sér boðskapinn, lifi í samræmi við hann, játi sig trúa á Krist og lifi sem lærisveinar hans. Markmið krist- innar boðunar er að börn og fullorðnir samsami líf sitt boðskapnum, noti hann til að túlka eigin lífsaðstæður, skynji eigin hugsun og atferli í ljósi fagnaðarerindisins og að það hafi merkingu fyrir hið daglega Iíf. Svo tekið sé dæmi um slíkt í boðun má nefna dæmisögu Jesú um misk- unnsama Samverjann sem er vinsæl hugleiðing í barnastarfi. Við kennum gjarna söguna, endursegjum hana eða leikum (t.d. með Ieikbrúðum). En það er ekki nóg að kenna söguna. Jesús sagði hana ekki af því að hún var falleg saga. Nei, sagan á að sýna okkur hver náungi okkar er á hverjum tíma. Hið mikilvæga í boðun frásög- unnar um miskunnsama Samverjann er: „Far þú og gjör hið sama“ (Lúk.l0:37b). Dæmisagan var okkur gefin til að við séum þeim náungi sem við mætum á lífsgöngunni og þarfnast umhyggju og aðstoðar okkar. Ritað er: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Matt. 22:39). Hið endanlega markmið kristinn- ar boðunar meðal barna er að þau eignist að lokum þann trúarþroska að um sjálfstæða og persónulega trú sé að ræða, og að þau sjái sjálf ábyrgð sína í ljósi Guðs orðs án mannlegra milliliða. Að boða fagnaðarerindið sem fagnaðareríndi Við játum fúslega og kennum að kristnu trúarlífi heyri til siðferði, kristið siðferði. Trúin ber „ávexti" í daglegu lífi okkar, birtist í viðmóti og framkomu gagnvart samferðafólki okkar. Hvernig á að koma því til skila hjá börnum að trúin birtist í daglegu lífi án þess að boða lögmálsverk? Ég býst varla við því að við boðum að Guð vilji bara „góðu“ börnin, elski bara þau sem geri góðverk. Samt sem áður tel ég þá hættu vera fyrir hendi að við boðum Guð sem „siðapostula í afalíki“, t.d. með því að segja við börn: — Guð sér allt hið ranga sem þú gerir. Guð er orðinn að einhvers konar „grýlu“ sem beinir börnunum frá röngu atferli. Hvers konar Guð og hvers konar kristindómur er þá boð- aður? Það er hinn strangi kærleiks- lausi Guð sem metur mennina eftir siðferði þeirra og kristindómur sem leggur menn í klafa siðaboða og á ekkert skylt við lútherskan kristin- dóm. Sú guðsmynd sem Biblían boðar fyrst og fremst er hinn kærleiksríki og fyrirgefandi Guð, — Guð sem viður- kennir mennina eins og þeir eru óháð siðferði þeirra. Fagnaðarerindi kristn- innar er að við erum viðurkennd, samþykkt sem börn Guðs án þess að eigin verðleikar skipti þar nokkru. Það grundvallarviðhorf um Guð seffl ég tel mikilvægast að börnum sé boðað er að þau læri að treysta Guði, kynnist honum sem umhyggjusörn- um föður, sem viðurkenni hvert barn eins og það er. Guði þykir jafnvænt um „slæmu börnin“ og „hin góðu“. Jesús er fyrirmynd okkar í boðun. Hann tók börnin að sér (Matt. 19:13- 15), tók að sér þá sem gert höfðu rangt (Lúk. 19:1-10) og boðaði þeim fyrirgefningu sem syndguðu (Jóh. 8:1- 11). Synd er eftir sem áður synd. Það er engin ástæða til að fela það í boðun meðal barna. Spurningin er hins vegar hvernig við tölum um syndina, dóm- inn yfir henni og möguleikann a 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.